../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2389
Útg.dags.: 08/21/2019
Útgáfa: 1.0
22.01.02 Lífsmörk fullorðinna - þráðlaus sending lífsmarka í sjúkraskrá - Welch Allyn lífsmarkatæki
Prentvæn útgáfa fyrir vef á pdf formi

    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við mælingu lífsmarka með Welch Allyn Connex mónitor og sendingu gagna í sjúkraskrá.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraliði eða starfsmenn, sem hlotið hafa þjálfun í að mæla lífsmörk.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    Welch Allyn Connex Spot® Monitor lífsmarkatæki með skanna
    • Auðkenniskort starfsmanns með strikamerki
    • Auðkennisarmband sjúklings með strikamerki
    • Þráðlaust netsamband
    • Sótthreinsiklútar og einnota plasthlíf á eyrnahitamæli
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Smitleiðir rofnar
    Margnota búnaður er hreinsaður með einnota sótthreinsiklút skv. verklagi sýkingavarnadeildar. Ekki má nota spritt.
    Hreinsa þarf á milli sjúklinga:
    • Blóðþrýstingsmancettu (óþarfi ef hver sjúklingur hefur sína mancettu)
    • Súrefnismettunarmæli
    • Yfirborð eyrnahitamælis
    • Snertiskjá tækis
    • Snúrur
    • Aðrir fletir á tækinu sem hafa verið snertir
    Einnota plasthlífar eru notaðar á eyrnahitamæli við mælingu og hent eftir hverja notkun.
    Ef tækið er notað hjá sjúklingi í einangrun má ekki nota það fyrir aðra sjúklinga fyrr en lokaþrif hafa verið framkvæmd á tækinu.

    Undirbúningur
    1. Kveikt á lífsmarkatæki.
    2. Gæði nettengingar er könnuð. Hún þarf að vera tvö til þrjú strik til að auðkenning starfsmanns, sjúklings og rafræn sending gagna sé möguleg.


    Auðkenning starfsmanns
    Starfsmaður auðkennir sig í tækið með því að ýta á merki efst í vinstra horni.

    Valmyndin opnast í flipanum "Clinician".
    Starfsmaður skannar strikamerki á auðkenniskorti og ýtir á hnappinn "Sign in".

    Auðkenning starfsmanns birtist á skjá hægra megin en sést einnig alltaf efst vinstra megin á skjánum.
    Ýtt er á "Home" hnappinn á snertiskjánum.

    Auðkenning sjúklings
    Strikamerkt armband sjúklings er skannað. Auðkenni sjúklings sést á skjánum.
    Starfsmaður biður sjúkling að segja nafn og/eða kennitölu og ber saman við auðkenni á skjá.

    Mæling lífsmarka og stigun
    Lífsmörk eru mæld.
    Tækið mælir blóðþrýsting, púls, hita og súrefnismettun.
    Starfsmaður:
    • Telur öndunartíðni
    • Metur meðvitund skv. AVPU
    • Athugar hvort sjúklingur fái súrefni og þá hve mikið
    Ofangreindir viðbótarþættir eru skráðir í lífsmarkatækið með því að ýta á línuna neðst á skjánum og opnast skráningargluggi fyrir þá þætti.


    Tækið reiknar sjálft út NEWS stig ef skráð eru gildi í alla reiti nema verki (P).
    Reiknað NEWS gildi tækis varpast ekki í sjúkraskrá.

    Rafræn sending mælinga
    • Ýtt er á "Save" og við það vistar tækið mæligildin og sendir gögnin í sjúkraskrá. Gögnin sendast ekki ef netsamband er ekki nægilega gott (tvö til þrjú strik).
    • Við sendingu í sjúkraskrá reiknar sjúkraskrá út NEWS stig sjúklings.

    Næsti sjúklingur mældur
    Ef sami starfsmaður mælir næsta sjúkling skannar hann auðkennisarmband hans og auðkennir hann og mælir sbr. að ofan og svo koll af kolli. Margnota búnaður er hreinsaður með einnota sótthreinsiklút skv. verklagi sýkingavarnadeildar milli sjúklinga og einnota plasthlífar eru notaðar á eyrnahitamæli við mælingu.

    Endursending mælinga
    • Til að athuga hvort sending mæligilda hafi tekist eða til að endursenda er farið í gluggann "Review". Sjást þá öll mæligildi allra sjúklinga sem eru vistuð í tækinu 24 klst. aftur í tímann.
    • Ef sending hefur tekist er umslag fyrir neðan nafn sjúklings.
    • Ef umslag birtist ekki þarf að senda mælinguna í sjúkraskrá. Merkt er í kassa fyrir framan þau nöfn sem senda þarf og ýtt á "Send". Ef sending tekst/heppnast birtist umslag fyrir neðan nafn sjúklings.


    Útskráning starfsmanns
    Ýtt er á merki efst í vinstra horni til að komast í auðkenningarviðmót starfsmanns.

    Valmyndin opnast í flipanum "Clinician"
    Innskráður starfsmaður ýtir á hnappinn "Sign out".


Ritstjórn

Adeline Tracz - adeline
Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/26/2019 hefur verið lesið 1602 sinnum