Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með Covid-19 veirusýkingu breytast. Breytingar verða litaðar gular.
Tilgangur
Að lýsa gjörgæslumeðferð sjúklinga með COVID-19 veirusýkingu.
Almennt er talið að um 5-10% sýktra þurfi innlögn á gjörgæsludeild og um 70% þeirra þurfi öndunarvélarmeðferð og þrói ARDS. Ef sú staða kemur upp er líklega best að framkvæmd barkaþræðingar fari fram á gjörgæsludeild við bestu aðstæður ef mögulegt er. Mikilvægt er að greina þá einstaklinga snemma og hefja öndunarvélarmeðferð snemma. Stuðst er við útgefnar leiðbeiningar WHO sem birtar voru td í BMJ. Ávallt skal hafa í huga hvort gjörgæslumeðferð sé gagnleg fyrir viðkomandi sjúkling eða hvort nauðsynlegt sé að taka ákvarðanir um takmarkanir á meðferð.
Framkvæmd
- Ávallt er notaður hlífðarbúnaður til að verjast smiti. Til viðbótar eru notaðir tvöfaldir hanskar
- Gefa má súrefni í nös en ekki er mælt með notkun BiPAP eða High-flow súrefnis vegna hugsanlegrar veirudreifingar og ekki HFOV.
- Settir eru veiruheldir filterar á öndunarvélaslöngur og öndunarvél eins og hefðbundið er og einnig á útöndunarhluta öndunarbelgs.
- Réttast er að barkaþræða snemma ef versnun er augljós.
- Við barkaþræðingu er preoxygenerað vel og láta vöðvaslökunarlyf verka til fulls áður en barkarennu er rennt milli raddbanda til að forða hósta á meðan inngripinu stendur.
- Mælt með notkun vídeolaryngoskóps til barkaþræðingar til að halda hæfilegri fjarlægð.
- Venjuleg lungnaverndandi öndunarvélarmeðferð, þrýstingsstýrð öndun, TV 4-8 ml/kg og toppþrýstingur <30cm H2O. PEEP stillt samkvæmt stigvaxandi alvarleika öndunarbilunar/ARDS: 6-10, 8-12, 10-14 cmH2O
- Mælt er með íhaldsamri vökvameðferð.
- Íhuga notkun þvagræsilyfja ef vökvajafnvægi leyfir.
- Æðavirk lyf eftir þörfum til að halda MAP>65 mmHg.
- Varðandi öndunarvélarmeðferð skal íhuga að nota rakatæki þar sem slím getur orðið seigt.
- Notað er lokað sog til að hreinsa loftvegi.
- Forðast eftir fremsta megni að aftengja öndunarvél, en ef það er nauðsynlegt þá er sett klemmu á barkatúbu á meðan.
- Ekki mælt með notkun berkjuvíkkandi innúðalyfja, ekki sýnt fram á gagnsemi við ARDS.
- Ef mikið seigt slím íhuga þá slímleysandi innúða x2 á dag. Þá er lokað fyrir túbu með klemmu á meðan úðatæki er tengt við öndunarslöngur
- Við alvarlega hypoxíu þrátt fyrir öndunarvélarmeðferð mætti íhuga samfellda vöðvaslökun.
- Hægt að auka innöndunartíma í 1:1 ef loftskipti léleg
- Grúfulega >12 klst kemur vel til greina.
- Ef áframhaldandi versnun – FiO2 80%, PaO2<60, pH <7,20, SaO2 <88%, íhuga ECMO meðferð í samráði við svæfingalækna á Hringbraut.
- Stefnt er að því að ef til ECMO meðferðar kemur þá fari það fram á Hringbraut. Varðandi flutning sjúklinga milli húsa vísast til sérstakra leiðbeininga (eru í vinnslu) varðandi það
- Gert er ráð fyrir því að beita prisma meðferð eftir þörfum en um 20% þurfa slíka meðferð.
Tengd skjöl: COVID-19 - handbók