../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3342
Útg.dags.: 01/26/2022
Útgáfa: 4.0
15.03 COVID-19 - fóstursíritun og fósturhjartsláttarhlustun hjá þungaðri konu

  4. útgáfa. Breytingar eru merktar með gulri yfirstrikun.
  Hide details for TilgangurTilgangur
  Að lýsa verklagi við fóstursíritun og fósturhjartsláttarhlustun hjá þungaðri konu sem greind er með COVID-19 og er inniliggjandi á Landspítala í einangrun eða kemur í eftirlit á COVID-19 göngudeild eða stofu 1 á 21B.
  Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
  Ljósmóðir þegar þörf er á fóstursíritun eða fósturhjartsláttarhlustun.
  Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
   Hide details for Hlustun fósturhjartsláttarHlustun fósturhjartsláttar
   Ef þörf er á að hlusta fósturhjartslátt kemur ljósmóðir frá 22B eða 22A til að sinna því. Kassar merktir COVID - doptone eru geymdir í Birkiborg og fyrir framan stofu 1 á 21B og innihalda það sem þarf til hlustunar á fósturhjartslætti.

   Framkvæmd
   1. Klæðst er COVID-19 hlífðarbúnaði og leiðbeiningum um dropa- og snertismitgát er fylgt.
   2. Doptone er klæddur í plastpoka sem ætlaður er fyrir rannsóknarsýni.
   3. Gel er sett á enda hjartsláttarnema.
   4. Hjartsláttarneminn er klæddur í sónarsmokk sem er teygður eins og hann nær og enda smokksins stungið ofan í plastpokann.
   5. Lokað er fyrir pokann eins og hægt er með “rennilásnum”.
   6. Gel er sett á enda hjartsláttarnemans. Nota á gel í einnota umbúðum.
   7. Fósturhjartsláttur hlustaður.

   Eftir fósturhjartsláttarhlustun
   1. Gel þurrkað af húð konunnar og af enda hjartsláttarnemans
   2. Hanskar fjarlægðir, hendur sprittaðar og farið í hreina hanska.
   3. Doptone og hjartsláttarnemi er tekinn úr plastpoka/smokki og yfirborð sótthreinsað með Active Wipe klútum eða þrifnir með hreinsispritti. Aðstoðarmaður í plastsvuntu og með hanska tekur á móti sprittuðum hlutum á hreina undirbreiðslu á stálborði fyrir framan stofu og sótthreinsar doptone og hjartsláttarnema á sama hátt og setur ofan í hreinan geymslukassa (merktur COVID - doptone).
   4. Farið er úr hlífðarbúnaði samkvæmt leiðbeiningum.
   5. Kassi með Doptone er áfram geymdur í Birkiborg eftir notkun og fyrir framan stofu 1 á 21B.

   Skráning
   Niðurstaða er skráð í sjúkraskrá.
   Hide details for Fóstursíritun eftir 24 vikna meðgönguFóstursíritun eftir 24 vikna meðgöngu
   Notaður er Philips fóstursíriti sem er geymdur í Birkiborg og hann fluttur á viðkomandi stofu. Kassi merktur COVID - fóstursíriti er geymdur í Birkiborg og inniheldur það sem þarf til verksins. Fóstursíriti er nettengdur í tengi 51 á stofu 1 á 21B. Staðsetning konu er valin ,,22B COVID stofa" til að ná tengingu við Sögu og merkja henni ritið. Teygjur og annað sem þarf að nota við töku rits er geymt í plastkassa fyrir utan stofu.

   Framkvæmd
   1. Klæðst er COVID-19 hlífðarbúnaði og leiðbeiningum um dropa- og snertismitgát er fylgt.
   2. Síritinn er klæddur í glæran plastpoka áður en farið er með hann inn á stofu til konu.
   3. Kveikt er á fóstursírita með hreinum hönskum.
   4. Ef fósturrit er tekið á Birkiborg er síriti stilltur á að prenta fósturrit út. Ritið er merkt með límmiða sem er tekinn með inn á stofu, með nafni og kennitölu sjúklings og persónuvottað. Útprentað fósturrit má fara út af stofunni hafi það ekki komist í snertingu við sjúkling eða nánasta umhverfi og að viðhöfðum sóttvarnarvinnubrögðum.
   5. Kona er tengd við við fóstursírita. Fylgt er verklagi um töku fósturhjartsláttarita.
   6. Slökkt er á fóstursírita þegar fósturrit er fullnægjandi.
   7. Kona er aftengd úr fósturriti, gel þurrkað af konu og af fósturhjarsláttarnema.
   8. Hanskar eru fjarlægðir, hendur sprittaðar og farið í hreina hanska.
   9. Haft er samband við sérfræðilækni á vakt á fæðingarvakt/bráðaþjónustu til að fá staðfestingu á að fósturrit sé eðlilegt. Ef fósturhjartsláttarrit er tekið á stofu 1 á 21B, er hann beðinn um að meta rit í Milou. Notuð er spjaldtölva sem er staðsett á stofu á Birkiborg. Hægt er að nota myndsímtal á workplace og sýna ritið. Tekin er mynd af fósturriti, myndin send í tölvupósti á netfang göngudeildar mæðraverndar: maedravernd@landspitali.is og hengd við sjúkraskrá sjúklings. Papprírsriti er hent.

   Eftir fóstursíritun
   1. Rit tekið á stofu 1, 21B: Fóstursíriti er tekinn úr plastpoka, allt gel þurrkað af nemum og snúrum. Mónitorteygjur eru settar í elikapoka og settar beint í þvott í þvottavél á 22B. Þvottaefni er sett í þvottavél og teygjur þvegnar á 60 gráðum. Yfirborð er þrifið sem hluti af COVID-19 þrifum á stofu. COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala.
   2. Rit tekið á Birkiborg: Fóstursíriti er tekinn úr plastpoka og yfirborð sótthreinsað með Active Wipe klútum eða þrifinn með hreinsispritti og einnig snúrur og nemar. Aðstoðarmaður í plastsvuntu og með hanska tekur á móti sprittuðum hlutum á hreina undirbreiðslu á stálborði fyrir framan stofu og sótthreinsar aftur á sama hátt og setur ofan í hreinan geymslukassa (merktur COVID - fóstursíriti).

   Fóstursíritar eru áfram geymdur í Birkiborg og 21B eftir notkun.

   Viðbrögð við fósturhjartslætti/fósturriti sem er afbrigðilegt
   Ef fósturrit er afbrigðilegt er hringt í vakthafandi fæðingarlækni og næstu skref ákveðin. Fylgt er vinnulýsingu um viðbúnað á Kvennadeild ef flytja þarf konuna á Kvennadeild.  Tengd skjöl: COVID-19 - handbók


Ritstjórn

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Hulda Hjartardóttir
Stefanía Guðmundsdóttir
Þóra Guðný Ægisdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Erla Björk Sigurðardóttir - erlabjsi
María G Þórisdóttir
Hulda Hjartardóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/03/2020 hefur verið lesið 503 sinnum