../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-1465
Útg.dags.: 10/28/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.07.02.01 COVID-19 - viðbúnaður á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B/C
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði á dag- og göngudeild krabbameinslækninga 11B/C vegna COVID-19 faraldurs. Viðbragðshópur dag- og göngudeildarinnar er skipaður af: Agnesi Smáradóttur, Signý Völu Sveinsdóttur, Þórunn Sævarsdóttur, Stellu Maríu Óladóttur, Valgerði Sigurðardóttur og Nínu G Heimisdóttur.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Bakvakt hjúkrunarfræðinga deildarinnar er frá 16:00-20:00 mánudaga til föstudaga. Þar getur sjúklingur í lyfjameðferð á 11 B/C haft samband við skiptiborð spítalans sem flokkar erindi og sendir skilaboð á hjúkrunarfræðing á bakvakt sem sinnir erindinu.
    • Starfsmenn fylgja verklagi um sýkingavarnir vegna COVID-19.
    • Áhersla er á að hvetja sjúkling og aðstandendur til hreinlætis.

    Aðgerðir til að fækka komum og draga úr umgengni
    • Mælst er til þess að sjúklingur komi einn í viðtöl og til meðferðar sé þess kostur. Þurfi hann aðstoð fylgdarmanns er óskað eftir því að aðeins einn aðili fylgi sjúklingi.
    • Læknisviðtölum hefur verið breytt í símtöl þar sem það er hægt.
    • Fræðsluviðtölum hjúkrunarfræðinga hefur verið breytt í símtöl þar sem það er möguleiki.
    • Viðbótarmeðferðum með Zometa er frestað eins og kostur er.
    • Sjúklingur kemur í viðtal og lyfjagjöf sama dag þegar um er að ræða stuttar lyfjagjafir.

    Aðgerðir til að draga úr smithættu
    • Sjúklingi með hita eða önnur einkenni sem gætu samrýmst COVID-19 er leiðbeint um að panta sýnatöku á Heilsuvera.is eða í síma 1700. Ef einkenni eru alvarleg er honum bent á að fara á bráðamóttöku.
    • Innskráningarstandar eru í notkun en ræstiþjónusta sprittar þá reglulega. Einnig eru sjúklingar beðnir um að spritta hendur fyrir og eftir notkun.
    • Stólum er fækkað á biðstofu og öll blöð fjarlægð.
    • Stólar á skoðunarstofum eru færðir frá skrifborðum og snertifletir sprittaðir á milli sjúklinga.
    • Sjúklingar og aðstandendur eru með skurðstofugrímu á meðan þeir dvelja á Landspítala.
    • Sjúklingar spritta hendur við komu á deild 11B og 11C.
    • Engir aðstandendur koma á 11B.
    • Allir starfsmenn nota starfsmannafatnað Landspítala.
    • Komugjald greiðist í heimabanka.

    Sjúklingur í sóttkví eða einangrun
    • Reynt er að fresta meðferð hjá sjúklingi sem er í sóttkví. Þegar upplýsingar berast um að sjúklingur í meðferð sé í sóttkví, skráir teymisstjóri eða vaktstjóri viðkomandi í hópinn ,,sóttkví/einangrun vegna COVID" í Heilsugátt og lætur ábyrgan sérfræðilækni vita.
      1. Krabbameinslæknar fara yfir listann á föstudögum og ákveða hvort óhætt að fresta meðferð þar til sóttkví er lokið.
      2. Blóðlæknar fara yfir sinn lista á fimmtudögum.
    • Ef metið er að sjúklingur í sóttkví þurfi meðferð er fylgt verklagi um krabbameinslyfjameðferð hjá sjúklingi í sóttkví.
    • Ef sjúklingur er með staðfest COVID-19 smit frestast meðferð í að minnsta kosti 21 dag frá greiningu smits eða þar til sjúklingi er batnað.

Ritstjórn

Agnes Smáradóttir - agnessma
Kristrún Þórkelsdóttir
Margrét Sjöfn Torp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Þórunn Sævarsdóttir
Signý Vala Sveinsdóttir - signysv
Agnes Smáradóttir - agnessma

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/22/2020 hefur verið lesið 670 sinnum