../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3352
Útg.dags.: 08/08/2022
Útgáfa: 5.0
17.01 COVID-19 - kviðsjáraðgerðir á kvennadeild
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði þegar gerð er kviðsjáraðgerð á kvennadeild Landspítala á meðan COVID-19 faraldri stendur. Markmið er að minnka líkur á smiti starfsmanna og sóttmengun skurðstofa. Verklagið gildir ef sjúklingur er með staðfest COVID-19 smit þegar aðgerð fer fram eða sterkur grunur er um smit.

    Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með COVID-19 veirusýkingu breytast. Breytingar milli útgáfa verða litaðar gular.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Eftirfarandi leiðbeiningar gilda fyrir meðferð allra sjúklinga sem mögulega þurfa kviðsjáraðgerð á meðan á COVID-19 faraldri stendur.

    Skurðlæknir
    • Metur þörf á aðgerð og íhugar hvort aðrir meðferðarmöguleikar séu til staðar sem ekki krefjast aðgerðar.
    • Óhætt er að gera kviðsjáraðgerðir ef réttur útbúnaður er til staðar sem filtrerar CO2 og reyk þegar loft er fjarlægt úr kviðarholi.
    • Íhugað er að gera frekar kviðarholsskurð ef opna þarf inn í meltingarveg (veirur hafa fundist í meltingarvegi).
    • Metur hvaða aðgerðartækni er líklegust til að stytta innlagnartíma sjúklings á deild.
    • Velur þá aðgerð sem hann telur besta fyrir sjúkling og öruggust fyrir starfsmenn á skurðstofu.
    Hlífðarfatnaður og skurðstofur
    1. Sjúklingur í sóttkví eða einangrun:
    2. Sjúklingur sem ekki er í sóttkví eða einangrun:
      • Notaður er venjulegur skurðstofufatnaður og skurðstofugríma/hlífðargleraugu.
      • Skurðstofur kvennadeildar 23A eru notaðar.

    Framkvæmd kviðsjáraðgerðar
    Mikilvægt er forðast að hleypa lofti úr kviðarholi út í andrúmsloft í öllum skrefum aðgerðar.
      • Notuð er verresnál eða far beint inn í kviðarhol með sljóum trochar. Ef notuð er opin innkoma, þá er hafður ballon á trochar og fyllt á ballon áður en kviður er loftfylltur.
      • Notað er einnota port (trochar).
      • Aldrei hleypa lofti út um ventil á porti (trochar) án þess að port sé tengt við lokað kerfi (slanga með síu sem fer í sog). Sog þarf að vera kveikt áður en ventill er opnaður.
      • Notuð eru einnota áhöld sem bæði brenna og klippa og reynt að færa áhöld sem minnst inn og út um port meðan á aðgerð stendur.
      • Loft er tæmt úr kviðarholi áður en sýni er tekið eða líffæri fjarlægt:
        1. Sjúklingur er settur í 0 stöðu.
        2. Innflæði lofts er stöðvað.
        3. Sog með síu er notað til að fjarlægja loft og reyk úr kviðarholi.
        4. Sýni eða líffæri er tekið þegar allt loft er farið úr kviðarholi.
      • Forðast er að skilja eftir dren inn í kviðarhol nema algjöra nauðsyn beri til.
      • Kviður er lofttæmdur áður en fasciu er lokað.

Ritstjórn

Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
Dögg Hauksdóttir - dogghauk
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Jónsdóttir - kjonsd

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Kristín Jónsdóttir - kjonsd

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/03/2020 hefur verið lesið 496 sinnum