../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3743
Útg.dags.: 01/17/2023
Útgáfa: 1.0
26.05.10 ABC (Activities-specific Balance Confidence Scale) - jafnvægiskvarði
    Hide details for TilgangurTilgangur
    ABC jafnvægiskvarði, einnig kallaður A-Ö spurningalisti er notaður til að meta eigin upplifun eldra fólks á öryggi og stöðugleika við athafnir í daglegu lífi.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Sjúkraþjálfari leggur spurningalistann fyrir aldraða einstaklinga sem eru í byltuhættu eða hafa hlotið byltu/r.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hægt er að láta þátttakendur fylla sjálf út spurningalistann, taka við þá viðtal á staðnum eða símleiðis. Stækka þarf letrið á eyðublaðinu ef þátttakendur eiga að fylla það út sjálfir en stækkuð útgáfa af mælikvarðanum, á sérstöku spjaldi, er gagnleg þegar viðtal er tekið. Það er mikilvægt að spyrillinn endurtaki setninguna "Hversu örugg/-ur ert þú um að halda jafnvægi og vera stöðugur þegar þú..." a.m.k. við aðra hverja spurningu á listanum. Grennslast þarf fyrir um skilning hvers þátttakanda á leiðbeiningunum og hvort hann eigi í erfiðleikum með að svara tilteknum spurningum.

    ABC (A-Ö) jafnvægiskvarðinn:

    A-Ö_Jafnvægiskvarðinn.pdfA-Ö_Jafnvægiskvarðinn.pdf

    Túlkun á niðurstöðum:
    Þeir sem skora undir 67% í ABC kvarðanum teljast í aukinni byltuhættu

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Lajoie Y, Gallagher SP. Predicting falls within the elderly community: comparison of postural sway, reaction time, the Berg balance scale and the Activities-specific Balance Confidence (ABC) scale for comparing fallers and non-fallers. Arch Gerontol Geriatr. 2004;38(1):11-26.

    Ritstjórn

    Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
    Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
    Ragnheiður S Einarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ragnheiður S Einarsdóttir

    Útgefandi

    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/01/2022 hefur verið lesið 153 sinnum