../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3283
Útg.dags.: 11/15/2022
Útgáfa: 4.0
15.03 COVID-19 - meðgönguvernd og bráðaþjónusta á 22A og 22B
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa móttöku konu á meðgöngu eða eftir fæðingu sem er í sóttkví, með grun um eða með staðfest COVID-19 smit og þarf á dagannareftirliti eða bráðaþjónustu að halda vegna meðgöngutengdra vandamála.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Allt starfsfólk 22A og 22B sem sinna konu þegar hún þarf dagannareftirlit eða bráðaþjónustu.

    Tekið er á móti öllum konum á stofu 1 á 21B og tímar bókaðir í samráði við ritara móttöku kvennadeilda í síma 3224 á dagvinnutíma. Haft er samráð við vaktstjóra á 21A í síma 824-5484 utan dagvinnu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Skoðun 1 á 21B er útbúin til að taka á móti konum sem eru smitaðar eða í sóttkví. Á stofunni er fóstursírriti sem er tengdur Milou, sjá COVID-19 - fóstursíritun og fósturhjartsláttarlustun hjá þungaðri konu. Hlífðarbúnaður og öll helstu áhöld eru staðsett á birgðavagni fyrir framan stofu. Þar er einnig veggspjald með leiðbeiningum um viðeigandi hlífðarbúnað.

    Undirbúningur komu og móttaka
    Móttökuherbergi er undirbúið m.t.t. ástæðu komu:
    • Áhöld og búnaður sem ekki þarf að nota er fjarlægður af stofu en geymdur fyrir framan stofu, þar sem henda þarf öllum einnota vörum eftir skoðun.
    • Starfsmaður klæðir sig í viðeigandi hlífðarbúnað skv. vinnulýsingu sýkingavarnardeildar áður en tekið er á móti sjúklingi við inngang. Viðhöfð er snerti- og dropasmitgát.
    • Sjúklingur kemur inn um sjúkrabílainngang á jarðhæð.
    • Starfsmaður tekur á móti sjúklingi í fordyri sjúkrabílainngangs.
    • Starfsmaður lætur sjúkling fá skurðstofugrímu áður en komið er inn og aðstoðar við að setja grímuna upp. Ef sjúklingur er með staðfestan COVID-19 sjúkdom eða grunur er um smit er notuð fínagnagríma án ventils (skurðstofugrímu ef ástand leyfir ekki fínagnagrímu).
    • Sjúklingur sprittar hendur.

    Hlífðarbúnaður
      Sjúklingur er í sóttkví en án einkenna COVID-19
      Starfsmaður klæðir sig í:
      • Síðerma hlífðarslopp, einnota eða margnota. Svuntu yfir hlífðarslopp eða vatnsheldum einnota hlífðarslopp ef hætta er á vætu.
      • Fínagnagrímu (allar bráðakomur)
      • Andlitshlíf eða gleraugu.
      • Einnota hanska.
      Sjúklingur er með staðfest COVID-19 smit eða grunur er um smit
      Starfsmaður klæðir sig í:
      • Einnota vatnsheldan hlífðarslopp
      • Skurðstofuhúfu
      • Fínagnagrímu FFP2 að lágmarki
      • Einnota hlífðargleraugu eða andlitshlíf
      • Hanska (extra langir).
    Þrif eftir skoðun
    Stofa er þrifin á eftirfarandi hátt:
    1. Ef sjúklingur er í sóttkví:
      • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en stofa er sprittuð er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
      • Ef margnota hlífðarsloppur er notaður er hann settur í taupoka með elikapoka og fer ofan í hreinan taupoka fyrir utan stofuna. Sá poki fer síðan á skol og í þvottahús með öðrum þvotti.
      • Ef notaðar eru margnota teygjur fyrir fóstursíritun eru þær settar ofan í elikapoka sem fer beint í þvottavél á 22B þar sem teygjur eru þvegnar á 60 gráðum.
      • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
      • Snertifletir á stofu eru sprittaðir með hreinsispritti.
    2. Ef sjúklingur er með staðfest smit eða grun um smit:
      • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en herbergi er þrifið er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
      • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
      • Ef notaðar eru margnota teygjur fyrir fóstursíritun eru þær settar ofan í elikapoka sem fer beint í þvottavél á 22B þar sem teygjur eru þvegnar á 60 gráðum.
      • Merkt er að herbergi sé lokað með því að líma skilti þess efnis á hurðina.
      • COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala.

    Ef von er á fleiri en einni konu með staðfest COVID-19 smit nægir að þrífa á milli með sóttkvíarþrifum. COVID-19 þrif eru pöntuð eftir síðustu komu.

    Frágangur eftir þrif
    Gengið er frá stofunni svo hún sé tilbúin til notkunar. Fyllt er á birgðavagn.

Ritstjórn

Ásdís Ingvadóttir - asdisin
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Jóhanna Ólafsdóttir - joholafs
María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir
Stefanía Guðmundsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Jóhanna Ólafsdóttir - joholafs
María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/17/2020 hefur verið lesið 853 sinnum