../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3353
Útg.dags.: 01/21/2022
Útgáfa: 3.0
15.03 COVID-19 - innlögn konu með staðfest smit á 22A vegna vandamála tengdum meðgöngu

3. útgáfa: Breytingar eru merktar með gulri yfirstrikun.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa ferli við innlögn konu á 22A með staðfest COVID-19 smit eða sterkan grun um smit vegna vandamála tengdum meðgöngu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Fjöldi starfsmanna sem umgangast konu er takmarkaður og þeir eiga ekki að sinna öðrum sjúklingum á sama tíma.
    • Í allri umgengni og meðferð er fylgt snerti- og dropasmitgát og klæðst viðeigandi hlífðarbúnaði.

    Ákvörðun um innlögn
    • Þunguð kona með jákvætt COVID-19 smit er lögð inn á meðgöngu- og sængurlegudeild 22A ef ástæða innlagnar tengist meðgöngu.
    • Ef meta á ástand konu m.t.t. þess hvort þörf sé á innlögn er tekið á móti henni á stofu 1 á 21B.
    • Ákvörðun um innlögn er tekin af vakthafandi fæðinga- og kvensjúkdómalækni.
    • Innlagnarlæknir hefur samband við vaktstjóra á meðgöngu- og sængurlegudeild og lætur vita að fyrirhuguð sé innlögn konu með staðfest COVID-19 smit.
    Undirbúningur á deild
    • Vaktstjóri á meðgöngu- og sængurlegudeild.
      • Undirbýr einangrunarherbergi (stofu 26 ef hægt er, annars einbýli með salerni) og ákveður hvaða ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur sinnir konu.
      • Tryggir að engir starfsmenn eða sjúklingar séu á ganginum þegar kona kemur á deild.
    • Sérfræðilæknir á Kvennadeild hefur samráð við svæfingalækni og nýburalækni ef grunur er um að konan fari fljótlega í fæðingu og lætur vaktstjóra fæðingarvaktar vita af konu og mögulegum flutningi á 23B.
    Móttaka konu
    • Konu er leiðbeint um aðkomu að Landspítala (sjúkrabílainngangur í kvennadeildarhúsi) eða pantaður sjúkrabíll ef þörf er á.
    • Ljósmóðir íklædd viðeigandi hlífðarbúnaði tekur á móti konu.
    • Kona á að vera með fínagnagrímu án ventils ef ástand leyfir annars skurðstofugrímu og með sprittaðar hendur.
    • Annar starfsmaður íklæddur viðeigandi hlífðarbúnaði, rýmir leið, tekur frá forgangslyftu og heldur opinni fyrir flutning. Hefur tiltækt auðkenniskort til að opna dyr og lyftu. Einnig sprittar hann alla snertifleti á flutningsleið, þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.
    • Flutningsleið er frá sjúkrabílainngani um lyftu á B gangi. Enginn annar en kona og nauðsynlegir flutningsaðilar mega vera í lyftu við flutning.
    • Konu er fylgt stystu leið inn á skilgreinda stofu (stofu 26 ef hægt er, annars einbýli með salerni).
    Mat við komu á deild
    Auk hefðbundins mats er mælt með:
    • Að meta ástand konu vegna COVID-19 smits, s.s. mæla öndunartíðni og súrefnismettun.
    • Fósturhjartsláttarriti. Óvenju mikið var um fósturstreitu hjá börnum smitaðra mæðra í Kína og því er mælt með þessu.
    Umönnun
    • Ekkert bendir til þess að COVID-19 smitist með leggangavessum en COVID-19 hefur fundist í hægðum.
    • Auk hefðbundinnar umönnunar er mælt með:
      • Að fylgjast með súrefnismettun á klukkustundar fresti og oftar ef þörf krefur.
      • Að hafa vökvaskrá ef kona er með töluverð öndunarfæraeinkenni.
    Ef kona fer í fæðingu
    Fylgt er eftirfarandi verklagi varðandi flutning:
    • Vaktstjóri meðgöngu- og sængurlegudeildar lætur vaktstjóra á fæðingarvakt eða skurðstofu vita af væntanlegri fæðingu.
    • Flutningsleið frá meðgöngu- og sængurlegudeild á fæðingarvakt er um lyftu á B gangi. Enginn annar en kona og nauðsynlegir flutningsaðilar mega vera í lyftu við flutning.
    • Flutningsleið er rýmd fyrir flutning.
    • Gangar eru rýmdir áður en farið er með sjúklinginn þar um og öllum hurðum lokað (sjúklingarými, starfsmannarými).
    • Ljósmóðir fylgir konu á fæðingarvakt eða skurðstofu. Kona á að vera með fínagnagrímu án ventils ef ástand hennar leyfir, annars skurðstofugrímu, í slopp og með sprittaðar hendur. Ef kona fer í keisaraskurð er hún auk þess með skurðstofuhúfu.
    • Starfsmaður í viðeigandi hlífðarbúnaði fylgir ljósmóður og sprittar alla snertifleti á flutningsleið þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir. Hefur tiltækt auðkenniskort til að opna dyr og lyftu.

    Þrif
    • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en herbergi er þrifið er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
    • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
    • Merkt er að herbergi sé lokað með því að líma skilti þess efnis á hurðina.
    • COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala.
    • Ekki er þörf á sýnatöku að loknum þrifum.

Ritstjórn

Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/04/2020 hefur verið lesið 420 sinnum