../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3874
Útg.dags.: 03/04/2022
Útgáfa: 2.0
15.03 COVID-19 - eftirlit með fóstri eftir greiningu þungaðrar konu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa eftirlit með fóstri og þungaðri konu sem er með COVID-19 og eftir smit. Breytingar milli útgáfa eru auðkenndar með gulri yfirstrikun.
    Staða bólusetningar
    Kona telst fullbólusett ef hún fékk tvo skammta af bóluefni, þar sem 2. skammtur var gefinn fyrir > 2 vikum og < 6 mánuðum síðan eða hún fékk örvunarskammt fyrir > 2 vikum síðan.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Eftirlit með konu
    Ef kona greinist með COVID-19 á hraðprófi (heimapróf gildir ekki) eða PCR prófi og hefur samband við ljósmóður gildir eftirfarandi:

    Ljósmóðir konu:
    • Hugar að einkennum hennar og tryggir að konan sé vel upplýst um veikindi og hugsanleg áhrif á hana sjálfa og fóstrið. Konan fær upplýsingar um hvert hún eigi að snúa sér ef hún er ekki róleg yfir hreyfingum fósturs eða ef hún finnur vaxandi samdrætti.
    • Fer yfir tímabókanir í mæðravernd eða ómskoðun ef þær eru innan einangrunartímans og hvort megi breyta þeim þannig að einangrun sé lokið.
    • Fer yfir bókanir í framköllun fæðingar eða keisaraskurð. Ef tímabókun er innan einangrunartíma þarf að hafa samráð við fæðingarlækna á þeirri stofnun sem þessi meðferð átti að fara fram.

    Eftirlit með fóstri
    • Mat á þörf fyrir eftirlit með fóstri fer eftir því hvenær konan smitist og einkennum hennar. Nánari lýsing á eftirfylgd kemur fram hér fyrir neðan.
    • Ekki hefur verið sýnt fram á aukna tíðni fósturláta eða meðfæddra galla. Það er því ekki talin þörf á að panta ómskoðun aukalega ef konur eru undir 20 vikum en ómskoðanir við 12 og 20 vikur taldar nægja. Rétt er þó að fylgjast með lífvænleika fósturs hjá alvarlega veikum konum.
    • Ekki hefur verið sýnt fram á aukna áhættu á vaxtarskerðingu eða andvana fæðingu hjá konum með væg eða engin einkenni. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á aðeins hærri tíðni fæðinga fyrir tímann og andvana fæðinga tengt alvarlegum einkennum, undirliggjandi sjúkdómum og Delta afbrigði veirunnar.

    Greining COVID-19 við < 20 vikna meðgöngu
    Ekki er ástæða til sérstakrar eftirfylgdar vegna COVID-19 nema hjá konum með alvarleg einkenni sem þarfnast innlagnar (sjá lið C hér að neðan). Fylgt er fyrirfram ákveðinni áætlun í mæðravernd.

    Greining COVID-19 við > 20 vikna meðgöngu
    • Konum með alvarleg einkenni COVID-19 sem greinast eftir 20 vikna meðgöngu er boðin eftirfylgd. Þeim er einnig ráðlagt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum fyrstu fjórar vikurnar eftir greiningu ef meðganga hefur náð 24 vikum (sjá flæðirit um eftirlit þegar hreyfingar fósturs eru minnkaðar). Þarf því að meta þörf á eftirfylgd út frá einkennum eftir samtal við konu í lok einangrunar.
    • Ef konur eru gengnar > 20 vikur en < 24v+0 er mælt með sérstöku eftirliti hjá konum með alvarleg einkenni sem þarfnast innlagnar (sjá lið C hér að neðan).

    Eðlilegar hreyfingar fósturs (frá 24+0) og liðnar minna en 4 vikur frá COVID-19 greiningu
    Fylgt er flæðiriti um eftirlit þegar hreyfingar fósturs eru eðlilegar (sjá neðar í skjali).
    1. COVID-19 jákvæð en einkennalaus eða væg einkenni, staða bólusetninga skiptir ekki máli:
      • Fylgt er fyrirfram ákveðinni áætlun í mæðravernd. Konu er ráðlagt að hafa samband ef hreyfingar eru ekki eðlilegar eða versnandi einkenni.
    2. COVID-19 jákvæð með meðalslæm einkenni og:
      1. Fullbólusett: Fylgt er fyrirfram ákveðinni áætlun í mæðravernd. Konu er ráðlagt að hafa samband ef hreyfingar eru ekki eðlilegar eða versnandi einkenni.
      2. Engin eða ófullnægjandi bólusetning: Ómskoðun (vöxtur, legvatnsmagn og flæði: UA; MCA) eftir að einangrun lýkur og aftur fjórum vikum eftir staðfest smit. Eftir þann tíma er fylgt fyrirfram ákveðinni áætlun í mæðravernd. Konu er ráðlagt að hafa samband ef hreyfingar eru ekki eðlilegar eða versnandi einkenni.
    3. COVID-19 með alvarlegum einkennum, óháð bólusetningarstöðu:
      • Meðgöngulengd < 24 vikur:
        • Fósturhjartsláttur hlustaður með Doptone.
        • Ómskoðun (legvatnsmagn og hreyfingar) þegar ástand móður leyfir.
      • Meðgöngulengd ≥ 24:
        • Daglegt fósturhjartsláttarrit (CTG)
        • Innan 2-3 daga mat á stærð, legvatni, hreyfingum og flæði (UA, MCA, MCA-PSV).
        • Á meðan á innlögn stendur fer frekara eftirlit eftir mati á ástandi móður og niðurstöðum úr ómskoðun og riti.
    Eftirfylgd eftir útskrift af sjúkrahúsi eftir innlögn vegna COVID-19
      Ómskoðun
      1. Eðlilegar hreyfingar og ómskoðun: Mat á legvatni og flæði eftir 1, 2 og 4 vikur, mat á vexti með tveggja vikna millibili
      2. Óeðlileg ómskoðun: Sérfræðingur í fósturgreiningu og/eða fæðingarlæknir gera áætlun um eftirfylgd/inngrip.

