../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-066
Útg.dags.: 09/20/2023
Útgáfa: 6.0
1.06.01 Gervikennitölur - ósjúkratryggðir
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa úthlutun gervikennitölu fyrir sjúklinga sem hafa ekki staðfest íslenskt auðkenni (kennitölu) við innskrift.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Ef sjúklingur hefur ekki íslenska kennitölu er stofnuð kennitala fyrir ósjúkratryggða í þjóðskrá.
    • Ef sjúklingur getur ekki framvísað persónuskilríkjum með mynd eða gefið upp fæðingardag og nafn er hann skráður inn sem sjúklingur án auðkennis.
    • Þegar sjúklingur framvísar persónuskilríkjum með mynd eru þau borin saman við innskráningarupplýsingar (athuga vel fæðingardag og stafsetningu nafns). Ef gera þarf breytingar er sjúklingur skráður inn aftur á nýrri kennitölu og beðið um að sameina sjúkraskrár með tölvupósti á saga@landspitali.is.
    • Verklagi við innskráningu ósjúkratryggðra er fylgt.
    1. Í Sögu er valið af stiku vinstra megin
      1. "Starfsmaður"
      2. "Gervikennitölur - Búa til"
    2. Hluti úr nafni og fæðingardag er ritaður í reitina, t.d. Hansen og 30 03 1950 (rita þarf fullt ártal)
    3. Ýtt á "Stofna Gervikennitölu með auðkennum"
    Barn undir 12 ára
    • Ef viðkomandi er barn (undir 12 ára) verður að skrá kennitölu forráðamanns.
    • Ef forráðamaður er útlendingur er fyrst stofnuð gervikennitala fyrir hann ef hún er ekki til.
    • Ef forráðamaður er ekki þekktur er hakað við það og þá er hægt að sleppa því að skrá forráðamann.


    Aðrir
    1. Fyrir fullorðna, börn 12-18 ára og börn 12 ára og yngri sem hafa skráðan forráðarmann er fyllt út í viðeigandi reiti:a
    2. Ýtt á "Stofna"
    3. Farið er yfir upplýsingar sem birtast í staðfestingarglugga. Ef leiðrétta þarf upplýsingar er ýtt á "Til baka". Ef upplýsingar eru réttar er ýtt á "Staðfesta"
    4. Sjúklingur er skráður inn
Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Heiða Björk Gunnlaugsdóttir
Dagný Halla Tómasdóttir - dagnyht
Kristín Torfadóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 06/03/2016 hefur verið lesið 1048 sinnum