../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3336
Útg.dags.: 03/28/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.02.03 COVID-19 - smit greinist óvænt hjá starfsmanni
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbrögðum ef grunur leikur á hópsýkingu COVID-19 á deild.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Stjórnandi og starfsmenn eins og lýst er í framkvæmd. Sýkingavarnadeild er til ráðgjafar og stjórnar aðgerðum ef um hópsýkingu er að ræða.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Fyrstu einkenni um COVID-19 smit eru oft mjög almenn. Þau eru t.d. einkenni frá öndunarfærum (hálssærindi, hósti, nefrennsli), hiti, slappleiki og/eða vöðva-/beinverkir.

    Einn sjúklingur greinist með smit
    Ef einn sjúklingur greinist óvænt með COVID-19 smit á deild er unnið samkvæmt verklagi: COVID-19 - smit greinist óvænt á deild.

    Einn starfsmaður greinist með smit
    Ef einn starfsmaður greinist óvænt á deild er hann strax sendur heim í einangrun.
    Stjórnandi eða staðgengill aflar upplýsinga:
    • Hvenær fékk starfsmaður fyrstu einkenni?
    • Hvaða vaktir hefur hann unnið frá fyrstu einkennum auk 24 klst. þar á undan?
    • Hvaða starfsmenn eru útsettir fyrir smiti af starfsmanni?
      • Samskipti sem vara lengur en 15 mínútur samfellt í minna en tveggja metra fjarlægð
      • Stutt náin samskipti
      • Samskipti í lokuðu rými í minna en tveggja metra fjarlægð lengur en 5-10 mínútur
      • Snertismit (metið hverju sinni)
    • Hvaða sjúklingum starfsmaður sinnti?

    Stjórnandi
    • Setur útsetta starfsmenn og sjúklinga í sóttkví.
    • Upplýsir sýkingavarnadeild strax í síma 543 1414 eða í netfangið sykingavarnadeild@landspitali.is og hefur lista yfir útsetta sjúklinga og starfsmenn tiltækan.
    • Sendir lista með nöfnum starfsmanna í heimasóttkví á netfangið: starfsmannahjukrun@landspitali.is

    Smit greinist hjá fleiri en einum starfsmanni og/eða sjúklingi
    Ef fleiri en einn starfsmaður og/eða sjúklingur greinist óvænt með COVID-19 og talið er að smitin séu tengd, upplýsir stjórnandi sýkingavarnadeild strax í síma 543 1414 eða á netfangiðsykingavarnadeild@landspitali.is og sýkingavarnadeild tekur við stjórnun aðgerða.

    Gripið er til eftirfarandi aðgerða til viðbótar við verklag þegar einn aðili greinist óvænt með COVID-19:
    • Allir sjúklingar eru settir í sóttkví á einbýli ef þess er kostur.
    • Allir starfsmenn eru settir í sóttkví. Metið er hvort hægt er að skipta starfsmönnum upp í teymi og hvort hægt er að beita sóttkví B1 hjá einhverjum hóp starfsmanna.
    • Tekin eru sýni í veiruleit af öllum starfsmönnum í sóttkví B1.
    • Allir starfsmenn nota persónuhlífar við störf:
      • Við umönnun sjúklings eins og lýst er í verklagi um sóttkví
      • Skurðstofugríma á almennu vinnusvæði
    • Starfsmenn halda 2ja metra fjarlægð við aðra starfsmenn sé þess nokkur kostur og spritta hendur fyrir snertingu við sameiginlega snertifleti.
    • Spritta snertifleti á salerni með sótthreinsiklútum og henda klút í ruslið.
    • Snertifletir í sameiginlegum rýmum eru sótthreinsaðir a.m.k. einu sinni á vakt.
    • Vinnustöð (lyklaborð, mús, músarmotta, borð) er sótthreinsað í lok hverrar vaktar.
    • Matur er pantaður í matsal og einn starfsmaður með skurðstofugrímu, í gulum sloppi og hreinar hendur nær í matinn.
    • Starfmenn fá leiðbeiningar um sóttkví starfsmanns og fylgjast með og skrá einkenni.
    • Ef starfsmenn í sóttkví B1 fá einkenni er þeim óheimilt að mæta til vinnu en hafa samband við starfsmannahjúkrunarfræðing í síma 543 1330 eða með tölvupósti á netfangið: starfsmannahjukrun@landspitali.is.
    • Meta hvort þörf sé á aukastarfsmönnum í gegnum Bakvarðasveit. Ef þörf er á því er sendur tölvupóstur á Báru Hildi Jóhannsdóttur á netfangið barajoha@landspitali.is og beðið um aðstoð frá Bakvarðasveit

    Eftirlit með sjúklingi
    • Fylgst er með einkennum hjá sjúklingum í sóttkví á a.m.k. 12 klst fresti (oftar ef þarf) og þau skráð í sjúkraskrá:
      • Lífsmörk
      • Hósti
      • Mæði
      • Hálssærindi
      • Vöðva- og/eða beinverkir
      • Breyting á bragðskyni
    • Ef grunur vaknar um smit hjá sjúklingi er fylgt verklagi um óvænta greiningu COVID-19.
    • Útskrifa má sjúklinga heim í sóttkví í samráði við vakthafandi smitsjúkdómalækni.

    Einangrun lokið
    Við ákvörðun um lok einangrunar og hvenær starfsmaður má snúa aftur til starfa er fylgt verklagi um afléttingu einangrunar.

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Anna María Þórðardóttir
Margrét Sjöfn Torp
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/27/2020 hefur verið lesið 687 sinnum