../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-822
Útg.dags.: 02/03/2023
Útgáfa: 3.0
3.04.01.02 Byltuhætta - fyrirbyggjandi aðgerðir gegn byltu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa aðgerðum til að fyrirbyggja byltu/r hjá sjúklingi í byltuhættu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi ef sjúklingur er í byltuhættu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Ef sjúklingur er metinn í byltuhættu bregðast starfsmenn við á eftirfarandi hátt:

    Almennar aðgerðir

    Allir fagaðilar
    Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði
    • Skimar fyrir óráði og vannæringu við innlögn. 
    • Merkir byltuhættu á töflu sjúklings ef tafla er til staðar.  
    • Gefur fyrirmæli um öryggisinnlit til sjúklings á klukkustundar fresti. 
    • Sér til þess að sjúklingur sé í byltuvarnarsokkum ef við á eða góðum stömum skóm. 
    • Hefur neðri rúmgrind niðri og rúm í viðeigandi stöðu miðað við hæð sjúklings. 
    • Setur upp rápskynjara/bjöllumottu ef við á. 
    • Hefur viðeigandi hjálpartæki við rúm sjúklings. 
    • Mælir réttstöðublóðþrýsting.
    • Endurmetur byltuhættu vikulega. 
    • Einu sinni á ári er gerð umhverfisathugun á deild með tilliti til byltuvarna samkvæmt gátlista.

    Læknir
    Sjúkraþjálfari
    • Notar matsaðferðir og próf sem má sjá í gæðaskjali um jafnvægismat.  
    • Metur þörf á gönguhjálpartæki, útvegar og leiðbeinir með notkun þess. Þetta á einnig við um þá sem eru með gönguhjálpartæki fyrir. 
    • Miðlar til starfsmanna deildar hvort viðkomandi þurfi aðstoð/eftirlit með göngu. Leiðbeinir starfsmönnum um aðferðir til að örva eigin getu sjúklings til að halda stöðugleika og auka öryggi við grunnathafnir daglegs lífs (ADL) og í umönnun. 
    • Hefur samband við iðjuþjálfa ef þörf er á fleiri hjálpartækjum. Metur þörf á heimilisathugun í samráði við iðjuþjálfa. 

    Iðjuþjálfi
    Að beiðni heilbrigðisstarfsmanns: 
    • Metur færni við daglegar athafnir (ADL) og vitræna getu (t.d. MMSE próf). 
    • Metur þörf fyrir hjálpartæki, veitir fræðslu og kennir á notkun þeirra.


Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Eygló Ingadóttir - eygloing
Konstantín Shcherbak - konstant
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
Tómas Þór Ágústsson - tomasa

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/19/2017 hefur verið lesið 2538 sinnum