Upplýsingagjöf í síma
Lýsing:
Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólks sem hringir og kynnir sig með nafni geta fengið eftirfarandi upplýsingar símleiðis:
Skrifstofumaður eða starfsmaður á vakt veita upplýsingar um eftirfarandi ef hringt er:
Fullbúnar rannsóknarniðurstöður
Leiðbeiningar um sýnatökur, geymslu og sendingu sýna
Læknar veita auk ofangreindra liða upplýsingar um klíniska ráðgjöf.
Skrifstofumaður, starfsmaður á vakt eða læknir skráir í GLIMS hvaða upplýsingar og/eða rannsóknarniðurstöður voru gefnar upp.
Sjúklingar sem hringja og eru í vandræðum vegna rannsóknarniðurstaðna:
Hægt er að senda niðurstöður til Heilsugæslustöðvar viðkomandi
Vísað á sérfræðing á deildinni
Ábyrgð: Skrifstofumaður eða starfsmaður á vakt og læknar eins og tilgreint er hér að ofan.
Skjöl: Rannsóknaniðurstöður, leiðbeiningar í þjónustuhandbók.
Skráning
Lýsing:
Ef niðurstöður eru hringdar er skráð í túlkunar/athugasemdar dálk í GLIMS hvenær er hringt, í hvern, hvað er hringt og hver hringir.
Ábyrgð: Læknir sem hringja niðurstöður
Skjöl: Gögn í tölvukerfi.