Framkvæmd
Mat á áhættu á vannæringu
Sjúklingur er vigtaður ef hægt er og gert mat á áhættu á vannæringu innan 24-48 klst. eftir innlögn sjúklings og endurmetið eftir þörfum.
Ef ekki er möguleiki að vigta sjúkling eða mæla hæð er síðasta skráða þyngd í sjúkraskrá notuð eða sjúklingur spurður um þyngd.
Orku- og próteininntaka og eftirlit
Mikið veikum sjúklingum er gefið orku- og próteinbætt fæði og frekari næringarstuðning í formi næringardrykkja ef þörf er á, sérstaklega ef sjúklingur hefur einkenni sem geta haft áhrif á inntöku næringar og/eða vökva, svo sem:
- Hita
- Særindi í hálsi
- Lystarleysi
- Ógleði og uppköst
- Breytingar á lyktar- og bragðskyni
- Verki í kvið
- Niðurgang
Ráðleggingar
- Afhenda sjúklingi fræðsluefni og fara yfir það með honum: Næring inniliggjandi sjúklings með COVID-19.
- Hvetja sjúkling til að borða og drekka oft og lítið í einu ef um er að ræða einkenni á borð við breytingu á bragð- og lyktarskyni, lystarleysi og/eða ógleði.
- Meta þörf fyrir ógleðistillandi lyf ef ógleði er mikil eða uppköst eru endurtekin.
- Vigta sjúkling reglulega eftir því sem kostur er.
- Gefa orku- og próteinbætt fæði (OP fæði) og næringarstuðning í formi næringardrykkja svo sem nutridrink Protein eða Nutridrink Compact Protein tvisvar á dag. Tryggja að orku- og próteininntaka sé í samræmi við þörf, sjá áætlun um orku- og próteinþörf.
- Hafa matar- og vökvaskrá hjá sjúklingum með:
- Ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (≥ 3 stig), skv. mati á áhættu fyrir vannæringu
- Lystarleysi
- Erfiðleika við að kyngja og/eða tyggja
- Meltingareinkenni (niðurgangur, uppköst, hægðatregða)
- Gefa næringu um sondu ef næringarmarkmið nást ekki t.d. á meira en þremur dögum eða áætlað er að orkuinntaka sé < 50% af orkuþörf sjúklings á meira en 5-7 dögum. Fengin er ráðgjöf næringarfræðings ef sjúklingur þarfnast næringar um sondu.
Vökvi
- Vökvaþörf einstaklinga er mjög breytileg en ágætt viðmið er 1600 ml á dag fyrir konur og 2000 ml á dag fyrir karla 7. Í veikindum er vökvaþörf oft meiri og æskilegt er þá að sjúklingur drekki jafnt og þétt yfir daginn.
- Vinna á móti truflun á salt- og vökvajafnvægi, sérstaklega ef um er að ræða háan hita eða hita sem hefur varað lengi, mikla svitamyndun, uppköst eða niðurgang og/eða sjúklingur hefur litla lyst á að drekka.
- Gefa Gatorade, Resorb uppleyst í vatni, bollasúpur eða boullion.
- Meta hvort þurfi að gefa vökva í æð.
Vítamín og steinefni
Ef fæðuval er einhæft, sjúklingurinn nærist illa eða skortur er á ákveðnum vítamínum og/eða steinefnum er ráðlögð viðbót eftir því sem við á. Stórir skammtar umfram ráðlagða dagskammta eru ekki ráðlagðir 2, 8, 9.
Viðbótarnæring
Sjúklingum sem hafa ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (≥ 3 stig), lystarleysi eða erfiðleika við að kyngja og/eða tyggja er boðið að fá orku- og próteinríka millibita eða næringardrykki. Ef þörf er á frekari ráðleggingum varðandi næringu er fengin ráðgjöf næringarfræðings sem setur upp næringarmeðferð.
Heimildir
- Abate SM, Chekole YA, Estifanos MB, Abate KH, Kabthymer RH. Prevalence and outcomes of malnutrition among hospitalized COVID-19 patients: A systematic review and meta-analysis. Clinical nutrition ESPEN. 2021;43:174-83.
- Barazzoni R, Bischoff SC, Breda J, Wickramasinghe K, Krznaric Z, Nitzan D, et al. ESPEN expert statements and practical guidance for nutritional management of individuals with SARS-CoV-2 infection. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2020;39(6):1631-8.
- Wells Mulherin D, Walker R, Holcombe B, Guenter P. ASPEN Report on Nutrition Support Practice Processes With COVID-19: The First Response. Nutrition in clinical practice : official publication of the American Society for Parenteral and Enteral Nutrition. 2020;35(5):783-91.
- Caccialanza R, Laviano A, Lobascio F, Montagna E, Bruno R, Ludovisi S, et al. Early nutritional supplementation in non-critically ill patients hospitalized for the 2019 novel coronavirus disease (COVID-19): Rationale and feasibility of a shared pragmatic protocol. Nutrition (Burbank, Los Angeles County, Calif). 2020;74:110835.
- BAPEN. COVID-19 Resources. Sótt á vef 06.10.2021 https://www.bapen.org.uk/resources-and-education/education-and-guidance/covid-192020
- Barazzoni R, Bischoff SC, Busetto L, Cederholm T, Chourdakis M, Cuerda C, et al. Nutritional management of individuals with obesity and COVID-19: ESPEN expert statements and practical guidance. Clinical nutrition (Edinburgh, Scotland). 2021.
- Embætti Landlæknis Hí, Landspítali. Ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk -ætlað fagfólki og öðrum ummönnunaraðilum. Embætti Landlæknis; 2018.
- COVID-19 rapid guideline: vitamin D [Internet]. 2021. Sótt á vef 06.10.2021 https://www.nice.org.uk/guidance/ng187/resources/covid19-rapid-guideline-vitamin-d-pdf-66142026720709
- Bassatne A, Basbous M, Chakhtoura M, El Zein O, Rahme M, El-Hajj Fuleihan G. The link between COVID-19 and VItamin D (VIVID): A systematic review and meta-analysis. Metabolism: clinical and experimental. 2021;119:154753.