../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-138
Útg.dags.: 11/08/2022
Útgáfa: 5.0
1.04.02.04 Atvik tengd sjúklingum - atvikaskráning í atvikagrunn
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu í rafrænan atvikagrunn vegna atvika sjúklinga á Landspítala.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Starfsmaður skráir atvik í rafrænan atvikagrunn Landspítala. Reynt er að hafa skráðar upplýsingar vandaðar, réttar og hlutlægar, og lýsa glögglega því sem átti sér stað.
    • Stjórnendur skrá hugsanlegar orsakir atvika í úrvinnslu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Persónuskráning sjúklingsPersónuskráning sjúklings
      • Byrjað er á að fylla út persónuatriði sjúklings eins og sýnt er á myndinni. Síðan er fyllt út í reitina hvar og hvenær atvikið átti sér stað. Hvoru tveggja nauðsynlegt til þess að tryggja rekjanleika atviksins.
        • Ef atvikið tengist ekki einstökum sjúklingi er skráð talnaruna í kennitölureitinn, t.d. 000000 eða 999999 og ekkert skráð í reitinn nafn eða heimilisfang. Ekki er ýtt á hnappinn Fletta upp"
      • Í þessum hluta er einnig hægt að lýsa ástandi sjúklings og er það fyllt út eftir því sem við á.
      • Ef sjúklingur er með bókstafi í kennitölu eða með tímabundna kennitölu (t.d. nýfætt barn eða hælisleitandi) virkar hnappurinn fletta upp" ekki. Þá er kennitalan skráð (sleppa bókstöfum) og fyllt út í reitinn nafn.
      Hide details for Stöðluð lýsingStöðluð lýsing
      • Aðeins er merkt við einn af 12 flokkum atvika. Á sama hátt er einungis merkt við einn undirflokk sem opnast. Þar sem undir/undirflokkar eru til staðar er merkt við einn þeirra.
      • Atvikinu er lýst með frjálsum texta í reitnum "Nánari lýsing"
      Hide details for Afleiðingar atviksAfleiðingar atviks
      Hér er aðeins merkt við einn hinna 13 flokka afleiðinga og einn undirflokk þar undir. Merkt er við alvarlegustu afleiðinguna en öðrum afleiðingum lýst í reit 14 "Aðrar afleiðingar áður ótilgreindar" ef þörf krefur. Ef enginn flokkanna á við er afleiðingum lýst í þeim reit 14. Þar má einnig setja frekari útskýringar.
      Hide details for Aðilar að atvikinuAðilar að atvikinu
      Í þessar reiti er skráð hvaða starfsstéttir koma að atviki. Ekki eru skráð nöfn.
      Hide details for Viðbrögð deildarViðbrögð deildar
      • Í reitinn: "Viðbrögð við atviki" er skráð til hvaða ráðstafana var gripið eftir að atvikið uppgötvaðist. Þarna gefst einnig kostur á að lýsa afleiðingum atviksins stuttlega með eigin orðum.
      • Í reitinn: "Hvernig má koma í veg fyrir að svona atvik endurtaki sig - tillögur um leiðir", er einungis skráð tillögur um úrbætur ef starfsmaður hefur þær. Ekki er skráð um hugsanlega tilurð atviksins.
      • Í reitinn: "Atvik hefur verið tilkynnt" þarf aðeins að merkja í 3 efstu reitina ef við á. Tilkynning um skráninguna fer sjálfkrafa til yfirlæknis og deildarstjóra með tölvupósti.
      Hide details for Senda skráninguSenda skráningu
      Þegar skráningu er lokið er ýtt á hnappinn
      Skráning fer þá í gagnagrunn sem sem er aðgangsstýrður og fá tilgreindir aðilar tilkynningu um skráninguna.

Ritstjórn

Kristrún Þórkelsdóttir
Anna María Þórðardóttir
Elísabet Benedikz

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/26/2016 hefur verið lesið 1686 sinnum