../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3340
Útg.dags.: 09/08/2020
Útgáfa: 2.0
27.00.09 COVID-19 - loftvegameðferð sjúklinga með grun um staðfest smit á gjörgæslu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa loftvegameðferð sjúklings á gjörgæslu með grun um eða staðfesta COVID-19 veirusýkingu sem þarf á innri öndunarvélarmeðferð að halda.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • Aðeins er notaður einnota loftvegabúnaður ef því er við komið s.s. slöngur, maskar, túbur, kokrennur, einnota glidescope blöð og leiðarar.
    • Veirufilterar á öndunarbelg, öndunarvél og á sog í vegg.
    • Kapnografia.
    • Öndunarvélaslöngur með lokuðu sogi eru gerðar tilbúnar og rakatæki tengt á öndunarvél.
    • Loftvegavagn er hafður fyrir utan stofuna.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Loftvegameðferð fer fram á einangrunarstofu þar sem hætta er á úða-, dropa- og snertismiti.

    Hlífðarbúnaður
    Loftvegameðferð er inngrip sem felur í sér auknar líkur á veirudreifingu. Við loftvegameðferð sjúklinga með grun um eða staðfest COVID-19 smit ber að nota eftirfarandi hlífðarbúnað:
    • Einnota vatnsheldur hlífðarsamfestingur/hlífðarsloppur
    • Skurðstofuhúfa/lambhúshetta
    • Fínagnagríma FFP2 að lágmarki
    • Einnota hlífðargleraugu
    • Tvöfaldir langir hanskar, best er að nota tvöfalda, steríla hanska. Mælt er með að líma innri hanska utan um framhandlegg svo sloppur dragist ekki tilbaka.
    • Íhuga að hafa sjúkling undir plastdúk/plasthlíf til að minnka hættu á dropasmiti við hósta
    Hlífðarbúnaði er klæðst fyrir framan fordyri. Áður en farið er inn í einangrunarrými þarf að fara úr eigin skóm og fara í skó sem tilheyra einangrunarstofunni og eru geymdir í fordyri. Hlífðarbúnaði er afklæðst í fordyri. Æskilegt er að aðstoðarmaður staðfesti að hlífðarbúnaður sitji rétt og fylgist með því að rétt sé farið úr hlífðarbúnaði.

    Undirbúningur fyrir loftvegameðferð
    Mikilvægt er að vera vel undirbúinn og yfirfara og hafa allan þann útbúnað og lyf við höndina sem þörf er á en ekki taka óþarfa hluti inn á einangrunarstofu. Það getur tekið tíma að fá hluti sem vantar inn á einangrunarstofuna auk þess sem rétt er að forðast að rjúfa einangrun oftar en nauðsyn er. Loftvegavagn er hafður fyrir utan stofuna. Stuðst er við eftirfarandi gátlista við undirbúning:

    Gátlisti-vegna-barkaþræðingar.pdfGátlisti-vegna-barkaþræðingar.pdf
    Framkvæmd loftvegameðferðar
    • Loftvegameðferð er í höndum sérfræðings í svæfingarlækningum eða þeim með mesta loftvegareynslu til að auka líkur á árangri í fyrstu tilraun og að framkvæmdin taki sem stystan tíma. Af sömu ástæðu eru reyndir gjörgæsluhjúkrunarfræðingar til aðstoðar. Ef mönnun leyfir er annar sérfræðilæknir fyrir utan sem er tilbúinn til að aðstoða eftir þörfum. Forðast er að of margir séu í kring sökum aukinnar smithættu við inngripið.
    • Gefa má súrefni í nös en ekki er mælt með notkun BiPAP eða High-flow súrefnis vegna hugsanlegrar veirudreifingar.
    • Preoxygenerað er með súrefni á belg og maskinn þarf að liggja þétt yfir vitum sjúklings.
    • Bráðainnleiðsla (RSI innleiðsla) er æskileg til að forðast að þurfa að handventilera sjúkling með belg, sem getur aukið líkur á veirudreifingu.
    • Ef þörf er á ventilation með belg á að nota lítið tidal volume og hafa veirufilter tengdan milli maska og belgs ef til þess kemur, sjá mynd 1.
    • Við barkaþræðingu er preoxygenerað vel og vöðvaslökunarlyf látið verka til fulls áður en barkarennu er rennt milli raddbanda til að forða hósta á meðan inngripinu stendur.
    • Mælt er með notkun vídeolaryngoskóps til barkaþræðingar til að halda fjarlægð frá sjúklingi.
    • Lega túbu er staðfest með kapnografiu. Þess er gætt að hafa hafa veirufilter milli túbu og kapnografiu, sjá mynd 2.
    • Eftir barkaþræðingu er farið úr ytra pari af einnota hönskum, og gættrstaklega að því að menga ekki innri hanska og að sloppur dragist ekki frá innri hönskum.
    • Forðast er eftir fremsta megni að aftengja öndunarvél, en sé það nauðsynlegt er sett klemma á barkaslöngu á meðan.
    Mynd 1Mynd 2

Ritstjórn

Kristrún Þórkelsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Gunnar Thorarensen - gunnarth
Katrín María Þormar - kata

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigurbergur Kárason
Kristinn Sigvaldason

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/31/2020 hefur verið lesið 552 sinnum