../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3852
Útg.dags.: 12/22/2021
Útgáfa: 2.0
16.03.02.02 Sárar geirvörtur - mögulegar orsakir
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa orsakaþáttum sem valdið geta sárum geirvörtum. Eðlilegt að finna fyrir eymslum í geirvörtum vegna álags í upphafi brjóstagjafar. Hins vegar er óeðlilegt að finna mikinn sársauka alla brjóstagjöfina eða í langan tíma.
    Hide details for Hver framkvæmir Hver framkvæmir
    Ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi sem annast konu eins og lýst er í framkvæmd.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Ef kona er með sárar geirvörtur er gert mat á orsökum eða orsakaþáttum. Eftirfarandi þættir geta valdið sárum geirvörtum:

    Rangt eða grunnt grip hjá barni
    Sársauki getur komið ef barnið tekur geirvörtuna ekki nógu vel upp í munninn við brjóstagjöf, með þeim afleiðingum að geirvartan verður rauð og marin, það koma blöðrur og/eða fleiður eða sár sem getur blætt úr. Eymsli og verkir geta komið fram ef stelling barns á brjósti er ekki nægilega góð eða sog barns er ekki rétt. Nota má sogþjálfun eða fingurgjöf til að þjálfa sog barnsins.
    Bjúgur í geirvörtu
    Bjúgur getur komið í geirvörtu á fyrstu dögunum eftir fæðingu og haft áhrif á grip barnsins,
    sérstaklega ef það kemur stálmi í brjóstin. Gott er að leggja heitan bakstur á geirvörtu fyrir gjöf og handmjólka áður en barnið er lagt á brjóstið.
    Kaldur bakstur eftir brjóstagjöf dregur úr stálmanum. Einnig má nota fingurgómaþrýsting (reverse pressure softening).

    Tunguhaft hjá barni
    Tunguhaft (ankyloglossia) er óeðlileg tenging tungu við munnbotn og birtist sem himna í miðju undir tungunni. Það er ættgengt og tíðnin er 1,7-10,7%, algengara hjá drengjum. Tunguhaftið getur verið of stutt, of þykkt eða of stíft eftir fæðingu barns (mynd 1) og við skoðun getur tungan verið hjartalaga (mynd 2). Tunguhaftið skerðir hreyfingu tungunnar. Þetta veldur því að barnið getur ekki rúllað tungunni nógu vel um geirvörtuna við sogið og ekki sett hana nógu vel fram á neðri vörina til að ná geirvörtunni nógu vel inn í munninn. Það getur valdið sársauka í geirvörtu og sárum.Tunguhaft tengist í 25-44% tilfella vandamálum við brjóstagjöf. Vandamálin eru að barnið tekur geirvörtuna ekki nógu vel og þá verður ekki næg mjólkurmyndun, barnið þrífst illa og hjá móður geta komið sár og mar á geirvörtuna.

    Metið er hvort klippa þurfi á tunguhaftið og haft samband við barnaskurðlækni til að klippa á tunguhaftið. Notað er „tunguhafts mat fyrir börn á brjósti“ sem byggir á eftirfarandi einkennum ef móðir er með skaða á geirvörtu og/eða mjólkurmyndun ekki næg og/eða barnið þyngist ekki nóg og sýnilegt tunguhaft heftir hreyfingu tungunnar:
    • Tungan nær ekki upp í efri góm
    • Tungan rúllast ekki um fingur við skoðun (fingursog)
    • Tungan kemst ekki fram á neðri vör


    Skert blóðflæði í geirvörtu (Raynaud´s) Sumar mæður finna brunaverk eða sársauka í geirvörtu eftir gjöf. Geirvartan getur orðið hvít, rauð og blá áður en að hún verður aftur bleik (mynd 3). Orsökin getur verið hitamunur á andrúmsloftinu og hitastigi í munni barnsins eða að barnið tekur geirvörtuna ekki nógu vel inn í munninn sem veldur minna blóðflæði í geirvörtunni. Meðferðin er að leggja hitabakstur á brjóstið og leyfa að því loknu geirvörtunni að kólna hægt og rólega. Einnig er hægt að nudda með fingurgómum blóðflæði fram í geirvörtu. Í alvarlegri tilfellum getur þurft að gefa æðaútvíkkandi lyf.



