../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2689
Útg.dags.: 10/07/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.02.06 COVID-19 - hópaskipting starfsmanna og sóttvarnir á vinnusvæði
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa hópaskiptingu starfsmanna og útfærslu sóttvarna í nánasta starfsumhverfi meðan á COVID-19 faraldri stendur. Markmið er að tryggja að starfssemi falli ekki niður þótt einn starfsmaður veikist af COVID-19. Einingar eru ólíkar og verklagið gildir þar sem hægt er að koma því við.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Stjórnendur deildar skipuleggja útfærslu hópaskiptingar og sótthreinsun snertiflata á sinni einingu. Starfsmaður fylgir verklagi eins og lýst er í framkvæmd.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hópaskipting
    • Starfsmönnum sem eru í vinnu er skipt í tvo eða fleiri hópa til að minnka hættu á skörun starfsmanna í vinnutíma.
    • Hópar eru litamerktir með límmiðum sem festir eru í barm.
    • Hver hópur hefur sína vinnustöð (t.d. tölvu) og hún merkt hópi eða starfsmanni.
    • Tíma í sameiginlegum vinnurýmum er skipt á milli hópa t.d. í lyfjaherbergi.
    • Samskipti eru lágmörkuð utan hóps og eininga. Notaðir eru fjarfundir eða sími þegar hægt er.
    • Starfsmenn fylgja reglum um grímunotkun og handhreinsun og virða fjarlægðarmörk innan síns hóps eins og frekast er unnt.
    • Hópar hafa hver sitt salerni.
    • Hópum er skipt í mat og kaffi þannig að tryggt er að þeir skarist ekki og fjarlægðartakmörk tryggð. Ekki má vera með sameiginlegar veitingar s.s. föstudagskaffi.
    • Forðast er að bera vatnsbrúsa, kaffibolla eða aðra persónulega hluti á milli rýma.
    • Starfsmaður með einkenni sem geta bent til COVID-19 smits á ekki að mæta í vinnu. Ef hann fær einkenni í vinnunni á hann að fara strax af vaktinni og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is m.t.t. sýnatöku.

    Sótthreinsun
    Starfsmaður sprittar sína tölvu, síma, vinnustöð og snertifleti á salerni eftir notkun.
    Starfsmaður í býtibúri sprittar snertifleti í býtibúri og matarvagna fyrir og eftir matmálstíma.
    Stjórnandi skilgreinir aðila innan einingar sem bera ábyrgð á að sótthreinsa snertifleti/rými á ákveðnum tímum:
    • Kaffistofur starfsmanna á milli hópa.
    • Skol, lín og böð einu sinni á vakt.
    • Aðra snertifleti einu sinni á vakt s.s. handföng, hurðarhúnar, símar.

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kolbrún Gísladóttir
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/07/2020 hefur verið lesið 758 sinnum