../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-073
Útg.dags.: 11/01/2023
Útgáfa: 5.0
1.06.07 Skráning íhluta í sjúkraskrá Sögu
Tilgangur
Tilgangur
Að lýsa verklagi við skráningu íhluta í Sögu.
Hver framkvæmir og hvenær
Hver framkvæmir og hvenær
Heilbrigðiss
tarfs
menn
skrá íhluti sem næst rauntíma.
Framkvæmd
Framkvæmd
Allir íhlutir eru skráðir í eininguna
"
Íhlutir" í Sögu. Þegar íhlutur er fjarlægður er það einnig skráð.
Einingin er opnuð með því að:
ý
ta á "Íhlutir" vinstra megin á stikunni í Sögu
nota
flýtileið
<Alt Gr> i
Skráning íhlutar
Hægt er að
hefja skráningu íhluta með mismunandi hætti:
Ýta á hnappinn "Nýskrá" efst í vinstra horni
Ýta á hnappinn "Skrá nýjan íhlut" hægra megin
Úr fellivallista "Íhlutir - Skrá"
Hægrismella og velja "Skrá"
Með flýtileið "Ctrl + n"
Valin tegund íhlutar (yfirflokkur)
Með því að smella færist skráningin yfir á næsta skref
Með því að nota örvar upp og niður og ýta á "enter" hnappinn
Með því að setja fyrsta staf á orðinu (ýta á "s" fyrir "Sondur / slöngur") og ýta á hnappinn "Næsta" eða "enter" hnappinn
Hægt er að fara til baka í skráningarferlinu með því að ýta á hnappinn "Fyrri" eða ýta á bláa punktinn ofan við þann græna. Mismunandi skráningarferli og skref eru fyrir hvern íhlutaflokk. Hægt er að sjá skrefin fyrir tegund íhlutar vinstra megin í skráningarglugganum og í hvaða skrefi skráningin er, en það skráningarstig sem verið er að skrá í er með grænum punkti en önnur með bláum.
Öll skráning endar í sama skráningarglugga
Valin er rétt dag- og tímasetning
Skráður er áætlaður endingartími í dögum
Skráðar athugasemdir, t.d. ef skipta þarf um íhlut fyrr vegna smithættu
Ýtt er á "Vista"
Skipt um íhlut
Hægrismellt á íhlut sem skipt hefur verið um og valið "Skipta um"
Þegar skipt er um íhlut er búið að forvelja tegund, en velja þarf stærð og staðsetningu.
Valin er rétt dag- og tímasetning
Skráður er áætlaður endingartími í dögum
Skráðar athugasemdir, t.d. ef skipta þarf um íhlut fyrr vegna smithættu
Ýtt
er á "Vista"
Leiðrétting á skráðum íhlut
Hægrismellt á íhlut sem þarf að leiðrétta skráningu á og valið "Leiðrétta"
Hægt er að leiðrétta skráningu eftir dálkum:
Nánari lýsing - ýtt á hnapp hægra megin í dálkinum og viðeigandi gildi breytt. Ýtt á "Staðfesta" og aftur á "Staðfesta"
Dagsetning - dagsetningu breytt og ýtt á "Staðfesta"
Tími - tíma breytt og ýtt á "Staðfesta"
Áætlaður endingartími - áætluðum endingartíma breytt og ýtt á "Staðfesta"
Athugasemdir - athugasemdum breytt og ýtt á "Staðfesta
Hægt er að eyða skráningu um íhlut með því að ýta á hnappinn "Eyða" lengst til hægri. Ýtt á "Staðfesta" og kemur þá upp gluggi þar sem þarf að gefa skýringu á eyðingu á skráningu íhlutar
með því að:
velja úr fellilista
skrifa frjálsan texta
Ýtt á "Staðfesta
Skráning gerð ógild
Hægrismellt á íhlut og valið "Ógilda skráningu"
Gefa þarf skýringu á ógildingu
með því að:
velja úr fellilista
skrifa frjálsan texta
Ýtt á "Staðfesta"
Íhlutur fjarlægður
Hægrismellt á íhlut og valið "Fjarlægja"
Valin er rétt dag- og tímasetning. Ekki er hægt að velja dagsetningu fram í tímann.
Valið er út fellilista
Fjarlægður
Íhlutur ekki til staðar
Skráð er í athugasemdir viðbótarupplýsingar
Ýtt er á "Staðfesta"
Þegar farið er inn í eininguna birtast íhlutir valins sjúklings yfir ákveðið tímabil sem láréttar línur á tímaás. Nánari leiðbeiningar um stillingar á einingunni og notkun hennar má finna á
vefsíðu Origo
og
YouTube rás
. Þar eru nánari skýringar á lífsmörkum og mælingum sem hægt er að skrá.
Heimildir
Heimildir
Leiðbeiningar um skráningu í Sögu á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum
Íhlutir - vefsíða Origo
Íhlutir - myndband Heilbrigðislausna
Verklagsreglur um skráningu í sjúkraskrá á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum
Lög um sjúkraskrár nr. 55/2009
Stefna Landspítala í skráningu hjúkrunar
Ritstjórn
Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Elísabet Benedikz
Útgefandi
Anna María Þórðardóttir
Upp »