../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2483
Útg.dags.: 01/17/2023
Útgáfa: 1.0
26.05.09 TUG - (Timed "Up and Go")
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa framkvæmd á tímamældu upp og gakk prófi (TUG - Timed Up and Go). Prófið metur þá grunnhreyfifærni sem nauðsynleg er til að ráða við daglegar athafnir eins og að fara úr rúmi og upp í það aftur, fara á og af salerni og ganga stuttar veglengdir. Einnig er hægt að nota prófið til að meta byltuhættu.
    Hide details for Tæki og áhöldTæki og áhöld
    • Armstóll. Hæð setu u.þ.b. 46 cm
    • Málband
    • Breitt límband til að líma á gólf
    • Skeiðklukka
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Athuga þarf eftirfarandi áður en framkvæmd prófs hefst:
    • Fótabúnaður þátttakanda á að vera eins og honum er tamast.
    • Nota má þau gönguhjálpartæki sem þátttakandi er vanur að nota við mat á grunnhreyfifærni.
    • Ef prófið er notað til að meta byltuhættu skal sleppa gönguhjálpartækjum.
    • Prófið er ógilt ef styðja þarf þátttakanda á meðan á því stendur.
    Hide details for Framkvæmd prófs:Framkvæmd prófs:
    1. Mælið út þriggja metra göngubraut sem hefst við fremri stólfætur. Endann á brautinni á að
    merkja greinilega á gólfið með breiðu límbandi.

    2. Upphafsstaða: Þátttakandi situr á stólnum, hallar sér upp að bakinu og hvílir handleggi á
    örmunum. Ef viðkomandi notar gönguhjálpartæki þá á það að vera við hendina.

    3. Fyrirmæli: „Þegar ég segi þá áttu að standa upp, ganga að þessari línu á gólfinu, snúa við, ganga til baka að stólnum og fá þér sæti. Ég vil að þú gerir þetta á hraða sem er
    þægilegur og öruggur fyrir þig.”

    4. Sjáðu til þess að þátttakandi sé í réttri upphafsstöðu áður en prófið hefst. Spurðu „ertu
    tilbúin/-nn” áður en þú segir „nú.

    5. Byrjaðu tímatöku á orðinu „nú” og hættu henni þegar þátttakandinn er sestur aftur.

    6. Leyfðu þátttakandanum að kynnast prófinu með því að fara eina æfingarferð áður en
    tímatakan fer fram.

    7. Skráðu tímann í heilum sekúndum.

    8. Ef að þátttakandi er ófær um að fylgja leiðbeiningum og/eða þú þarft að styðja hann, af
    öryggisástæðum, þá skaltu hætta prófinu og skrá “getur ekki” í reitinn Tími (sek). Notaðu
    reitinn fyrir athugasemdir til að útskýra af hverju þátttakandinn gat ekki lokið prófinu.

    Hide details for Túlkun á niðurstöðum:Túlkun á niðurstöðum:
    Niðurstöður á prófinu er tími í sekúndum. Því lægri sem sú tala er því betri er
    grunnhreyfifærni þátttakandans.

    Viðmiðunargildi fyrir byltuhættu:
    Eldri einstaklingur sem býr heima og er lengur en 12 sek að framkvæma prófið er í aukinni byltuhættu.
    Einstaklingaur með staðfesta sjúkdómsgreiningu frá jafnvægiskerfi innra eyra sem er lengur en 11,1 sek að framkvæma prófið er í aukinni byltuhættu.

    Matseyðublað:
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Lusardi MM, Fritz S, Middleton A, et al. Determining Risk of Falls in Community Dwelling Older Adults: A Systematic Review and Meta-analysis Using Posttest Probability. J Geriatr Phys Ther. 2017;40(1):1-36.

    Podsiadlo D & Richardson S. The Timed "Up & Go": A Test of Basic Functional Mobility for
    Frail Elderly Persons. JAGS. 1991;39:142-148.

    Schrank TP. HHS Public Access. Vol 39.; 2016. doi:10.1007/128.

    Whitney SL, Marchetti GF, Schade A, Wrisley DM. The sensitivity and specificity of the Timed "Up & Go" and the Dynamic Gait Index for self-reported falls in persons with vestibular disorders. J Vestib Res. 2004;14(5):397-409. PMID: 15598995.



Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Gígja Magnúsdóttir
Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnheiður S Einarsdóttir

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/02/2017 hefur verið lesið 211 sinnum