../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-340
Útg.dags.: 05/24/2023
Útgáfa: 4.0
26.07.01 Heimilisathugun
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa verklagi við mat á heimilisaðstæðum sjúklings með tilliti til núverandi færni hans og aðstæðna. Verklagsreglan gildir frá því að ákvörðun um heimilisathugun er tekin og lýkur þegar skýrsla er frágengin og búið er að senda umsókn til SÍ um nauðsynleg hjálpartæki.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfiriðjuþjálfi og yfirsjúkraþjálfari bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Heimilisathugun er liður í því að undirbúa útskrift sjúklings heim af sjúkrahúsi og gera honum kleift að búa áfram á heimili sínu. Heimilisathugun getur einnig verið þáttur í því að meta hvort forsvaranlegt er að sjúklingur útskrifist heim vegna andlegrar- og/eða líkamlegrar fötlunar og/eða aðstæðna á heimili.
    1. Sjúklingur, aðstandandi eða meðferðarteymi óska eftir heimilisathugun.
    2. Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi undirbúa heimilisathugun í samráði við sjúkling og aðstandendur sem hafa verið upplýst um tilgang og framkvæmd hennar.
      • Tímasetning ákveðin.
      • Upplýsinga er aflað um húsnæði, aðgengi, fjölskylduhagi og hvort gerð hefur verið heimilisathugun áður og þá hvenær. Æskilegt að aðstandandi sé viðstaddur ef mögulegt er.
      • Tryggt er að sjúklingur sé tilbúinn á réttum tíma, klæddur og með húslykla.
      • Málband, fræðsluefni um grunnhjálpartæki og gátlisti vegna heimilisathugunar eru höfð meðferðis.
      • Viðeigandi leigubíll er pantaður.
    3. Sjúkra- og iðjuþjálfar fara ásamt sjúklingi í leigubíl og greiða með leigubílakorti.
    4. Tekið er tillit til heimilisfólks og aðstæður þess virtar.
    5. Eftirfarandi þættir eru metnir og farið yfir gátlista vegna heimilisathugunar.
      • Hvort einstaklingur geti búið áfram heima með eða án breytinga.
      • Þörf á hjálpartækjum og þá hvaða.
      • Komið með tillögur um atriði sem eiga að auka öryggi sjúklings.
      • Komið með tillögur hvernig hægt er að auðvelda og létta undir umönnun sjúklings.
    6. Iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar ráðleggja breytingar og panta hjálpartæki ef þörf er á. Fylgst er með afgreiðsluferli umsóknar á Gagnagátt www.sjukra.is.
      Skráning
      Niðurstöður heimilisathugunar og úrbætur eru skráðar í sjúkraskrá sjúklings.
        Ritstjórn

        Helga Auður Jónsdóttir - helgaaj
        Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
        Sigrún Garðarsdóttir

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ingibjörg Magnúsdóttir
        Sigrún Garðarsdóttir

        Útgefandi

        Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 05/27/2016 hefur verið lesið 1488 sinnum