../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2543
Útg.dags.: 01/19/2023
Útgáfa: 2.0
25.00.03.02.02 COVID-19 - Sotrovimab - blöndun, inngjöf og geymsla
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa blöndun, inngjöf og geymslu á sotrovimab. Sotrovimab er einstofna mótefni.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • 10 ml sprauta til að draga lyf úr hettuglasi
    • Uppdráttarnál
    • NaCl 0,9% 100 ml innrennslispoki fyrir lyfjaíblöndun
    • Innrennslissett: Volumat Line (VL ON70, oncology 0,2 µm filter, PVC free)
    • Lyfjadæla fyrir innrennslispoka
    • Bráðameðferðarlyf eiga að vera til staðar.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Xevudy (sotrovimab) kemur í hettuglasi 500 mg innrennslisþykkni.
    • Lyfið geymist í kæli (2-8°C).
    • Geymsluþol eftir íblöndun: Ráðlagt er að gefa lyfið strax eftir blöndun.
    • Ef ekki er hægt að gefa lausn eftir blöndun má geyma hana við stofuhita (allt að 25°C) í allt að 6 klukkustundir eða í kæli (2-8°C) í allt að 24 klukkustundir.
    • Öryggisreglum (6R) um lyfjagjafir er fylgt.

    Undirbúningur fyrir blöndun
    1. Eitt hettuglas af lyfinu er tekið úr kæli (2-8°C). Lyfið er látið ná stofuhita í um 15 mínútur í pakkningunni (til að verja ljósi).
    2. Hettuglasið er skoðað og tryggt lyfið sé án agna og glasið hafi ekki orðið fyrir skemmdum. Ef hettuglasið er talið ónothæft er því fargað og hafinn undirbúningur á ný með nýju hettuglasi.
    3. Hettuglasinu er snúið gætilega í hringi nokkrum sinnum fyrir notkun án þess að loftbólur myndist. Hvorki má hrista hettuglasið né sveifla því kröftuglega.
    Blöndun lausnar til innrennslis
    1. Hendur eru hreinsaðar og klæðst er hönskum. Notuð eru aseptísk vinnubrögð.
    2. Tappi er losaður af hettu og gúmmí sprittað með klórhexidínspritti og látið þorna.
    3. Dregnir eru 8 ml úr hettuglasinu.
    4. Dælt er 8 ml af sotrovimab í 100 ml NaCl 0,9 % innrennslispoka. Eftir blöndun er styrkur lausnar 5 mg/ml.
    5. Því sem eftir er í hettuglasinu er fargað.
    6. Innrennslispokanum er velt gætilega fram og til baka 3-5 sinnum fyrir innrennslið. Forðast þarf loftbólumyndun og að hvolfa innrennslispokanum.
    7. Lyfjapokinn með íblöndunarlyfinu er merktur með miða þar sem fram kemur:
      • Styrkleiki lyfs (mg/ml) og magn lyfs (ml)
      • Heiti lyfs
      • Upphafsstafir þess sem blandar lyfið, dagsetning og tími

    Lyfjagjöf
    1. Innrennslissett er fyllt (Volumat Line (VL ON70, oncology 0,2 µm filter, PVC free).
    2. Lyfið er gefið í dreypi í bláæð með lyfjadælu á 30 mínútum (200 ml/klst.).
    3. Þess er gætt að gefa allt lyfið úr pokanum. Því er mikilvægt að skola innrennslissettið í lok gjafar, á sama hraða og lyf var gefið.
    4. Fylgst er með innrennslistengdum aukaverkunum á meðan á innrennsli stendur og einni klukkustund eftir að því lýkur. Lyfjagjöf er strax stöðvuð ef alvarleg einkenni koma fram.

    Ritstjórn

    Kristjana Kristinsdóttir - Kristjana
    Þórunn K Guðmundsdóttir
    Þórunn Óskarsdóttir - thorunos

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Tinna Rán Ægisdóttir - tinnara

    Útgefandi

    Kristjana Kristinsdóttir - Kristjana

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 02/14/2022 hefur verið lesið 407 sinnum