../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-032
Útg.dags.: 05/31/2024
Útgáfa: 11.0
1.03.01.01.05 Gæðahandbók - endurskoðun gæðaskjals
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa endurskoðun gæðaskjals.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Endurskoðunartími gæðaskjals er skilgreindur þegar skjal er stofnað og breytt ef ástæða þykir. Oftast er miðað við endurskoðun á 12 til 36 mánaða fresti. Skjal er endurskoðað sem fyrst ef breyting verður á verklagi.
    2. Meðlimir í ritstjórn og samþykkjendur skjals fá sendan tölvupóst mánuði áður komið er að endurskoðun. Endurskoðun ætti að ljúka innan mánaðar frá því að tilkynning berst.
    3. Ef engar breytingar eru á skjali milli útgáfa getur gæðastjóri endurútgefið skjalið án þess að setja það aftur í vinnslu.
    4. Stjórnendur og gæðastjóri ákveða í samráði við ritstjórn hvernig staðið er að endurskoðun en eftirfarandi atriði þarf að skoða:
      1. Samsetning ritstjórnar: Ef breyting hefur orðið á þeim hópi sem ber ábyrgð á ritun skjals eru viðkomandi aðilar teknir út og/eða settir inn.
      2. Efnisleg endurskoðun skjals: Gengið er úr skugga um að skjal sé í samræmi við það verklag sem viðhaft er. Einungis gæðastjóri og ritstjórn gæðahandbókar mega úrelda skjal.
      3. Leiðbeiningar frá framleiðendum: Kannað er hvort framleiðandi hefur gert breytingar á leiðbeiningum og ef svo er að innleiða þær.
      4. Fræðsluefni: Breytingatillögur eru sendar til ritstjórnar miðstöðvar um sjúklingafræðslu. Fræðsluefnið er sent til gæðastjóra þegar það er tilbúið í útgáfuferli.
      5. Frávik eða ábendingar sem tengjast verklagi: Ef skráð hafa verið frávik eða ábendingar frá síðustu endurskoðun er lagt mat á hvort tækifæri eru til framfara t.d. í tækni, bættri skráningu, einföldun verklags og öryggisatriðum.
      6. Breytingatillögur við skjal: Ef skráðar hafa verið breytingatillögur í útgefin skjöl eru þær rýndar og breytingar gerðar á skjali eins og við á og ritstjórn samþykkir. Úrvinnsla breytingatillagna er skráð og stöðu tillagna breytt í frágengið" að henni lokinni.
    5. Breytingar sem hafa áhrif á innihald eða verklag eru skráðar í dálkinn síðustu breytingar og athugasemdir" með stuttum og hnitmiðuðum texta. Ástæður breytinga eru skráðar ef við á og kvittað fyrir með dagsetningu og upphafsstöfum þess sem skráir. Ef gerðar eru breytingar í fræðsluefni er það ekki skráð.
    6. Að lokinni endurskoðun fer skjal að nýju í samþykktarferli líkt og um nýtt skjal væri að ræða.
    7. Ef engra breytinga er þörf er skjal ekki sett í vinnslu heldur endurútgefur gæðastjóri skjal óbreytt með hækkuðu útgáfunúmeri eða með því að setja inn nýja endurskoðunardagsetningu.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Margrét Sjöfn Torp
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Róbert Magnússon - robertma

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/08/2016 hefur verið lesið 343 sinnum