../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3346
Útg.dags.: 07/15/2021
Útgáfa: 4.0
25.00.03.05 COVID-19 - notkun svefnvéla/heimaöndunarvéla (CPAP/VPAP/AutoCS) við grun um eða staðfest smit
    Hide details for TilgangurTilgangur
    lýsa notkun heimaöndunarvéla (CPAP/VPAP/AutoCS) hjá fullorðnum með grun um eða staðfest COVID-19 smit á sjúkrahúsi og nauðsynlegum breytingum á meðferð og stillingu véla.
    Almennt eru svefn-/heimaöndunarvélar ekki notaðar á sjúkrahúsi og er slík notkun einungis leyfð í sérstökum undantekningartilfellum í samráði við lungnalækni og svefndeild.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Hjúkrunarfræðingar og læknar, sem sinna COVID-19 smituðum sjúklingum sem nota heimaöndunarvélar.
    • Svefndeild veitir ráðgjöf kl. 8-16 virka daga.
    Hide details for Notkun svefn-/heimaöndunarvéla á sjúkrahúsiNotkun svefn-/heimaöndunarvéla á sjúkrahúsi
    Sjúklingur
    • Sjúklingur sem notar CPAP/VPAP/Auto CS á að sofa með hátt undir höfði, í 45° halla.
    • Forðast þarf notkun slævandi lyfja fyrir svefn.
    • Gefa má súrefni yfir nótt til að halda súrefnismettun SpO2 > 94%.
      • Hjá sjúklingum með langvinna koltvísýringsbilun er markgildi súrefnismettunar SpO2 88-92%.

    Stofa sjúklings
    Stofa sjúklings ætti að vera einstaklingsstofa, helst þrýstingsstýrð, sé þess nokkur kostur.

    Starfsmenn
    Starfsmenn eiga að nota FFP3/N99 fínagnagrímu inni á stofum þessara sjúklinga.

    Heimaöndunarvél
    Eftirfarandi breytingar á stillingum eru nauðsynlegar við notkun á sjúkrahúsi.
    Grímur/útöndunarop
    • Skipt er úr ''vented'' grímu yfir í ''non-vented'' grímu
    • Samhliða er útöndunaropi bætt við barkann.

    Síur
    • Farið skal í ''Settings'' – valinn “AB filter”og stillingu breytt í - ''Yes''
    • Sett er bakteríu-/veirusía á milli grímu og útöndunarops á barka
    • Skipt er um bakteríu-/veirusíu á 24 klst. fresti eða oftar
    • Ef versnun verður á sjúkdómsástandi er skipt um síu strax því raki frá útöndunarlofti getur safnast fyrir í síu sem getur aukið mótstöðu við flæði.
Rakatæki
    Ekki má nota rakatæki sem notuð eru í heimahúsi.
    • Farið er inn í “My option”- ''Humidity level'' og stillingu breytt í ''Off''
    1.
    2.
    3.

    Súrefni
    • Gefa má viðbótarsúrefni og er það tengt við heimaöndunarvél.
    • Súrefnisgjöf er stillt á súrefnisflæðimæli á vegg.
    • Gefa má 1-15 l/min.
    • Mismunandi er eftir vélum hversu mikið súrefni er hægt að gefa.
    • Súrefnistengi eru misjöfn og fara eftir gerð vélar, sjá dæmi á mynd:

  1. Berman, A., Snyder, S.J. & Frandsen G. (2016). Kozier & Erb’s Fundamentals of Nursing. Concepts, process and practice (10. útg.) Kafli 50. London: Pearson.
  2. B R O'Driscoll, L S Howard, J Earis, og V Mak, British Thoracic Society Guidline for oxygen use in adults in healthcare and emergency settings . BMJ Open Respir Res. 2017; 4(1)
  3. Guðrún Magney Halldórsdóttir ( 2000) Súrefnisnotkun, helstu gjafaleiðir og umgengnisreglur. BSc ritgerð HÍ.
  4. Gunnar Guðmundsson (formaður vinnuhóps) (2010). Klínískar leiðbeiningar um bráðameðferð með súrefni á Landspítala.
  5. Moga C, Chojecki D. (2016) Oxygen therapy in acute care settings. Edmonton (AB): Institute of Health Economics
  6. Sofia Batool, Rakesh Garg (2017) Appropriate Use of Oxygen Delivery Devices, The Open Anesthesiology Journal, 2017, 11, 35-38
  7. Urden, L.D., Stacy,K.M og Lough,M. ( 2016). Priorities in Critical Care Nursing. (7.útg.). USA:critical Care Nursing. Elsevier Mosby.



Ritstjórn

Alda Gunnarsdóttir
Björg Eysteinsdóttir
Bryndís Halldórsdóttir
Karin Kristina Sandberg
Anna María Þórðardóttir
Guðrún Bragadóttir - gudbraga
Sif Hansdóttir - sifhan
Sigríður Heimisdóttir - sigridhe

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sif Hansdóttir - sifhan

Útgefandi

Guðrún Bragadóttir - gudbraga

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/01/2020 hefur verið lesið 1336 sinnum