../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-073
Útg.dags.: 11/01/2023
Útgáfa: 5.0
1.06.07 Skráning íhluta í sjúkraskrá Sögu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við skráningu íhluta í Sögu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Allir íhlutir eru skráðir í eininguna "Íhlutir" í Sögu. Þegar íhlutur er fjarlægður er það einnig skráð.

    Einingin er opnuð með því að:
    • ýta á "Íhlutir" vinstra megin á stikunni í Sögu
    • nota flýtileið <Alt Gr> i

    Skráning íhlutar
    1. Hægt er að hefja skráningu íhluta með mismunandi hætti:
      • Ýta á hnappinn "Nýskrá" efst í vinstra horni
      • Ýta á hnappinn "Skrá nýjan íhlut" hægra megin
      • Úr fellivallista "Íhlutir - Skrá"
      • Hægrismella og velja "Skrá"
      • Með flýtileið "Ctrl + n"
    2. Valin tegund íhlutar (yfirflokkur)
      • Með því að smella færist skráningin yfir á næsta skref
      • Með því að nota örvar upp og niður og ýta á "enter" hnappinn
      • Með því að setja fyrsta staf á orðinu (ýta á "s" fyrir "Sondur / slöngur") og ýta á hnappinn "Næsta" eða "enter" hnappinn

    Hægt er að fara til baka í skráningarferlinu með því að ýta á hnappinn "Fyrri" eða ýta á bláa punktinn ofan við þann græna. Mismunandi skráningarferli og skref eru fyrir hvern íhlutaflokk. Hægt er að sjá skrefin fyrir tegund íhlutar vinstra megin í skráningarglugganum og í hvaða skrefi skráningin er, en það skráningarstig sem verið er að skrá í er með grænum punkti en önnur með bláum.

    Öll skráning endar í sama skráningarglugga
    1. Valin er rétt dag- og tímasetning
    2. Skráður er áætlaður endingartími í dögum
    3. Skráðar athugasemdir, t.d. ef skipta þarf um íhlut fyrr vegna smithættu
    4. Ýtt er á "Vista"

    Skipt um íhlut
    1. Hægrismellt á íhlut sem skipt hefur verið um og valið "Skipta um"
    2. Þegar skipt er um íhlut er búið að forvelja tegund, en velja þarf stærð og staðsetningu.
    3. Valin er rétt dag- og tímasetning
    4. Skráður er áætlaður endingartími í dögum
    5. Skráðar athugasemdir, t.d. ef skipta þarf um íhlut fyrr vegna smithættu
    6. Ýtt er á "Vista"

    Leiðrétting á skráðum íhlut
    1. Hægrismellt á íhlut sem þarf að leiðrétta skráningu á og valið "Leiðrétta"
    2. Hægt er að leiðrétta skráningu eftir dálkum:
      • Nánari lýsing - ýtt á hnapp hægra megin í dálkinum og viðeigandi gildi breytt. Ýtt á "Staðfesta" og aftur á "Staðfesta"
      • Dagsetning - dagsetningu breytt og ýtt á "Staðfesta"
      • Tími - tíma breytt og ýtt á "Staðfesta"
      • Áætlaður endingartími - áætluðum endingartíma breytt og ýtt á "Staðfesta"
      • Athugasemdir - athugasemdum breytt og ýtt á "Staðfesta
      • Hægt er að eyða skráningu um íhlut með því að ýta á hnappinn "Eyða" lengst til hægri. Ýtt á "Staðfesta" og kemur þá upp gluggi þar sem þarf að gefa skýringu á eyðingu á skráningu íhlutar með því að:
        • velja úr fellilista
        • skrifa frjálsan texta
      • Ýtt á "Staðfesta
    Skráning gerð ógild
    1. Hægrismellt á íhlut og valið "Ógilda skráningu"
    2. Gefa þarf skýringu á ógildingu með því að:
      • velja úr fellilista
      • skrifa frjálsan texta
    3. Ýtt á "Staðfesta"

    Íhlutur fjarlægður
    1. Hægrismellt á íhlut og valið "Fjarlægja"
    2. Valin er rétt dag- og tímasetning. Ekki er hægt að velja dagsetningu fram í tímann.
    3. Valið er út fellilista
      1. Fjarlægður
      2. Íhlutur ekki til staðar
    4. Skráð er í athugasemdir viðbótarupplýsingar
    5. Ýtt er á "Staðfesta"

    Þegar farið er inn í eininguna birtast íhlutir valins sjúklings yfir ákveðið tímabil sem láréttar línur á tímaás. Nánari leiðbeiningar um stillingar á einingunni og notkun hennar má finna á vefsíðu Origo og YouTube rás. Þar eru nánari skýringar á lífsmörkum og mælingum sem hægt er að skrá.


Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/04/2016 hefur verið lesið 654 sinnum