    Mjólkurbóla (bleb) og/eða stíflaður mjólkurgangur
    Hvít mjólkurbóla (bleb) getur sést fremst á geirvörtu sem orsakast af stífluðum mjólkurgangi (mynd 4). Meðferð felst í að nota hitabakstur eftir brjóstagjöf og leggja barnið oft á brjóst. Einnig má bera volga ólífuolíu á geirvörtuna nokkrum sinnum á dag, til að mýkja hana. Ef einkenni lagast ekki og sársauki er viðvarandi má stinga á bóluna með sótthreinsaðri nál.

    Aðrir orsakaþættir
    • Bakteríu- og/eða sveppasýkingar.
    • Flatar og innfallnar geirvörtur.
    • Afar viðkvæmar geirvörtur.
    • Notkun á kremum.
    • Exem, hrúður og/eða ofnæmi á geirvörtu.
    • Stærð sogskálar á mjaltavél passar ekki.
    • Sálrænir þættir hjá móður.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Walker M. Breastfeeding Management for the Clinician, Using the Evidence. 5th Ed. Massachusetts: Jones and Bartlett; 2021.
    2. McClellan H, Hepworth A, Garbin C, Rowan M, Deacon J, Hartmann P and Geddes D. (2012). Nipple Pain during Breastfeeding with or without Visible Trauma. Journal of Human Lactation. 28(4): p. 511-521.
    3. Cindy-Lee Dennis , Kim Jackson, Jo Watson. (2014). Cochrane Database Syst Rev. Interventions for treating painful nipples among breastfeeding women. 15(12). doi: 10.1002/14651858.CD007366.pub2.
    4. Wamback K., og Spencer, B. (2021). Breastfeeding and Human lactation. Sixth edt. Boston: Jones and Bartlett Publishers.
    5. Berens, P., Eglash, A., Malloy, M., Alison M. Steube, A.M., and the Academy of Breastfeeding Medicine. (2016). ABM Clinical Protocol #26: Persistent Pain with Breastfeeding. BREASTFEEDING MEDICINE. ( 11), 2. Mary Ann Liebert, Inc. DOI: 10.1089/bfm.2016.29002.pjb
    6. Marsha Walker,(2013). Are There Any Cures for Sore Nipples. ? (2013). Clinical Lactation, 4(3). http://www.clinicallactation.org/
    7. Genna, C.W. (2016). Supporting sucking skills in breastfeeding infants. Sundburry (MA): Jones & Bartlett Publishers.
    8. Bolourian, M., og fl. (2020) The effect of peppermint on the treatment if nipple fissure during breastfeeding: A systematic review. International Journal of Pediatrics. 8(7).
    9. Wambach K. andSpencer, B. (2021). Breastfeeding and Human Lactation.Boston: Jones and Bartlett Publishers.
    10. Cotterman, J.(2018). Engorgement help: Reverse pressure softening ...a technique to aid latching when a mother is engorged. Kelly Mom. Parenting breastfeeding.
    11. Myndir: Mohrbacker, N. (2012). Nipple Pain & Trauma. Causes and threatment. http://www.calwic.org/storage/MohrbacherNipplePainPresentation.pdf.
    12. Newman, J. Nipple Blebs. http://www.breastfeedingmadesimple.com/bmsnippleblebs.pdf
    13. Srinivasan, A. og fl. (2019). Frenotomy in infants with tongue tie and breastfeeding problems. Journal of Human Lactarion. 35(4), 706-712.
    14. Walker, M. (2013). Are there any cures for sore nipples? Clinical Lactation, 4(3). http://www.clinicallactation.org
    15. Kent, J.C., Aston, E., Hardwock, C.M., Rowan, M.K., Chia, E.S., Fairclough, K.A., Menon, L.L., Scott, C., Mather-McCaw, G.M., Navrro, K., og Geddes, D.T. (2015). Nipple Pain in Breastfeeding Mothers: Incidence, Causes and Treatments.(12) 12247-12263. doi:10.3390/ijerph121012247.


Fara aftur í vinnulýsingu: Sárar geirvörtur

Ritstjórn

Eva Jónasdóttir - evajonas
Ingibjörg Eiríksdóttir - ingieiri
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir
María G Þórisdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/14/2016 hefur verið lesið 249 sinnum