Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með Covid-19 veirusýkingu breytast. Breytingar verða litaðar gular.
Tilgangur
Að lýsa loftvegameðferð sjúklinga með grun um eða staðfesta COVID-19 veirusýkingu sem þarf á aðgerð að halda í svæfingu eða slævingu.
Ávallt þarf að meta hvort inngrip sé brátt eða hvort inngrip megi bíða þar til sýking er yfirstaðin. Veiran dreifist með snerti- og dropasmiti.
Framkvæmd
Almenn umgengni í skurðaðgerð hjá sjúklingi með staðfest smit eða í sóttkví.
Varnarbúnaður starfsmanna og umgengni á skurðstofu
- Starfsmenn klæðast sértækum hlíðfarbúnaði skv. sýkingarvörnum, ásamt því að vera í tvöföldum hönskum
- Um dropa- og snertismit er að ræða. Þegar sjúklingur er barkaþræddur eða átt við öndunarveg hans er viðhöfð úðasmitgát
- Inngrip með auknum líkum á veirudreifingu eru: barkaþræðing, ventilation með belg, tracheotomía, hjartahnoð (CPR), maska ventilation og berkjuspeglun
- Unnið er samkvæmt verklagi um:
- Starfsmenn sem eru sterilir í aðgerð nota veirumaska FFP2 eða FFP3 án ventils
- Starfsmenn sem ekki eru sterilir í aðgerð nota sömu veirumaska en mega hafa ventil
- Skipta á um maska á þriggja klukkustunda fresti
- Gert er ráð fyrir að starfsfólk geti farið beint í sturtu í búningsherbergjum skurðgangs að lokinni aðgerð
Undirbúningur fyrir loftvegameðferð
- Aðeins er notaður einnota loftvegabúnaður ef því er við komið s.s. slöngur, maskar, túbur, kokrennur, einnota glidescope blöð
- Aðeins það sem þarf að nota á að vera á svæfingavél og á hjólaborði, annað fjarlægt
- Svæfingaborð staðsett fyrir utan skurðstofu eða við höfuðenda sjúklings alveg út við vegg
- Veirufilterar á öndunarvél og öndunarbelg
Framkvæmd loftvegameðferðar
- Ætti að vera í höndum sérfræðings í svæfingarlækningum eða þeim með mesta loftvegareynslu til að auka líkur á árangri í fyrstu tilraun
- Gefa má súrefni í nös en ekki er mælt með notkun BiPAP eða High-flow súrefnis vegna hugsanlegrar veirudreifingar
- Preoxygenera með 100% O2
- Bráðainnleiðsla (RSI innleiðsla) er æskileg til að forðast að þurfa að handventilera sjúkling með belg, sem getur aukið líkur á veirudreifingu
- Ef að þörf er á ventilation með belg þá ætti að nota lítil tidal volume
- Barkaþræðing er æskilegri en kokmaski. Við barkaþræðingu er preoxygenerað vel og vöðvaslökunarlyf látið verka til fulls áður en barkarennu er rennt milli raddbanda til að forða hósta á meðan inngripinu stendur
- Mælt er með notkun vídeolaryngoskóps til barkaþræðingar til að halda fjarlægð frá sjúklingi
- Vakandi fiberscopiu ætti að forðast, ef hægt er, þar sem deyfilyf í úðaformi og hóstakast sjúklings við deyfingu geta dreift veirunni
- Eftir barkaþræðingu er farið úr ytra pari af einnota hönskum.
- Forðast eftir fremsta megni að aftengja öndunarvél, en sé það nauðsynlegt er sett klemma á barkaslöngu á meðan
- Íhuga fyrirbyggjandi ógleðimeðferð til að minnka líkur á uppköstum sem getur stuðlað að dreifingu veirunnar
- Sjúklingur er vakinn á skurðstofu og er vaktaður þar til hann er tilbúinn til útskriftar á heimadeild
Tengd skjöl: COVID-19 - handbók