../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-1724
Útg.dags.: 10/22/2022
Útgáfa: 14.0
27.00.01.10 COVID-19 - grímunotkun starfsmanna, gesta og sjúklinga

14. útg. - Breytingar í samræmi við afnám almennrar grímuskyldu í ágúst 2022.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa almennri grímunotkun á Landspítala vegna COVID-19.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Stefnt er að því að alltaf sé annað hvort starfsmaður eða sjúklingur með grímu í innbyrðis samskiptum.

    Starfsmaður/nemi
    • ber skurðstofugrímu í beinum samskiptum við inniliggjandi sjúklinga.
    • hefur val um að nota fínagnagrímu á bráðamóttökum nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID.
    • notar grímu samkvæmt leiðbeiningum ef sjúklingur er í einangrun vegna smithættu.
    • með einkenni öndunarfærasýkingar á ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi og þá á viðkomandi starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin.

    Sjúklingar
    1. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki að nota skurðstofugrímu.
    2. Allir aðrir sjúklingar 12 ára og eldri nota skurðstofugrímu, hvort sem er á dag- eða göngudeild, eða á rannsóknardeildum (blóðsýnataka, röntgenrannsóknir o.s.frv.). Ef sjúklingur getur ekki notað grímu ástands síns vegna er heimilt að sleppa henni en þá á starfsmaður að vera með grímu.

    Gestir og aðrir aðilar
    Heimsóknargestir 12 ára og eldri og allir aðrir aðilar sem koma inn á spítalann vegna t.d. vöruafhendinga, viðgerða, funda o.s.frv. eiga að nota grímu á meðan þeir eru inni á spítalanum.

    Leiðbeiningar um grímunotkun
    1. Hendur eru hreinsaðar áður en gríma er tekin.
    2. Þess er gætt að gríma sé heil.
    3. Gríman er lögð að andliti með málmklemmuna yfir nefið og litaða hliðin snýr út.
    4. Gríma er fest:
      1. Teygjum er smeygt á bak við eyru
      2. Bönd eru hnýtt, efri bönd fyrir ofan eyru og neðri bönd fyrir neðan eyru
    5. Grímunni er hagrætt undir höku þannig að hún falli vel að andliti.
    6. Málmklemma er mótuð að nefi.
    7. Nota má grímu að hámarki í 3-4 klst. en skipta þarf fyrr ef hún er orðin rök eða skemmd.

    Gríma fjarlægð
    1. Hendur eru hreinsaðar áður en gríma er fjarlægð.
    2. Tekið er í teygjuna eða böndin (fyrst neðri bönd síðan efri bönd) og gríman færð frá andliti.
    3. Grímunni er hent í ruslafötu án þess að snerta framhlið grímunnar.
    4. Hendur eru hreinsaðar.

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Anna María Þórðardóttir
Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Hólmfríður Erlingsdóttir
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/28/2020 hefur verið lesið 3940 sinnum