../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3589
Útg.dags.: 11/10/2022
Útgáfa: 2.0
26.05.07 Göngupróf - 10 metrar
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Próf til að meta gönguhraða sjúklinga.
    Tíu metra göngupróf hefur forspárgildi um afdrif aldraðra. Gönguhraði minni en 1,0 m/sek tengist aukinni hættu á að viðkomandi geti ekki framkvæmt ýmsar athafnir daglegs lífs og getur spáð fyrir um atvik og ótímabær andlát. Gönguhraði ≤ 0,8 m/sek spáir fyrir um byltuhættu. Bæting á gönguhraða um 0,1 m/s hefur mikilvæga klíníska þýðingu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Sjúkraþjálfari framkvæmir prófið og er markhópurinn t.d. lungna-, taugasjúklingar, sjúklingar með langvarandi verki, aldraðir og sjúklingar í byltuhættu.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    Greiðfær, um það bil 20 metra langur gólfflötur, skeiðklukka og límband.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Tekinn er tími meðan þátttakandi gengur 10 m vegalengd á hraða sem hann velur sjálfur. Gönguhraðinn er reiknaður út í m/sek.

    Eyðublað:
    Tíu metra göngupróf.pdfTíu metra göngupróf.pdf

    Viðmiðunargildi:
    10 metra göngupróf sjá eyðublað ofar og túlkun niðurstaðna hér:
    Gönguhraði, aldurstengd viðmið á heilbrigðum einstaklingum:

    Karlar
    60-69 ára: 1,26- 1,41 m/sek
    70-79 ára: 1,21- 1,32 m/sek
    80-99 ára: 0,8- 1,10 m/sek

    Konur
    60-69 ára: 1,18- 1,30 m/sek
    70-79 ára: 1,07- 1,19 m/sek
    80-99 ára: 0,85- 1,03 m/sek

    Fritz S, & Lusardi M. (2009). White Paper: „walking speed: the sixth vital sign“ J Geriatr Phys Ther, 32(2), 46-49.
    Jepsen B, Robinson K, Ogliari G et al. Predicting falls in older adults: an umbrella review of instruments assessing gait, balance, and functional mobility. BMC Geriatr 2022; 22. 10.1186/s12877-022-03271-5.
    Perera S, Mody SH, Woodman RC, Studenski SA. Meaningful change and responsiveness in common physical performance measures in older adults. J Am Geriatr Soc. 2006;54:743-9.

    RW Bohannon, A. Williams Andrews; Normal walking speed: a descriptive meta-analysis; Physiotherapy 97 (2011) 182-189Mat sjúkraþjálfara:

    Studenski S, Perera S, Patel K, Rosano C, Faulkner K, Inzitari M, et al. Gait Speed and Survival in Older Adults. JAMA. 2011;305:50–8.

Ritstjórn

Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
Ragnheiður S Einarsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnheiður S Einarsdóttir

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/01/2022 hefur verið lesið 245 sinnum