../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2319
Útg.dags.: 10/19/2021
Útgáfa: 2.0
1.06.01 Beiðni um sjúkrahótel
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu á beiðni um dvöl á sjúkrahóteli fyrir sjúkling eða aðstandanda.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Beiðni fyrir sjúkling
    Sjúklingur er valinn í Sögu eða kennitala slegin inn í Sögu eða Heilsugátt
    • Í Heilsugátt er valið:
      1. Tilvísanir
      2. Sjúkrahótel
    • Beiðnin fyllt út og merkt við
      • Tímamörk forgangs
      • Dagssetningu innlagnar
      • Áætlaðan fjölda dvalardaga
      • Upplýsingar um innlagnarbeiðni eru fylltar út (hjúkrunarþarfir, ADL færni, andlegt ástand, tjáskipti, hjálpartæki, félagsleg þjónusta)
      • Stutt ágrip á sjúkrasögu ef beiðnin er fyrir sjúkling
      • Sjúkdómsgreining (ef beiðnin er fyrir sjúkling)
      • Annað (skert hreyfigeta, þörf fyrir túlk, lyf og annað sem þarf að koma fram)
    • Ýtt á "Panta" til að senda beiðnina.

    Beiðni fyrir aðstandanda
    Senda þarf beiðni fyrir aðstandendur sem gista einir á sjúkrahóteli í gegnum sjúkraskrá sjúklings og skrá upplýsingar um aðstandanda í reitinn "Annað sem þarf að koma fram" undir liðnum "Annað". Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram um aðstandandann:
    • Nafn
    • Kennitala
    • Símanúmer
    • Tölvupóstfang
    • Áætlaður dvalartími

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Sólrún Rúnarsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sólrún Rúnarsdóttir

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/04/2019 hefur verið lesið 521 sinnum