../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-047
Útg.dags.: 08/22/2023
Útgáfa: 4.0
1.06.01 Skráning og upptaka fyrirmæla í Heilsugátt
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Læknar skrá fyrirmæli í Heilsugátt. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn, s.s. hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir til þess bærir gefa einnig fyrirmæli um meðferð innan síns sérsviðs.
    Starfsmenn taka upp og framkvæma fyrirmæli og staðfesta með rafrænu auðkenni.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Fyrirmæli gefin
    • Gefin eru fyrirmæli
      • Við meðferð á bráðamóttöku, dag- eða göngudeild.
      • Við innlögn og í legu.
    • Valin eru fyrirmæli úr flipum:
      • Flýti
      • Öll
      • Stöðluð (order sets)
    • Viðeigandi fyrirmæli eru valin úr fellilistum, staða fyrirmæla valin, athugasemd skráð í frjálsan texta ef þörf er á og ýtt á vista.
    • Þegar fyrirmæli eru gefin sem þarfnast bráðrar athugunar upplýsir læknir strax viðkomandi hjúkrunarfræðing/ljósmóður/heilbrigðisritarara (eftir því sem við á) um þau. Í bráðatilvikum eru munnleg fyrirmæli gefin og skráð sem fyrst með rafrænum hætti.

    Skráning í Heilsugátt
    Fyrirmæli eru skráð í Heilsugátt undir hnappnum "Fyrirmæli" á síðu sjúklings.

    Úrvinnsla og vöktun fyrirmæla
    • Hjúkrunarfræðingar/ljósmæður, sjúkraliðar og heilbrigðisritararar (ritarar deilda) yfirfara fyrirmæli sjúklings reglulega á sjúklingasíðu í Heilsugátt og fylgjast með stöðu fyrirmæla á skjáborði ("Óunnið", "Í vinnslu", "Virk", "Lokið").
    • Fyrirmæli eru sett í stöðuna "Í vinnslu" eða "Virk" þar til þeim er lokið. Dæmi um mismunandi stöðu fyrirmæla:
      • "Í vinnslu" er það sem gera á einu sinni t.d. rannsókn, blóðræktun eða að óma restþvag í stakt skipti.
      • "Virk" eru þau fyrirmæli sem eru virk yfir ákv. tímabil, t.d. varðandi fæði, öryggisinnlit eða hreyfingu.

    Nánari lýsing á virkni fyrirmælaeiningar: Fyrirmæli í Heilsugátt - virkni

    Ritstjórn

    Elías Sæbjörn Eyþórsson - eliassae
    Anna María Þórðardóttir
    Hanna K Guðjónsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Elísabet Benedikz

    Útgefandi

    Anna María Þórðardóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2016 hefur verið lesið 1876 sinnum