../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-504
Útg.dags.: 04/10/2019
Útgáfa: 1.0
12.08.01 Þrýstingssár - stigun
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa stigun þrýstingssára samkvæmt European Pressure Ulcer Advisory Panel.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Þrýstingssár er stigað eftir alvarleika vefjaskemmdar:

    1. stig
    Roðablettur á órofinni húð sem ekki hvítnar þegar þrýst er á með fingri. Einnig getur fölvi og verkir í húð, hitastigsbreyting, bjúgur og hersli verið merki um byrjandi þrýstingssár. Hjá einstaklingum með dökkan hörundslit er ekki alltaf hægt að greina roða í húð.

    2. stig
    Vefjaskemmd sem nær inn í eða að leðurhúð (dermis). Um er að ræða yfirborðssár sem birtist sem fleiður eða heil eða sprungin blaðra.

    3. stig
    Vefjaskemmd (sár) eða drep sem nær niður í undirhúð (subcutis) allt að undirliggjandi bandvefshimnu (fascia) en ekki í gegnum hana. Sár getur verið með göngum eða holrými undir húð.

    4. stig
    Umfangsmikil vefjaskemmd eða drep í vöðvum, sinum, beinum og aðliggjandi vefjum, sem getur verið til staðar án þess að húð sé rofin. Sár getur verið með göngum eða holrými undir húð.


Ritstjórn

Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún A Hafsteinsdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/03/2017 hefur verið lesið 525 sinnum