../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3282
Útg.dags.: 03/17/2020
Útgáfa: 1.0
16.03 COVID-19 - brjóstagjöf
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa ráðleggingum til konu sem er með staðfest COVID-19 smit eða sterkan grun um smit og ætlar að hafa barn á brjósti.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Takmarkaðar heimildir eru til um meðhöndlun smitra kvenna í meðgöngu og um brjóstagjöf hjá smituðum konum, þar sem að COVID-19 er nýr vírus.
    • Engar heimildir eru til um að smit hafi borist yfir til barns frá móður á þriðja meðgönguþriðjungi.
    • Á þessum tímapunkti eru ekki til heimildir um að vírusinn geti borist í brjóstamjólk og í ljósi þess að vel þekkt jákvæð heilsufars áhrif brjóstagjafar vegi upp á móti mögulegri áhættu á smitun á COVID-19 í gegnum brjóstamjólk.
    • Aðaláhættan við brjóstagjöf er náin snerting milli móður og barns, þar sem loftbornir dropar geta borist frá móður til barns.
    • Það litla sem vitað er um hvort vírusinn finnist í brjóstamjólk er að sex sýni voru tekin hjá sýktum konum í Kína, og í þeim sýnum greindist ekki COVID-19. Þar sem um fá tilfelli er að ræða er mikilvægt að taka niðurstöðum með varúð.

    Ef móðir er með staðfest smit við fæðingu barns:
    • Móðir og barn geta verið saman eftir fæðingu og barnið má vera húð við húð hjá móður. Það eru til heimildir frá Kína að móðir með staðfesta sýkingu og barn hafi verið aðskilin við fæðingu í 14 daga en það hafi haft neikvæð áhrif á brjóstagjöf og tengslamyndun.
    • Rætt er við móður og föður um kosti og galla brjóstagjafar og ávinning brjóstagjafar fyrir móður og barn.

    Ráðleggingar ef móðir kýs að hafa barn sitt á brjósti
    Eftirfarandi ráðleggingar eru veittar og geta breyst eftir því sem þekking á málefninu eykst.
    • Móðir setur á sig fínagnagrímu án ventils áður en hún leggur barn á brjóst.
    • Móðir þvær hendur áður en hún snertir barnið.

    Ef móðir kýs að mjólka sig eða þarf að nota mjaltavél
    • Ef móðir ákveður að gefa barni mjólkaða móðurmjólk þá er nauðsynlegt að fylgja reglum um hreinlæti og nota góða mjaltavél (rafmagns - sjúkrahúsvél). Sömu reglur um hreinlæti og sóttvarnir gilda ef móðir ákveður að gefa barni þurrmjólk.
    • Móðir þvær hendur áður en hún snertir brjóstapumpu og/eða pela
    • Íhuga að faðir eða einhver nákominn gefi barninu mjólkaða móðurmjólk.

    Endurkoma í eftirlit og skoðun konu á spítala
    Fylgt er vinnulýsingu um fimm daga skoðun barns.

Ritstjórn

Ingibjörg Eiríksdóttir - ingieiri
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir
María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir
María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/14/2020 hefur verið lesið 906 sinnum