../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3370
Útg.dags.: 10/11/2021
Útgáfa: 3.0
25.00.03.14 COVID-19 - næring inniliggjandi sjúklings
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að veita almennar ráðleggingar um næringu inniliggjandi sjúklings sem greinst hefur með COVID-19 veirusýkingu. Orku- og próteinþörf sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn getur verið aukin og ákveðnar líkur eru á þyngdartapi og vannæringu 1-3. Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir, viðhalda og vinna upp þyngdartap, þar sem það getur haft neikvæð áhrif á horfur sjúkdómsins 1. Leiðbeiningarnar byggja á núverandi þekkingu á einkennum og upplifun sjúklinga með COVID-19 og ráðleggingum sem erlend samtök um næringu sjúklinga (ASPEN (USA), ESPEN (Evrópa), BDA (Bretland) og DAA (Ástralía)) hafa tekið saman í tengslum við COVID-19. Þær geta breyst eftir því sem þekking á sjúkdómnum eykst 2-6.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mat á áhættu á vannæringu
    Sjúklingur er vigtaður ef hægt er og gert mat á áhættu á vannæringu innan 24-48 klst. eftir innlögn sjúklings og endurmetið eftir þörfum.
    Ef ekki er möguleiki að vigta sjúkling eða mæla hæð er síðasta skráða þyngd í sjúkraskrá notuð eða sjúklingur spurður um þyngd.

    Orku- og próteininntaka og eftirlit
    Mikið veikum sjúklingum er gefið orku- og próteinbætt fæði og frekari næringarstuðning í formi næringardrykkja ef þörf er á, sérstaklega ef sjúklingur hefur einkenni sem geta haft áhrif á inntöku næringar og/eða vökva, svo sem:

    • Hita
    • Særindi í hálsi
    • Lystarleysi
    • Ógleði og uppköst
    • Breytingar á lyktar- og bragðskyni
    • Verki í kvið
    • Niðurgang

    Ráðleggingar
    • Afhenda sjúklingi fræðsluefni og fara yfir það með honum: Næring inniliggjandi sjúklings með COVID-19.
    • Hvetja sjúkling til að borða og drekka oft og lítið í einu ef um er að ræða einkenni á borð við breytingu á bragð- og lyktarskyni, lystarleysi og/eða ógleði.
    • Meta þörf fyrir ógleðistillandi lyf ef ógleði er mikil eða uppköst eru endurtekin.
    • Vigta sjúkling reglulega eftir því sem kostur er.
    • Gefa orku- og próteinbætt fæði (OP fæði) og næringarstuðning í formi næringardrykkja svo sem nutridrink Protein eða Nutridrink Compact Protein tvisvar á dag. Tryggja að orku- og próteininntaka sé í samræmi við þörf, sjá áætlun um orku- og próteinþörf.
    • Hafa matar- og vökvaskrá hjá sjúklingum með:
      • Ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (≥ 3 stig), skv. mati á áhættu fyrir vannæringu
      • Lystarleysi
      • Erfiðleika við að kyngja og/eða tyggja
      • Meltingareinkenni (niðurgangur, uppköst, hægðatregða)
    • Gefa næringu um sondu ef næringarmarkmið nást ekki t.d. á meira en þremur dögum eða áætlað er að orkuinntaka sé < 50% af orkuþörf sjúklings á meira en 5-7 dögum. Fengin er ráðgjöf næringarfræðings ef sjúklingur þarfnast næringar um sondu.

    Vökvi
    • Vökvaþörf einstaklinga er mjög breytileg en ágætt viðmið er 1600 ml á dag fyrir konur og 2000 ml á dag fyrir karla 7. Í veikindum er vökvaþörf oft meiri og æskilegt er þá að sjúklingur drekki jafnt og þétt yfir daginn.
    • Vinna á móti truflun á salt- og vökvajafnvægi, sérstaklega ef um er að ræða háan hita eða hita sem hefur varað lengi, mikla svitamyndun, uppköst eða niðurgang og/eða sjúklingur hefur litla lyst á að drekka.
      • Gefa Gatorade, Resorb uppleyst í vatni, bollasúpur eða boullion.
      • Meta hvort þurfi að gefa vökva í æð.

    Vítamín og steinefni
    Ef fæðuval er einhæft, sjúklingurinn nærist illa eða skortur er á ákveðnum vítamínum og/eða steinefnum er ráðlögð viðbót eftir því sem við á. Stórir skammtar umfram ráðlagða dagskammta eru ekki ráðlagðir 2, 8, 9.

    Viðbótarnæring
    Sjúklingum sem hafa ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (≥ 3 stig), lystarleysi eða erfiðleika við að kyngja og/eða tyggja er boðið að fá orku- og próteinríka millibita eða næringardrykki. Ef þörf er á frekari ráðleggingum varðandi næringu er fengin ráðgjöf næringarfræðings sem setur upp næringarmeðferð.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Abate SM, Chekole YA, Estifanos MB, Abate KH, Kabthymer RH. Prevalence and outcomes of malnutrition among hospitalized COVID-19 patients: A systematic review and meta-analysis. Clinical nutrition ESPEN. 2021;43:174-83.
    2. Barazzoni R, Bischoff SC, Breda J, Wickramasinghe K, Krznaric Z, Nitzan D, et al. ESPEN expert statements and practical guidance for nutritional management of individuals with SARS-CoV-2 infection. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2020;39(6):1631-8.
    3. Wells Mulherin D, Walker R, Holcombe B, Guenter P. ASPEN Report on Nutrition Support Practice Processes With COVID-19: The First Response. Nutrition in clinical practice : official publication of the American Society for Parenteral and Enteral Nutrition. 2020;35(5):783-91.
    4. Caccialanza R, Laviano A, Lobascio F, Montagna E, Bruno R, Ludovisi S, et al. Early nutritional supplementation in non-critically ill patients hospitalized for the 2019 novel coronavirus disease (COVID-19): Rationale and feasibility of a shared pragmatic protocol. Nutrition (Burbank, Los Angeles County, Calif). 2020;74:110835.
    5. BAPEN. COVID-19 Resources. Sótt á vef 06.10.2021 https://www.bapen.org.uk/resources-and-education/education-and-guidance/covid-192020
    6. Barazzoni R, Bischoff SC, Busetto L, Cederholm T, Chourdakis M, Cuerda C, et al. Nutritional management of individuals with obesity and COVID-19: ESPEN expert statements and practical guidance. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2021.
    7. Embætti Landlæknis Hí, Landspítali. Ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk -ætlað fagfólki og öðrum ummönnunaraðilum. Embætti Landlæknis; 2018.
    8. COVID-19 rapid guideline: vitamin D [Internet]. 2021. Sótt á vef 06.10.2021 https://www.nice.org.uk/guidance/ng187/resources/covid19-rapid-guideline-vitamin-d-pdf-66142026720709
    9. Bassatne A, Basbous M, Chakhtoura M, El Zein O, Rahme M, El-Hajj Fuleihan G. The link between COVID-19 and VItamin D (VIVID): A systematic review and meta-analysis. Metabolism: clinical and experimental. 2021;119:154753.

Ritstjórn

Áróra Rós Ingadóttir - aroraros
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Katrín Blöndal
Margrét Sjöfn Torp
Kolbrún Gísladóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/16/2020 hefur verið lesið 1298 sinnum