../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-1820
Útg.dags.: 04/16/2021
Útgáfa: 1.0
25.01 Grundvallarsmitgát
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa því hvað felst í grundvallarsmitgát. Markmið grundvallarsmitgátar er að draga úr dreifingu örvera á milli einstaklinga og í umhverfi og þar með fyrirbyggja spítalasýkingar.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for Grundvallarsmitgát- verklag/leiðbeiningarGrundvallarsmitgát- verklag/leiðbeiningar
    Grundvallarsmitgát er hornsteinn í sýkingavörnum og allir heilbrigðisstarfsmenn eiga að kunna að vinna samkvæmt leiðbeiningum grundvallarsmitgátar. Markmiðið er að rjúfa smitleiðir og þá fyrst og fremst snertismit sem er algengasta smitleiðin. Verklagi grundvallarsmitgátar er beitt við umönnun allra sjúklinga.

    Viðbótarsmitgát eða einangrun er bætt við grundvallarsmitgát þegar grunur vaknar um eða vissa er um að sjúklingur sé með örveru eða sjúkdóm sem þarf að beita einangrun gegn.

    Þættir sem tilheyra grundvallarsmitgát
    1. Handhreinsun er framkvæmd skv. leiðbeiningum á réttum stað og réttum tíma í vinnuferlinu.
    2. Hlífðarbúnaður er notaður þegar möguleiki er á útsetningu fyrir smitefni s.s. líkamsvessum.
    3. Hreinlæti tengt öndunarvegi og hóstavarúð er beitt til að hindra dreifingu örvera frá öndunarvegi ef sjúklingur er með einkenni um mögulega öndunarvegasýkingu.
    4. Rétt staðsetning sjúklings, þ.e. smitandi sjúklingur er í einbýli.
    5. Þrif og sótthreinsun hluta sem eru notaðir milli sjúklinga.
    6. Þrif og sótthreinsun umhverfis, dagleg þrif, þrif á mengun smitefnis og þrif eftir lok einangrunar.
    7. Rétt meðhöndlun á hreinu líni dregur úr hættu á mengun þess og réttur frágangur á óhreinu líni dregur úr hættu á mengun frá því í þvottahúsi.
    8. Réttur frágangur á sorpi og beittum og oddhvössum hlutum kemur í veg fyrir hættu af mengun frá því.
    9. Örugg gjöf stungulyf og rétt meðferð lyfjaglasa sem innihalda marga lyfjaskammta eykur öryggi sjúklinga og starfsmanna.
    10. Varnir gegn stunguóhöppum, notkun á öryggisnálum og hlutum og réttur frágangur á beittum og oddhvössum hlutum minnkar hættu starfsmanna á stunguóhöppum.
      Ritstjórn

      Ásdís Elfarsdóttir
      Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Elísabet Benedikz

      Útgefandi

      Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 04/16/2021 hefur verið lesið 2064 sinnum