../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-3184
Útg.dags.: 10/29/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.07.03 COVID-19 - krabbameinslyfjameðferð hjá sjúklingi í sóttkví
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa viðbúnaði við krabbameinslyfjameðferð hjá sjúklingi í sóttkví vegna COVID-19 á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B/C.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Meðferðin fer fram á þriðjudögum eftir kl. 16:00 á meðferðarherbergi 1, sem er fremst á gangi 11B. Sjúklingur fer í blóðsýnatöku daginn fyrir meðferð.
    • Teymisstjóri hefur samband við deildarstjóra/aðstoðardeildarstjóra á rannsóknarkjarna á föstudegi og gefur upp nöfn og kennitölur sjúklinga sem koma í sýnatöku á mánudegi.
    • Sjúklingar koma kl. 16:00 og gefa sig fram í sýnatökuherbergi á 10E.

    Undirbúningur meðferðar - daginn fyrir meðferð
    • Læknir sjúklings metur sjúkling í gegnum síma og staðfestir að viðkomandi sé hæfur til meðferðar. Gerir fyrirmæli um meðferð og staðfestir lyfjagjöf fyrir lyfjablöndun.
    • Teymisstjóri í samráði við viðkomandi sérfræðilækni hefur samband við sjúkling og upplýsir hann hvar hann eigi að fara í blóðsýnatöku daginn áður og hvenær og hvar hann mæti til meðferðar.

    Undirbúningur meðferðar - meðferðardagur
    • Mönnun:
      • Tveir hjúkrunarfræðingar veita meðferð hið minnsta, fleiri ef þess gerist þörf.
      • Vakthafandi sérfræðilæknir í blóðlækningum/krabbameinslækningum er til ráðgjafar gerist þess þörf og er til taks í húsinu á meðan sjúklingur fær meðferð. Læknir notar viðeigandi hlífðarbúnað þurfi hann að hitta sjúkling.
    • Allur óþarfa búnaður er fjarlægður af meðferðarherbergi fyrir komu sjúklings í þeim tilgangi að takmarka smithættu.
    • Hjúkrunarfræðingur hefur allt sem nota þarf við lyfjagjöfina tilbúið áður en sjúklingur kemur s.s öll lyf og vökva til að draga úr óþarfa snertingu og hreyfingu á meðan á dvöl sjúklings stendur.

    Koma sjúklings í meðferð
    • Þeir sem koma að umönnun sjúklings klæðast hlífðarbúnaði.
    • Hjúkrunarfræðingur tekur á móti sjúklingi við Kringluna (aðalinngang Landspítala) með þann hlifðarbúnað sem sjúklingur þarf (skurðstofugrímu, langerma hlifðarslopp og hanska) og beint inn á meðferðarstofuna þar sem hann sest í í meðferðarstól. Snertifletir á flutningsleið eru sprittaðir, þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.
    • Sjúklingur fær upplýsingar um að forðast að snerta nokkuð á leiðinni og meðan hann dvelur á deildinni og spritta hendur sínar.

    Útskrift sjúklings
    1. Fyrir brottför fær sjúklingur afhenta tímabókun næstu meðferðar sem ritari hefur útbúið fyrr um daginn.
    2. Sjúklingur sprittar hendur þegar hann yfirgefur stofuna og notar skurðstofugrímu.
    3. Hjúkrunarfræðingur
      • Klæðist skurðstofugrímu. Ef sjúklingur þarf aðstoð klæðist starfsmaður hlífðarbúnaði eins og við móttöku.
      • Fylgir sjúklingi stystu leið út. Notaður er útgangur í Kringlu.
      • Tekur við hlífðarbúnaði sjúklings og gengur frá honum á viðeigandi hátt.
      • Sprittar snertifleti á flutningsleið, þ.e. allt sem sjúklingur eða starfsmaður snertir.
    4. Snertifletir á stofu eru sprittaðir eftir brottför sjúklings.

    Þrif og frágangur
    • Lín er sett í í taupoka með elikapoka og fer ofan í hreinan taupoka fyrir utan stofuna. Sá poki fer síðan á skol og í þvottahús með öðrum þvotti.
    • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en herbergi er þrifið er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
    • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
    • Lokaþrif: COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala.

Ritstjórn

Kristrún Þórkelsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Þórunn Sævarsdóttir
Agnes Smáradóttir - agnessma

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Þórunn Sævarsdóttir
Signý Vala Sveinsdóttir - signysv
Agnes Smáradóttir - agnessma

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/21/2020 hefur verið lesið 479 sinnum