../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3343
Útg.dags.: 09/17/2020
Útgáfa: 2.0
15.03 COVID-19 - fóstursíritun hjá þungaðri konu í sóttkví
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa fóstursíritun á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvennadeilda 22B hjá þungaðri konu eftir 28 vikna meðgöngu sem er í sóttkví vegna COVID-19 faraldurs.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Við móttöku konu, umgengni og þrif er fylgt verklagi um meðgönguvernd og bráðaþjónustu á 22A og 22B.
    Tekið er á móti konu á stofu 2. Allir lausir hlutir sem ekki þarf að nota eru fjarlægðir af stofu svo sem sónartæki, áhaldaborð o.fl.
    Fóstursíritinn er nettengdur í tengi 41 á stofu 2. Staðsetning konu er valin ,,dagönn 5” til að ná tengingu við Sögu og merkja henni ritið. Unnið er samkvæmt verklagi um töku fósturhjartsláttarita.

    Frágangur eftir skoðun
    • Þurrkað er af fóstursírita, snúrum og nemum með Active Wipes klútum að notkun lokinni.
    • Allt einnota rusl er sett í glæran plastpoka og tekið út af stofunni, sett beint í gulan sóttmengaðan poka sem er fyrir utan stofuna.
    • Margnota hlífðarsloppur er settur í taupoka sem er útbúin með elikapoka og fer ofan í hreinan taupoka fyrir utan stofuna.
    • Mónitorteygjur eru settar í hreinan plastpoka og má þvo í þvottavél á skoli. Sett er þvottaduft í vélina og þvegið á 60°C.
    • Snertifletir á stofu eru hreinsaðir með hreinsispritti.

Ritstjórn

Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Hulda Hjartardóttir
Stefanía Guðmundsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/06/2020 hefur verið lesið 129 sinnum