../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3329
Útg.dags.: 12/02/2021
Útgáfa: 3.0
15.03 COVID-19 - kona í fæðingu fer í keisaraskurð

3. útgáfa: Breytingar eru merktar með gulri yfirstrikun.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði þegar fæðandi kona með grun um eða greint COVID-19 smit þarfnastkeisaraskurðar.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Fjölda starfsmanna sem sinna konu er haldið í algjöru lágmarki.
    • Allir viðstaddir eiga að vera upplýstir um sýkingu og hvaða ráðstafana er þörf.
    • Við umönnun barns og móður er fylgt verklagi sýkingavarnadeildar um hlífðarbúnað.

    Fæðing - yfirvofandi keisaraskurður
    • Kona er í einangrun á stofu 7, sjá vinnulýsingu: COVID-19 - fæðing og sængurlega.
    • Ef læknir þarf að fara inn til konu til að meta stöðu mála, á sá læknir sem hefur mesta hæfni að fara. Sérfræðilæknir sinnir því konu ef á þarf að halda.

    Undirbúningur fyrir keisaraskurð
    • Ef þörf er á keisaraskurði er það tilkynnt eins og venja er og tekið fram að kona sé COVID smituð. Þar sem það tekur starfsmenn skurðstofu og svæfingateymis tíma að gera sig tilbúna í þeim hlífðarbúnaði sem til er ætlast, er ekki raunhæft að halda tímaramma fyrir fæðingu með keisaraskurði eins og venja er. Öryggi starfsmanna hefur forgang. Því er bjöllukeisari innan þess tímaramma sem venja er ekki raunhæfur kostur.
    • Skurðstofa 21 er ætluð fyrir COVID smitaða sjúklinga, stofan er stillt á undirþrýsting og er því alltaf tilbúin meðan á faraldri stendur.
    Hlífðarbúnaður
      Starfsmenn í aðgerð
      • Klæðst er eftirfarandi hlífðarbúnaði:
        • Lambhúshetta eða skurðstofuhúfa.
        • Sérstyrktir sloppar.
        • Tvennir hanskar.
        • Starfsmenn sem standa í aðgerð nota veirugrímu FFP2 eða FFP3 án ventils.
        • Andlitshlífar eða hlífðargleraugu.
      • Sjúklingur er snertur eins lítið og við verður komið.
      • Allt blóð og vessar eru þvegin af húð sjúklings og síðast með klórhexidínspritti eða 70% sjúkrahússpritti.

      Starfsmenn í kring og svæfingateymi
      • Klæðst er viðeigandi hlífðarbúnaði skv. vinnulýsingu sýkingavarna
      • Símboða og einkasíma er ekki svarað meðan dvalið er inni hjá sjúklingi.

    Flutningur á skurðstofu
    • Tryggt er að leiðin frá stofu 7 að skurðstofu 21 sé auð áður en lagt er af stað, þ.e. engir sjúklingar, utanaðkomandi starfsmenn eða hlutir séu á leiðinni.
    • Kona á að vera með fínagnagrímu án ventils ef ástand leyfir annars skurðstofugrímu, í slopp og með sprittaðar hendur.
    • Ljósmóðir fylgir konu frá stofu 7 og beina leið inn á skurðstofu 21, án þess að fjarlægja af sér hlífðarfatnað.
    • Fæðingarlæknir sem skoðar konu og ákveður keisaraskurð afklæðist ekki sínum hlífðarfatnaði ef hann þarf strax að taka þátt í flutningi konu á skurðstofu. Klæðist hann þá sterilt utan yfir hlífðarbúninginn. Ef tími er hins vegar rúmur afklæðist hann hlífðarbúnaði utan við fæðingarstofu og skrúbbar upp fyrir aðgerð og klæðist viðeigandi hlífðarbúnaði á ný.
    Keisaraskurður
    • Ef maki/aðstandandi er með konu í fæðingu má sá hinn sami fylgja henni á skurðstofu. Hann er þá áfram í sínum hlífðarbúningi sem hann klæðist á fæðingarstofu og fer þannig klæddur á skurðstofu.
    • Fyrir utan starfsmenn skurðstofu er einungis sú ljósmóðir sem fylgdi konu af stofu 7 er viðstödd aðgerð.
    • Kona er með fínagnargrímu án ventils í aðgerð.
    • Fyrir utan skurðstofu 21 er hlífðarbúnaður fyrir þá sem þurfa að fara inn á skurðstofu.
    • Haft er í huga að smithætta er meiri ef sjúklingur er svæfður, þar sem úðasmit virðist þá vera meira. Fleiri rannsóknir eru nú í gangi varðandi úðasmit COVID-19 kórónaveirunnar.
    • Forðast á notkun á diatermi með reyksogi þar sem veiran getur mögulega dreift sér með reyknum sem myndast við notkun þess.

    Eftir keisaraskurð
    • Ef barn þarf á stuðningi barnalæknis að halda þurrkar ljósmóðir vel af barninu, leggur það á sterilan dúk í vöggu inni á skurðstofu þar sem nýburateymi sinnir barni.
    • Starfsmaður fjarlægir ytri hlífðarslopp. Aðstoð er veitt við að koma konunni aftur yfir í rúm og hún flutt yfir á stofu 7 aftur í fylgd ljósmóður eða starfsmanns frá svæfingu eða skurðstofuteymi. Ef á þarf að halda er konan vöktuð inni á skurðstofu þar til hún er tilbúin til að fara yfir á fæðingarvakt aftur.
    • Læknir fjarlægir hlífðarbúnað (nema maska og hettu) inni á skurðstofu, sem lengst frá sjúklingi sé hann á skurðstofunni áfram. Maski og hetta eru fjarlægð fyrir utan skurðstofu.

    Þrif og frágangur
    Sjá vinnulýsingu: COVID-19 - skurðaðgerð hjá sjúklingi með staðfest smit eða í sóttkví.

Ritstjórn

Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
Erna Halldórsdóttir - ernahall
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Birna G Jónsdóttir
Hulda Hjartardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Helga Guðrún Hallgrímsdóttir
Birna G Jónsdóttir
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/26/2020 hefur verið lesið 733 sinnum