../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-060
Útg.dags.: 11/30/2023
Útgáfa: 4.0
1.06.1 Skráning aðstandenda í sjúkraskrá Sögu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við skráningu aðstandenda í persónuupplýsingar í Sögu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Heilbrigðisstarfsmenn/ritarar yfirfara og uppfæra upplýsingar:
    1. Við innköllun.
    2. Við stofnun nýrrar lotu eða innan einnar klukkustundar frá komu (1).
    3. Ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti við endurteknar komur innan lotu.
    4. Jafnóðum og sjúklingur eða aðstandandi lætur vita af breytingum á upplýsingum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Aðstandendaskráningu má gera í öllum einingum Sögu með eftirfarandi leiðum:
    • Í fellivallista "Saga - aðstandendur"
    • Í Persónuupplýsingum
    • Með flýtileið "Ctrl + Shift + F"
    1. Til að bæta við aðstandanda er smellt á:
      • "Nýr úr þjóðskrá" ef aðstandandi er með sama fjölskyldunúmer samkvæmt þjóðskrá, með þekkta kennitölu og/eða fullt nafn
      • "Nýr utan þjóðskrár" ef fullt nafn eða kennitala er ekki þekkt
    2. Upplýsingar eru yfirfarnar og bætt við heimasíma, farsíma, tengslum við sjúkling og netfangi ef við á.
    3. Með því að hægrismella á aðstandanda er aðstandandi merktur:
      • Nánasti aðstandandi (aðeins einn getur verið nánasti aðstandandi)
      • Má veita upplýsingar (sjúklingur er spurður hvort veita megi viðkomandi upplýsingar)
      • Hvort viðkomandi hafi forræði (mikilvægt þegar um börn er að ræða)
    4. Þegar eyða á færslu/aðstandanda af listanum er viðkomandi lína valin og smellt á "Eyða" neðst í glugganum eða hægrismellt og valið "Eyða færslu".

    Ef einstaklingur hringir og óskar eftir breytingu á skráningu aðstandanda er eftirfarandi verklagi fylgt: Breyting á skráningu aðstandenda að beiðni einstaklings án meðferðartengsla.
    Nánari leiðbeiningar um skráningu aðstandenda má finna á vefsíðu Origo.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/15/2016 hefur verið lesið 843 sinnum