../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-104
Útg.dags.: 05/27/2024
Útgáfa: 11.0
3.11.02 Vinnsla sýna utan dagvinnutíma

Að skilgreina hvaða sýni og rannsóknir skal vinna utan dagvinnutíma.
Vaktstjóri ber ábyrgð á að leiðbeiningum sé fylgt.
Eftirfarandi töflur eru leiðbeinandi og taka til flestra sýna sem unnin eru á veirufræðihluta sýkla- og veirufræðideildar. Aðstæður og tilefni sýnatöku geta þó verið afar mismunandi og metur starfsmaður á vakt, í samráði við sérfræðilækni ef þörf er á, hvenær ber að gera undantekningar frá leiðbeiningunum.
Opnunartími er 8-18 alla daga vikunnar. Vinnsla sýna er kláruð eftir kl 18 eftir þörfum og vaktstjóri er í húsi til kl 19. Bakvakt er 16-24 á föstudögum og 8-24 um helgar og almennum frídögum. Sérfræðilæknir veirufræði kallar út bakvakt.

Viðveruvakt

RannsóknareiningarVinnsla sýna
AfgreiðslaSkráir inn öll sýni sem berast fyrir kl.18.
SýnahirðingGengið er frá öllum sýnum svo þau séu tilbúin til vinnslu.
BlóðsýnahirðingPlasma/serum er skilið niður innan 24 klst. frá töku sýnis og fryst ef það fer ekki strax í próf.
KjarnsýrugreiningarÖll öndunarfærasýni sem berast fyrir kl. 14 fara í PCR öndunarfærapanel samdægurs.
Önnur öndunarfærasýni eru rannsökuð innan 24 klst. frá því að þau berast á rannsóknastofu.
Að jafnaði eru gerðar rannsóknir á mænuvökvum og saursýnum um helgar.
Önnur sýni eru unnin eftir bráðleika.
Blóðvatnspróf IBakvakt sinnir stungusýnum og sýnum vegna líffæraflutninga og
öðrum sýnum eftir bráðleika.
Blóðvatnspróf IIAð jafnaði ekki gert, nema í undantekningartilfellum eftir bráðleika.




Ritstjórn

Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir
Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Máney Sveinsdóttir - maney

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/23/2014 hefur verið lesið 2643 sinnum