      Minnkaðar hreyfingar og liðnar minna en 4 vikur frá COVID-19 greiningu
      Fylgt er flæðiriti um eftirlit þegar hreyfingar fósturs eru minnkaðar (sjá neðar í skjali).
      1. Meðgöngulengd < 24 vikur: Ef kona er einkennalaus, er gefinn tími í mæðravernd þegar einangrun lýkur og spurt um fósturhreyfingar við 24 vikna meðgöngu, ómskoðun annars skv. ráðleggingum fyrir konur með einkenni.
      2. Meðgöngulengd ≥ 24 vikur:
        • Kona þarf að koma strax, staða bólusetningar skiptir ekki máli (skoðun er nauðsynleg þrátt fyrir að kona sé í einangrun).
        • Fósturhjartsláttarrit (CTG)
          1. Eðlilegt fyrsta CTG og hreyfingar góðar við komu: Ómskoðun með mati á stærð, legvatni og flæði (U.A. og MCA) eftir að einangrun lýkur. Ef ómskoðun er eðlileg má fylgja fyrri áætlun um mæðravernd og flæðiriti um eftirlit þegar hreyfingar fósturs eru eðlilegar (sjá neðar í skjali). Konu er ráðlagt að hafa aftur samband ef hreyfingar eru ekki góðar.
          2. Eðlilegt CTG en hreyfingar áfram litlar eða ef konan er að koma í annað sinn með minnkaðar hreyfingar:
            • Ómskoðun brátt til að meta legvatnsmagn og hreyfingar. Ef hreyfingar sjást og legvatnsmagn er eðlilegt má bíða með frekari ómskoðun til næsta dags.
            • Mælt með ómskoðun við fyrsta tækifæri til að meta stærð, legvatn og flæði (UA, MCA). Ef bíða þarf lengur en til næsta dags er rétt að fá fósturhjartsláttarrit daglega þar til ómskoðun fæst.
            • Ef engar hreyfingar sjást eða finnast en CTG er að öðru leyti eðlilegt er nauðsynlegt að fá bráða ómskoðun, í síðasta lagi næsta dag. Fæðingalæknir á vakt metur ástandið.
            • Eftirfylgd ef ómskoðun er eðlileg:
              1. Hreyfingar eðlilegar: Mat á vexti, legvatni og flæði aftur eftir 2-3 vikur. Ef ómskoðun er eðlileg má fylgja fyrri áætlun um mæðravernd.
              2. Áfram minnkaðar hreyfingar: Fylgt eftir af sérfræðingum í áhættumæðravernd og fósturgreiningu.
          3. Óeðlilegt CTG eða ómskoðun: Sérfræðingur í fósturgreiningu og/eða fæðingarlæknir gera áætlun um eftirfylgd/inngrip.
      Gátlisti
      Sjá einnig flæðiskema.
      • Kona er upplýst um veikindi og hugsanleg áhrif á hana sjálfa og fóstrið
        • Drekka vel
        • Nota parasetamól sem hitalækkandi lyf skv. leiðbeiningum á fylgiseðli með lyfi
        • Hafa samband við heilsugæslu eða læknavakt ef vaxandi einkenni eru frá öndunarfærum
      • Veittar upplýsingar um hvert kona eigi að snúa sér:
        • ef hún er ekki róleg yfir hreyfingum fóstursins
        • ef hún finnur vaxandi samdráttum
      • Farið yfir tímabókanir í mæðravernd eða ómskoðun ef þær eru innan einangrunartímans og hvort megi færa þær til þannig að einangrun sé lokið.
      • Farið yfir bókanir í framköllun fæðingar eða keisaraskurð, hafa samráð við fæðingarlækna ef þær falla innan einangrunartímans.
      • Ef kona er með einkenni vegna COVID-19 og meðgangan er komin fram yfir 20 vikur við greiningu:
        • Pantaður vaxtarsónar ef þörf er á, eftir að einangrun lýkur (sjá flæðirit)
      • Ef kona er einkennalaus eða væg einkenni vegna COVID-19:
        • Ekkert sérstakt eftirlit eftir að einangrun lýkur.

      Ritstjórn

      Kolbrún Gísladóttir
      Margrét Sjöfn Torp
      Hulda Hjartardóttir
      Stefanía Guðmundsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Hulda Hjartardóttir

      Útgefandi

      Kolbrún Gísladóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 01/17/2022 hefur verið lesið 774 sinnum