../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-1426
Útg.dags.: 04/05/2020
Útgáfa: 12.0
21.08.01 Súrefnisgjöf
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa súrefnisgjöf, búnaði, tengingum og eftirliti með súrefnismeðferð.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Læknir gefur og skráir fyrirmæli um súrefnismeðferð. Hjúkrunarfræðingur velur súrefnisbúnað út frá fyrirmælum og hefur súrefnismeðferð. Ef um bráðatilfelli er að ræða er súrefnismeðferð hafin án fyrirmæla læknis. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði hafa eftirlit með súrefnisgjöf, tengingum og aukaverkunum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Sérstakar varúðarráðstafanir
    Aldrei má tengja súrefnisslöngu við loft, því þarf að gæta sérstaklega að tengingum:
    • Við upphaf vaktar.
    • Ef sjúklingur hefur verið aftengdur og tengdur aftur, t.d. við salernisferð eða flutning í rannsókn.
    • Ef súrefnismettun versnar skyndilega.

    Fyrirmæli læknis
    • Súrefni er lyf og fyrirmæli eru skráð í lyfjaávísunarkerfi, hvort sem meðferðin er reglubundin eða eftir þörfum. Í fyrirmælum er skráð:
      • Að hvaða súrefnismettun er stefnt og/eða magn súrefnisgjafar sem l/mín eða í prósentum (%)
      • Leið súrefnisgjafar (gleraugu, gríma o.s.frv.)
    • Í bráðatilvikum þarf ekki að skrá fyrirmæli um súrefnisgjöf í upphafi meðferðar.

    Búnaður til súrefnisgjafar
    Valinn er búnaður samkvæmt fyrirmælum og miðast búnaður við ástand sjúklings og súrefnisþörf, sjá: Búnaður notaður til súrefnisgjafar.

    Tenging súrefnis í vegg
    • Tengi fyrir súrefni og loft eru í vegg fyrir ofan rúmstæði sjúklings.
    • Súrefni er alltaf merkt með hvítu og loft er merkt með svörtu.
    • Súrefnismælar eru með hvíta slöngu sem tengist í súrefnistengi (hvítt) í vegg.
    • Súrefnismælar gefa mismikið súrefni frá 0,2 l/mín. og upp í 15 l/mín. Valinn er súrefnismælir sem er með mælikvarða sem sýnir það magn sem sjúklingur á að fá.
    • Ef skipt er hjá sjúklingi á milli tveggja eða fleiri súrefnisgjafaleiða (s.s. BiPAP V60 vélar, súrefnisgrímu, súrefnisgleraugna) er öruggast að nota millistykki og tryggja að allar gjafaleiðir séu örugglega tengdar í súrefnisinntak.



    Tenging súrefnis á súrefniskút
    • Súrefniskútar eru hvítir.
    • Þegar súrefniskútur er notaður er gengið úr skugga um að nægt súrefni sé á kútnum og viðeigandi stærð valin. Til að opna fyrir súrefnið er "lokanum" snúið í átt á +.
    • Súrefnisslanga er tengd við kútinn og viðeigandi lítrafjöldi stilltur inn. Á eldri gerð súrefniskúta er "krani" sem þarf að opna fyrir. Sama krana er snúið til sjá hve mikið súrefni er eftir á kútnum. Stilling súrefnis á eldri gerðinni er á mæli sambærilegum veggmæli.



    Eldri gerð


    Tenging súrefnis á öndunarvélar
    Fylgt er leiðbeiningum: Öndunarvélar - tenging súrefnis á vél.
      Magn súrefnis stillt
      Súrefnisgjöf er stillt samkvæmt fyrirmælum. Mismunandi er eftir súrefnismælum hvert viðmiðið á mælinum.
      • Efst á mælinum sést við hvað er miðað:
        • Flestir mælar miða við að efri mörk kúlunnar nemi við viðkomandi strik.
        • Sumir mælar miða við að kúlan sé á miðju striki, þ.e. skeri viðkomandi strik.

      Eftirlit með súrefnismeðferð
      • Gengið er úr skugga um að sjúklingur sé með súrefnismagn samkvæmt fyrirmælum og að allar tengingar séu í lagi.
      • Fylgst er með súrefnismettun skv. fyrirmælum um eftirlit með lífsmörkum.
      Framlengingarslöngur
      • Þegar notaðar eru framlengingarslöngur (bubble tube) verður alltaf að nota millistykki og tryggja að slönguendar séu þéttir.
      • Aldrei má plástra samskeyti.
      Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Berman, A., Snyder, S.J. & Frandsen G. (2016). Kozier & Erb’s Fundamentals of Nursing. Concepts, process and practice (10. útg.) Kafli 50. London: Pearson.
      2. B R O'Driscoll, L S Howard, J Earis, og V Mak, British Thoracic Society Guidline for oxygen use in adults in healthcare and emergency settings . BMJ Open Respir Res. 2017; 4(1)
      3. Guðrún Magney Halldórsdóttir ( 2000) Súrefnisnotkun, helstu gjafaleiðir og umgengnisreglur. BSc ritgerð HÍ.
      4. Gunnar Guðmundsson (formaður vinnuhóps) (2010). Klínískar leiðbeiningar um bráðameðferð með súrefni á Landspítala.
      5. Moga C, Chojecki D. (2016) Oxygen therapy in acute care settings. Edmonton (AB): Institute of Health Economics
      6. Sofia Batool, Rakesh Garg (2017) Appropriate Use of Oxygen Delivery Devices, The Open Anesthesiology Journal, 2017, 11, 35-38
      7. Stella Hrafnkelsdóttir hjúkrunarfræðingur súrefnisþjónustu Landspítala, munnlegar heimildir.
      8. Urden, L.D., Stacy,K.M og Lough,M. ( 2016). Priorities in Critical Care Nursing. (7.útg.). USA:critical Care Nursing. Elsevier Mosby.


      Ritstjórn

      Alda Gunnarsdóttir
      Gunnar Guðmundsson
      Anna María Þórðardóttir
      Guðrún Bragadóttir - gudbraga
      Sigríður Heimisdóttir - sigridhe
      Stella S. Kemp Hrafnkelsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Guðrún Árný Guðmundsdóttir - gudrgudm
      Sif Hansdóttir - sifhan

      Útgefandi

      Guðrún Bragadóttir - gudbraga

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 06/20/2017 hefur verið lesið 2760 sinnum