../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2068
Útg.dags.: 12/20/2023
Útgáfa: 5.0
16.03.04 Brjóstagjöf - sveppasýking í geirvörtum
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa mati á einkennum og meðferð við sveppasýkingu í geirvörtum.

    Sveppur (Candida albicans) er undir eðlilegum kringumstæðum á húð og í slímhúð án þess að valda einkennum. Sýkillinn sem veldur sveppasýkingu vex á heitum, dimmum og rökum svæðum, getur verið í munni barns, á geirvörtu og í mjólkurgöngum. Sveppurinn nær að fjölga sér ef það verður ójafnvægi í húðflórunni eins og til dæmis eftir sýklalyfjagjöf. Geirvörtur geta sýkst af sveppasýkingu, sem veldur sársauka í geirvörtum. Sveppsýkingin getur byrjað hvenær sem er þrátt fyrir sársaukalausa brjóstagjöf.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur eða læknir við mat og meðferð konu þegar grunur er um sveppasýkingu í geirvörtum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mat á einkennum
    • Fyrstu einkenni hjá móður eru kláði og pirringur í húð. Hvítir flekkir geta sést á geirvörtubaug og hvít skán í munni barns, einnig rauð og upphleypt húð á bleiusvæði. Móðir finnur brunatilfinningu við brjóstagjöf og á milli gjafa. Geirvartan getur orðið rauð og glansandi með eins og litlum upphleyptum bólum (mynd 1). Sveppasýking í mjólkurgöngum getur lýst sér sem stingir eða sviða/brunatilfinning sem leiðir inn í brjóstið og getur staðið í um klukkustund eftir brjóstagjöf.
    • Mikilvægt er að greina orsökina rétt og meðhöndla á réttan hátt eftir því hvor orsökin er bakteríu- eða sveppasýking. Sýkingin getur líka verið blanda af sveppa- og bakteríusýkingu.
    • Móðir er upplýst um mikilvægi hreinlætis.


      Mynd 1. Sveppasýking á geirvörtu

    Meðferð
    1. Nystatin Orifarm 100.000 a.e./ml (IU/ml) mixtúra: 1 ml er borinn á slímhúð í munni barnseftir gjöf að lágmarki fjórum sinnum á dag (helst eftir hverja gjöf) í tvær vikur og einnig á geirvörtur og geirvörtubauga móður.
    2. Dactacort krem sem inniheldur sveppaeyðandi lyf (miconazol) og vægan stera sem er kláðastillandi og bólgueyðandi (hydrocortison). Móðir er upplýst um að hún þurfi að þvo geirvörtu fyrir og eftir brjóstagjöf.
    3. Diflucan (fluconazole) töflur/hylki ef grunur er um sýkingu inni í mjólkurgöngunum. Teknar eru samtals um munn 4 stk. af 150 mg töflum (300 mg fyrsta daginn, 150 mg annan daginn og 150 mg þriðja daginn).

    Skráning
    Meðferð er skráð í sjúkraskrá og greiningarnúmer ICD-O91.0 Sýking í geirvörtu tengt barnsburði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Andrews, J.I., Fleener, D.K., Messer, S.A., Hansen, W.F., Pfaller, M.A. og Diekema, D.J. The yest connection: Is candita linked to breastfeeding associated pain? American Journal of Obstetrics & Gynecology; October, 2007.
    2. Walker, M. Breastfeeding Management for the Clinician. Using the evidence. Fifth edt. Canada: Jones and Bartletts Publishers; 2021.
    3. Walker, M. Are there any cures for sore nipples? Clinical Lactation; 2013 4(3).
    Ritstjórn

    Eva Jónasdóttir - evajonas
    Ingibjörg Eiríksdóttir - ingieiri
    Kolbrún Gísladóttir
    Margrét Sjöfn Torp

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Jóhanna Ólafsdóttir - joholafs
    María G Þórisdóttir
    Hulda Hjartardóttir

    Útgefandi

    Kolbrún Gísladóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 11/22/2016 hefur verið lesið 446 sinnum