../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-078
Útg.dags.: 08/09/2023
Útgáfa: 4.0
1.06.4 Skráning vökvajafnvægis í sjúkraskrá Sögu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við skráningu vökvajafnvægis í Sögu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Allur inn- og útskilnaður er skráður í eininguna "Lífsmörk og mælingar" í Sögu.
    Einingin er opnuð með því að:
    • ýta á "Lífsmörk og mælingar" vinstra megin á stikunni í Sögu
    • nota flýtileið <Alt Gr> z

    Þegar farið er inn í eininguna er valinn flipinn "vökvajafnvægi".

    Skráning vökvajafnvægis
    1. Hægt er að hefja skráningu inn- og/eða útskilnaðar með mismunandi hætti
      • Ýta á hnappinn "Inn" eða "Út"
      • Hægrismella og velja "Inn" eða "Út"
      • Með flýtileið "Ctrl + I" eða "Ctrl+U"
    2. Þegar skráningarglugginn opnast er hægt að breyta á milli "Inn" og "Út"
    3. Valin er rétt dag- og tímasetning
    4. Skráð er lýsing á inn-/útskilnaði
    5. Skráð er tegund á inn-/útskilnaði ef það á við
    6. Skráð er magn inn-tskilnaðar
    7. Ýtt á "Vista"
    8. Hægt er að halda áfram skráningu á sama sjúkling samkvæmt skrefum 1-7. Annars er ýtt á "Loka"

    Breyting á skráðu gildi
    1. Skráð mæling sem á að breyta er valin
    2. Hægt er að breyta skráningu með því að:
      • ýta á hnappinn "Breyta"
      • hægrismella á mælinguna og velja "Breyta"
    3. Skráningu breytt og ýtt á "Breyta"
    4. Gefa þarf skýringu á breytingu með því að:
      • velja úr fellilista
      • skrifa frjálsan texta
    5. Ýtt á "Staðfesta"
    Skráning gerð ógild
    1. Skráð mæling sem á að ógilda er valin
    2. Hægt er að ógilda skráningu með því að:
      • ýta á hnappinn "Ógilda"
      • hægrismella á mælinguna og velja "Ógilda"
    3. Gefa þarf skýringu á ógildingu með því að:
      • velja úr fellilista
      • skrifa frjálsan texta
    4. Ýtt á "Staðfesta"
    Nánari leiðbeiningar um stillingar á einingunni og notkun hennar má finna á vefsíðu Origo og á YouTube rás. Þar er hægt að sjá nánari skýringar á skráningu vökvajafnvægis.


Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/15/2016 hefur verið lesið 635 sinnum