../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-823
Útg.dags.: 01/24/2023
Útgáfa: 2.0
3.04.01.02.01 Byltuhætta/byltur - skráning
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu byltuhættu eða byltu í sjúkraskrá og í atvikaskráningu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Hjúkrunarfræðingur skráir hjúkrunargreiningu þegar byltuhætta greinist eða ef sjúklingur dettur.
    • Læknir skráir sjúkdómsgreiningu.
    • Sjúkraþjálfari og/eða iðjuþjálfi skráir niðurstöður mats og leggur fram áætlun og skráir framvindu.
    • Heilbrigðisstarfsmenn skrá í atvikaskráningu ef sjúklingur dettur.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Skráning byltuhættuSkráning byltuhættu
      Hjúkrunarfræðingur skráir í sjúkraskrá:
      1. Hjúkrunargreininguna "Hætta á byltum" og áhættuþætti.
      2. Viðeigandi áætlun um meðferð og verkþætti við valda hjúkrunargreiningu.

      Læknir skráir mögulegar aðal- eða aukasjúkdómsgreiningar sem geta verið orsök fyrir byltuhættu:
      • R29.6 - Dettni, ekki flokkuð annars staðar. Notað ef bylta er ástæða komu eða ef um endurteknar byltur er að ræða.
      • R26.8 - Annar og ótilgreindur afbrigðileiki göngulags og hreyfanleika (göngulagstruflun). Notað ef jafnvægisleysi, vöðvaslappleiki og/eða óstöðuleiki (oftast án byltna)
      • R55 - Yfirlið
      • I95.1 - Réttstöðulágþrýstingur (orthostatic hypotension)
      • H81 - Raskanir á jafnvægisstarfsemi. Notað ef um otogen eða central svima er að ræða. Þess er gætt að nota ekki R42 - Sundl og svimrandi við þessi tilvik.
      • G62-G63 - Fjöltaugakvilli af völdum annarra þátta en arfgengra og bólgu
      • Y40-Y59 - Meinsvörun lyfja (aukaverkun)
      • I69.x - Eftirstöðvar heilaæðasjúkdóms (tiltaka nánar). Notað vegna eldra heilablóðfalls
      • F10.1 - Skaðleg notkun alkóhóls. Notað vegna skaðlegrar notkunar áfengis
      • F11-F19 með undirkóða .1 ef skaðleg notkun annara efna
      • F05.0 - Óráð, ekki ofan á vitglöp eða .1 ef óráð ofan á vitglöp
      • E55.9 - D-vítamínskortur, ótilgreindur

      Sjúkraþjálfari skráir í sjúkraskrá:
      1. Niðurstöður þeirra prófa og matskvarða sem notaðir voru til skoðunar á jafnvægi, vöðvakrafti í fótleggjum og göngufærni.
      2. Viðeigandi meðferðaráætlun út frá niðurstöðum skoðunar, ef við á.
      3. Framvindu meðferðar.
      4. Ráðleggingar til starfsmanna deildar varðandi notkun hjálpartækja og þætti er örva eigin getu sjúklings til að halda stöðugleika.

      Iðjuþjálfi skráir í sjúkraskrá:
      1. Niðurstöður þeirra prófa og matstækja sem notuð voru við að meta m.a. vitræna getu og færni við daglegar athafnir
      2. Viðeigandi íhlutunaráætlun og ráðleggingar út frá niðurstöðum matsins, ef við á.
      3. Framvindu meðferðar.
      4. Ráðleggingar varðandi hvaða hjálpartæki, aðstoð og/eða eftirlit séu æskileg fyrir sjúkling við að athafna sig.
      Hide details for Skráning ef bylta verður í leguSkráning ef bylta verður í legu
      Hjúkrunarfræðingur skráir í sjúkraskrá greininguna "Bylta" og skráir framvindu þar sem fram kemur aðdragandi og ástæður fyrir því að sjúklingur datt ásamt niðurstöðu líkamsskoðunar. Hjúkrunarfræðingur uppfærir hjúkrunargreiningar ef þörf er á, t.d. um vefjaskaða, verki eða annað sem við á og leggur fram viðeigandi áætlun um meðferð og verkþætti við valda hjúkrunargreiningu.

      Læknir skráir viðeigandi sjúkdómsgreiningu um byltu og velur ICD-10 kóða skv. lista hér að ofan.

      Heilbrigðisstarfsmaður skráir atvik
      Valið er undir stöðluð lýsing:
      1. "Atvik tengd umhverfi/aðstæðum"
      2. "Fall" og viðeigandi undirflokkar valdir

      Valið er undir "Afleiðingar atviks" ef sjúklingur varð fyrir skaða:
      1. "Já"
      2. "Áverkar" eða aðrar afleiðingar
      3. Viðeigandi áverkar valdir


Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Eygló Ingadóttir - eygloing
Konstantín Shcherbak - konstant
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/15/2018 hefur verið lesið 1220 sinnum