../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-171
Útg.dags.: 11/01/2023
Útgáfa: 4.0
1.06.01 Fjölskyldutré og tengslakort
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu á fjölskyldutré og tengslakorti í sjúkraskrá.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Gert er fjölskyldutré fyrir alla sjúklinga sem koma endurtekið á göngu/dagdeild eða dvelja á legudeild lengur en þrjá daga. Gert er tengslakort ef útskrift er flókin eða fjölskyldumynstur er flókið.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Fjölskyldutré og tengslakort er hægt að búa til með eftirfarandi leiðum:
    • Í fellivallista "Saga - Fjölskyldutré og tengslakort"
    • Smella á hnappinn "Fjölskyldutré og tengslakort" (í einingunni "Meðferð")

    Til að teikna eða skoða fjölskyldutré eða tengslakort er annað hvort valið úr stikunni ofan við teikniflötinn. Hægt er að skoða báðar teikningarnar saman með því að velja fjölskyldutré og tengslakort.

    Fjölskyldutré
    Fjölskyldutré er teiknað eða eldri teikningu breytt með verkfærum á vinstri stiku, en það opnast alltaf í stöðunni "læst":
    1. Ýtt á "breyta"
    2. Myndir (hringir og kassar) dregnar á myndflötinn
    3. Skráð inn nafn, aldur og athugasemd í skráningarglugga sem opnast við hverja mynd
    4. Þegar ein eða fleiri myndir eru á myndfletinum eru fjölskyldutengsl valin.
      • Dregin er lína úr miðjum kassa í miðjan kassa til að tákna hjónaband og tengsl valin úr fellivallista í skráningarglugga
      • Dregin er lína úr efri hluta kassa í miðjan kassa til að tákna börn. Nánari tengsl valin úr fellivallista í skráningarglugga
    5. Ef röng mynd hefur verið dregin á teikniflötinn er henni eytt með því að velja hana og ýta á "delete" á lyklaborðinu
    6. Ef röng tengsl (línur) hafa verið dregnar er þeim eytt með því að smella á kross við fellivallista í skráningarglugga
    7. Kjarnafjölskylda er skilgreind með því að draga kjarnalínu um þær
    8. Teikningin er vistuð

    Tengslakort
    Þegar smellt er á tengslakort í stikunni flytjast þær myndir sem eru innan kjarnalínunnar yfir á tengslakortið. Tengslakort opnast alltaf í stöðunni "læst":
    1. Ýtt á "breyta"
    2. Myndin "texti" dregin á myndflötinn
    3. Skráður inn texti í skráningarglugga
    4. Tengslalína valin í verkfærum
    5. Tengslalína dregin milli myndar og fjölskyldumeðlimar
    6. Liður 2-5 endurtekinn eins oft og við á
    7. Ef röng tengsl hafa verið valin er þeim eytt með því að velja myndina og ýta á "delete" á lyklaborðinu.
    8. Teikningin er vistuð

    Prenta
    Til að prenta fjölskyldutré og/eða tengslakort er ýtt á "prenta".

    Nánari leiðbeiningar um framkvæmd skráningar eru í myndbandi Heilbrigðislausna og í leiðbeiningum Origo um útfyllingu fjölskyldutrés og tengslakorts.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 12/29/2016 hefur verið lesið 1066 sinnum