../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Stefnuskjal
Skjalnúmer: LSH-763
Útg.dags.: 02/21/2022
Útgáfa: 3.0
12.01.04 Sáramiðstöð Landspítala - stefna, stjórn og hlutverk
    Hide details for Sáramiðstöð LandspítalaSáramiðstöð Landspítala
    Sáramiðstöð Landspítala er staðsett á göngudeild skurðlækninga B3 í Fossvogi. Sáramiðstöð heyrir undir aðgerðasvið. Stefna sáramiðstöðvar er að veita þverfaglega þjónustu sem byggir á gagnreyndri þekkingu og vera leiðandi í meðferð og kennslu á sviði sárameðferðar.

    Stjórn sáramiðstöðvar
    Stjórn sáramiðstöðvar er í höndum stjórnar sem samanstendur af sérfræðingi í sárahjúkrun, yfirlækni æðaskurðlækninga, sérfræðingi í lýtaskurðlækningum og deildarstjóra göngudeildar skurðlækninga B3. Stjórnin ber ábyrgð á að:
    • Hlutverk og stefna sáramiðstöðvar séu skýr og vel kynnt innan sem utan spítalans.
    • Húsnæði, tækjabúnaður og vinnuaðstaða sé í samræmi við hlutverk og stefnu sáramiðstöðvar.
    • Að mönnun sé í samræmi við þörf og í góðri samvinnu við sérgreinar sem að sáramiðstöð koma.
    • Farvegur tilvísana sé skýr og viðeigandi skráning sé viðhöfð.

    Hlutverk sáramiðstöðvar
    Hlutverk sáramiðstöðvar er greining, ráðgjöf og meðferð langvinnra og erfiðra sára sem þarfnast sérhæfðrar meðferðar.
    • Þverfaglegt mat er gert á sárum, eftir því sem við á, og viðeigandi rannsóknir gerðar til greiningar á undirliggjandi orsökum sára.
    • Sé þörf á sérhæfðri sárameðferð eða eftirfylgd er hún veitt af starfsmönnum sáramiðstöðvar eða vísað í önnur úrræði.
    • Sáramiðstöð er vettvangur kennslu og þróunar á sviði sárameðferðar.
    • Á sáramiðstöð er ekki veitt bráðaþjónusta.
    • Stjórn sáramiðstöðvar þróar verkferla teyma í samvinnu við yfirlækna sérgreina.

    Fagfólk
    • Á sáramiðstöð starfa þverfagleg teymi sérfræðinga í hjúkrun sjúklinga með sár, hjúkrunarfræðinga, fótaaðgerðafræðinga, stoðtækjafræðinga, iðjuþjálfa og sérfræðilækna svo sem æðaskurðlækna, lýtaskurðlækna og smitsjúkdómalækna. Samvinna er einnig við aðra sérgreinalækna, t.d. innkirtlalækna, bæklunarskurðlækna og húðlækna og aðrar fagstéttir t.d. næringarfræðinga og sjúkraþjálfara.
    • Innan sáramiðstöðvar er meðal annars starfrækt teymi fyrir fótamein sykursjúkra og fyrir hjólastólanotendur með þrýstingssár.

    Tilvísun
    Tilvísun frá heilbrigðisfagfólki er forsenda móttöku á sáramiðstöð. Tilvísun er send rafrænt í gegnum Heilsugátt til sáramiðstöðvar.

    Ferli sjúklings á sáramiðstöð
    • Sérfræðingur í sárahjúkrun fer yfir tilvísanir og gefur sjúklingi tíma eða vísar í önnur úrræði ef við á.
    • Í fyrstu komu á sáramiðstöð metur sérfræðingur í hjúkrun ástand sjúklings. Ef ekki er metin þörf fyrir aðkomu lækna þá gerir hjúkrunarfræðingur meðferðaráætlun, veitir ráðgjöf og vísar til viðeigandi aðila eða bókar sjúkling í endurkomu á sáramiðstöð.
    • Hjúkrunarfræðingur skráir upplýsingar í sjúkraskrá m.a. mat á sári og meðferðaráætlun, ICD númer og NANDA greiningar og útbýr hjúkrunarbréf eftir þörfum.
    • Ef metin er þörf á aðkomu fleiri fagaðila eru þeir kallaðir til eða bókaður annar tími með viðeigandi sérfræðingum þar sem fram fer þverfaglegt mat og gerð meðferðaráætlun.
    • Læknir skráir rafræna göngudeildarnótu í sjúkraskrá sem inniheldur m.a. álit, meðferðaráætlun og ICD númer.

    Ráðgjöf sérfræðings í sárahjúkrun
    Hægt er að óska eftir ráðgjöf sérfræðings í sárahjúkrun fyrir inniliggjandi sjúklinga. Ráðgjafabeiðni er send rafrænt í Sögukerfi eða Heilsugátt til sáramiðstöðvar. Sérfræðingur í sárahjúkrun metur sárið, gefur ráð um meðferð eða frekari tilvísanir eftir því sem við á.

Ritstjórn

Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Lilja Þyri Björnsdóttir
Sigríður Karlsdóttir - sigrika
Sigrún A Hafsteinsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kolbrún Gísladóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/09/2017 hefur verið lesið 712 sinnum