../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3347
Útg.dags.: 07/20/2022
Útgáfa: 4.0
17.01 COVID-19 - forgangsröðun skurðaðgerða sem tilheyra kvenlækningum
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa forgangsröðun skurðaðgerða sem tilheyra kvenlækningum meðan COVID-19 faraldur er á Íslandi.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Eftirfarandi forgangsröðun skurðaðgerða sem tilheyra kvenlækningum hefur verið skilgreind á Landspítala:

    Bráðaaðgerðir
    Skurðaðgerðir og sjúkdómsástand sem krefst aðgerðar án tafar.
    • Utanlegsþungun, ef ekki er ábending fyrir methotrexate meðferð
    • Lífshótandi blæðing við fósturlát sem ekki tekst að stöðva með öðrum ráðum
    • Þegar snúist hefur upp á eggjastokk (ovarian torsio)
    • Graftarsöfnun í eggjastokk og eggjaleiðara sem ekki svarar sýklalyfjameðferð
    • Bráð- og lífshótandi blæðing frá kvenlíffærum
    • Keisaraskurður
    • Bráða-cerclage á leghálsi

    Aðgerðir sem ekki geta beðið
    Aðgerðir sem stefnt er að framkvæma innan tveggja vikna frá greiningu:
    • Krabbamein í kvenlífærum eða sterkur grunur um krabbamein
      • Krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða lífhimnu (peritoneum)
      • Vöxtur á eggjastokk sem vekur grun um krabbamein
      • Krabbamein í legbol
      • Krabbamein í leghálsi
      • Krabbamein á spangarsvæði (vulva)
      • Krabbamein í leggöngum
      • Grunur um blöðruþungun
    • Cerclage á leghálsi vegna fyrri sögu
    • Fylgjuvefssýni eða legvatnsástunga eftir 18 vikna meðgöngu
    • Þungunarrof

    Aðgerðir sem geta beðið í nokkrar vikur ef ástand sjúklings leyfir
    Ef sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum metur ástandið þannig að ráðlögð bið geti valdið skaða, má flýta aðgerð.
    • Fylgjuvefssýni eða legvatnsástunga, milli 12. og 18. viku meðgöngu
    • Legspeglun eða útskaf úr legi vegna blæðingar eftir tíðahvörf
    • Keiluskurður til greiningar vegna gruns um krabbamein
    • Fjarlægja frumubreytingar vegna gruns um krabbamein á spangarsvæði (vulva)

    Aðgerðir sem geta beðið þar til COVID-19 ráðstöfunum á Landspítala er lokið
    Ef sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum metur ástandið þannig að ráðlögð bið geti valdið skaða, má flýta aðgerð.
    • Ófrjósemisaðgerð
    • Aðgerð til að fjarlægja vöðvahnúta (ekki grunur um sarkmein)
      • Myomectomy
      • Legnám
    • Kviðsjáraðgerð vegna legslímuflakks eða verkja á grindarholssvæði
    • Kviðsjáraðgerð vegna góðkynja blöðru á eggjastokks (dermoid)
    • Aðgerð vegna þvagblöðru-endaþarms eða legsigs
    • Aðgerð vegna þvagleka
    • Legspeglun vegna ríkulegra blæðinga þegar ekki er grunur um krabbamein
    • Keiluskurður vegna frumubreytinga (CIN3)
    • Kviðsjáraðgerð til greiningar vegna vanfrjósemi
    • Aðgerðir á skapabörmum
Ritstjórn

Dögg Hauksdóttir - dogghauk
Katrín Kristjánsdóttir - katrinkr
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Jónsdóttir - kjonsd
Hulda Hjartardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Dögg Hauksdóttir - dogghauk

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/03/2020 hefur verið lesið 594 sinnum