../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-528
Útg.dags.: 11/24/2020
Útgáfa: 6.0
23.04.07 Loftúðar
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • Lyfjalykjur (loftúðalyf) skv. fyrirmælum
    • Loftúðahylki
    • Munnstykki/maski
    • Saltvatn/sæft vatn til þynningar ef við á
    • Hanskar
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Þekking sjúklings á loftúðalyfjum er metin og veitt fræðsla um loftúðanotkun, verkun og aukaverkun ef við á.
    2. Metið er hvort sjúklingur getur notað munnstykki og ef ekki er notaður maski.
    3. Lyf eru tekin til samkvæmt fyrirmælum læknis, fylgt er verklagi um 6R.
    4. Samrýmanleiki lyfja er kannaður. Ef ekki má blanda lyfjum saman er notað sér innúðatæki fyrir hvert lyf og þau merkt með heiti lyfs.
    5. Hendur eru hreinsaðar og farið í hanska.
    6. Lyfi er hellt í innúðatæki.
    7. Loftúðahylki er tengt við loftmæli í vegg og þrýstingur stilltur á um 6-8 l/mín svo komi góður úði.
    8. Sjúklingi er leiðbeint að koma sér þægilega fyrir með stuðningi við fætur, annað hvort sitjandi í stól/á rúmstokk eða í rúmi með hækkað undir höfði.
    9. Munnstykki loftúðatækis er sett inn fyrir varir eða maski yfir nef og munn og sjúklingur beðinn um að anda rólega að sér og frá í um 10 mínútur eða þar til lyf hefur klárast
    10. Fylgst er með aukaverkunum lyfja og líðan sjúklings.
      Dagleg umhirða og eftirlit
      • Skipt er um loftúðatæki á 24 klukkustunda fresti og dagsetning skráð á tæki.
      • Sjá nánar í skjali um meðhöndlun loftúðatækja.

      Skráning
      • Kvittað er fyrir lyfjagjöf í Therapy.
      • Fræðsla sem veitt er til sjúklings er skráð í hjúkrunaráætlun.
      • Öndunargeta og kunnátta sjúklings er skráð í framvindunótur hjúkrunar.

      Ítarefni
      Loftúðar.pdfLoftúðar.pdf
      Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Rósa Jónsdóttir og Sigríður Heimisdóttir (2008). Notkun loftúða. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 84(5), 38-39.
      2. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Haukur Hjaltason, Magni S. Jónsson, Magnús V. Guðlaugsson, Runólfur Pálsson og Smári Björgvinsson (ritstjórn) (2002). Reglur um skráningu lyfjafyrirmæla og lyfjagjafa á LSH. Landspítali: Reykjavík.
      3. Farmacevtiska specialteter i Sverige (2010). Fass 2010. Svíþjóð: Läkemedels industriföreningens Service AB. / www.fass.se.
      4. Lyfjastofnun (2010). Sérlyfjaskrá. Sótt 15. des. 2010 á www.lyfjastofnun.is/Lyfjaupplysingar.

    Ritstjórn

    Alda Gunnarsdóttir
    Anna María Þórðardóttir
    Guðrún Bragadóttir - gudbraga
    Sigríður Heimisdóttir - sigridhe

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Árný Guðmundsdóttir - gudrgudm

    Útgefandi

    Sigrún Bjartmarz

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 10/26/2017 hefur verið lesið 1560 sinnum