../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-065
Útg.dags.: 12/14/2020
Útgáfa: 3.0
1.06.01 Saga - skráning ónæmisaðgerða
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við skráningu bólusetninga í ónæmisaðgerð í Sögu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Allar ónæmisaðgerðir eru skráðar í eininguna "Ónæmisaðgerðir" í Sögu. Einingin er tengd miðlægri bólusetningaskrá Landlæknis og koma allar ónæmisaðgerðir sjúklings fram á henni óháð því hvar þær voru framkvæmdar.
    2. Einingin er opnuð með því að:
      • Ýta á "Ónæmisaðgerðir" vinstra megin á stikunni í Sögu
      • Með flýtileið <Alt Gr> o
    3. Bólusetningakort sjúklings birtist á skjánum þegar farið er inn í eininguna.
    4. Eftirfarandi aðgerðir er hægtframkvæma:
      • Skrá ónæmisaðgerð
      • Skrá fyrri ónæmisaðgerð
      • Skrá höfnun
      • Breyta skráningu ónæmisaðgerðar
      • Ógilda ónæmisaðgerð
      • Fjöldaskráning ónæmisaðgerða
      • Uppfæra og prenta
    5. Aðgerðir í einingunni eru aðgengilegar með mismunandi hætti:
      • Með hnappastiku
      • Hægrismella og fá upp valmynd
      • Með flýtileið:
        • Ctrl + N - Skrá nýja
        • Ctrl + F - Skrá fyrri
        • Ctrl + H - Skrá höfnun
        • Ctrl + B - Breyta skráningu
        • Ctrl + D - Ógilda skráningu
        • Ctrl + K - Fjöldaskráning
        • F5 - uppfæra gögn
        • Ctrl + P - Prenta bólusetningarskírteini
        • Ctrl + M - skrá athugasemdir
    6. Þegar ný ónæmisaðgerð er skráð verður til staðfest ónæmisaðgerðarblað í eyðublaðaeiningunni sem staðsetja þarf í réttri lotu og samskiptum. Ef um fjöldaskráningu er að ræða þarf að búa til ný samskipti.
    7. Í skráningunni kemur fram hvaða bóluefni var gefið og hvenær það var gefið. Ef sjúklingur eða forráðamaður hans hafnar bólusetningu eru ástæður þess skráðar.

    Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru á vefsíðu Origo.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/02/2016 hefur verið lesið 370 sinnum