../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-1818
Útg.dags.: 03/16/2020
Útgáfa: 1.0
27.00.09 COVID-19 - meðferð með ECMO (hjarta- lungnavél) vegna öndunar- og/eða hjartabilunar

Skjalið er uppfært reglulega þegar leiðbeiningar varðandi meðferð sjúklinga með Covid-19 veirusýkingu breytast. Breytingar verða litaðar gular.
Hide details for TilgangurTilgangur
Að lýsa ECMO meðferð vegna Covid-19 öndunar- og/eða hjartabilunar.
Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
Val á sjúklingum er samkvæmt gæðaskjali en með þeirri undantekningu að svæfinga- og gjörgæslulæknir forgangsraðar ECMO meðferð.
Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Sjúklingar með Covid 19 sem þurfa ECMO verður sinnt á gjörgæsludeild 12B stofu 3 (2-3 stæði) og stofa 2 verði notuð sem slúss. Öðrum sjúklingum verður sinnt á stofum 1, 4 og 5 sem hafa samtals 6-7 stæði.
    • Æskilegt að sjúklingar séu settir á ECMO á Hringbraut annað hvort á skurðstofu 4 á skurðstofugangi eða stofu 3 á gjörgæsludeild 12B.

    Ákvörðun um flutning
    • Samtal milli aðila fer fram símleiðis og með upplýsingum í rafrænum kerfum.

    Flutningur á Hringbraut
    • Starfsmenn svæfinga- og gjörgæsludeildar við Hringbraut taka við sjúklingi í Fossvogi
      • Sjúklingur verður fluttur í sendibíl (matarflutningsbíll LSH)
      • Starfsmenn nota hlífðarbúnað
      • Sjúklingur verður í sjúklingarúmi, barkaþræddur með lokað sogkerfi, veirufilterar á öndunarvél og milli sjúklings og öndunarbelgs, reynt að forðast að rjúfa öndunarveg á meðan flutningi stendur
    • Sjúklingur verður fluttur með lögreglufylgd fyrir framan og aftan
    • Öryggisverðir eru virkjaðir í að opna innkeyrsludyr á vörumóttöku (s. 1800, 1801)
    • Farið er í gegnum vörumóttöku við hlið sjúkrabílainnkeyrslu og inn á gang á jarðhæð. Tekin er U-beygja í lyftu hjartaþræðingar/skurðstofugangs.

    Móttaka og einangrun á Hringbraut
    • Tekin er ákvörðun hvort sjúklingur þurfi strax að fara á ECMO
      • Ef ákveðið að fari strax á ECMO þá farið inn á skurðstofu 4 og lagðar kanylur og vél störtuð.
      • Ef ákveðið að megi bíða um stund með ECMO þá farið með sjúkling inn á gjörgæsludeild 12B stofu 3.
    • Stofa 2 verður notuð sem slúss fyrir stofu 3.
      • Starfsmenn klæðast hlífðarbúnaði á ganginum (doning) og fara að því loknu inn á stofu 3 í gegnum rennihurð á stofu 2.
      • Starfsmenn afklæðast hlífðarbúnaði (doffing) á stofu 2.
    • Á stofu 2 eru pokar fyrir notuð hlífðarföt og hanska og sápa og spritt til þvotta. Gert er ráð fyrir að starfsfólk geti farið beint í sturtu í búningsherbergjum á 12C (kvenna) og 13B (karla).
    Þrífa þarf alla snertifleti á flutningsleiðum (skjal frá sýkingavarnadeild í vinnslu)


Ritstjórn

Árni Már Haraldsson - arnimh
Ólöf S Sigurðardóttir
Kristrún Þórkelsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Sigurbergur Kárason
Kristinn Sigvaldason
Kári Hreinsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigurbergur Kárason

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/13/2020 hefur verið lesið 773 sinnum