../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3299
Útg.dags.: 08/16/2021
Útgáfa: 3.0
17.01 COVID-19 - móttaka bráðveikra á kvenlækningadeild 21A
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa móttöku bráðveikra sem eru í sóttkví, með grun um eða með staðfest COVID-19 smit og þurfa bráðaþjónustu á þeim tíma sem kvenlækningadeild 21A er ábyrg fyrir henni.
    Opnunartími bráðaþjónustu kvenlækningadeildar:
    • Virkir dagar: Klukkan 08:00-15:30 og 22:30-08:00
    • Um helgar: Klukkan 17:30- 09:45
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Skoðun 2 á 21B, er útbúið til að taka á móti sjúklingum sem eru smitaðir eða í sóttkví. Þar má finna hlífðarbúnað og öll helstu áhöld.

    Undirbúningur komu og móttaka
    • Prentaðir eru út límmiðar og auðkennisarmband.
    • Móttökuherbergi er undirbúið m.t.t. ástæðu komu:
      • Tekin eru til áhöld samkvæmt viðeigandi áhaldaspjaldi.
      • Áhöld og búnaður sem ekki þarf að nota er fjarlægður af stofu en geymdur á hjólaborði fyrir framan stofu, þar sem henda þarf öllum einnota vörum eftir skoðun.
    • Starfsmaður klæðir sig í viðeigandi hlífðarbúnað skv. vinnulýsingu sýkingavarnardeildar áður en tekið er á móti sjúklingi við inngang. Viðhöfð er snerti- og dropasmitgát. Leiðbeiningar eru á hurðinni á skoðun 2 á 21B.
    • Sjúklingur kemur inn um sjúkrabílainngang á jarðhæð.
    • Starfsmaður tekur á móti sjúklingi í fordyri sjúkrabílainngangs.
    • Starfsmaður lætur sjúkling fá skurðstofugrímu áður en komið er inn og aðstoðar við að setja grímuna upp. Ef sjúklingur er með staðfestan COVID-19 sjúkdom eða grunur er um smit er notuð fínagnagríma án ventils (skurðstofugrímu ef ástand leyfir ekki fínagnagrímu).
    • Sjúklingur sprittar hendur.

    Hlífðarbúnaður
      Sjúklingur er í sóttkví en án einkenna COVID-19
      Starfsmaður klæðir sig í:
      • Síðerma hlífðarslopp, einnota eða margnota. Svuntu yfir hlífðarslopp eða vatnsheldum einnota hlífðarslopp ef hætta er á vætu.
      • Skurðstofugrímu. Fínagnagríma er notuð í undantekningartilvikum ef inngrip er úðamyndandi.
      • Andlitshlíf eða gleraugu.
      • Einnota hanska.
      Sjúklingur er með staðfest COVID-19 smit eða grunur er um smit
      Starfsmaður notar tilbúinn pakka með hlífðarfatnaði sem inniheldur:
      • Einnota vatnsheldan hlífðarslopp
      • Skurðstofuhúfu
      • Fínagnagrímu FFP2 að lágmarki (veirumaski með ventli)
      • Einnota hlífðargleraugu
      • Hanska (extralangir)

    Aðstoð á deild
    • Ef sjúklingur kemur á næturvakt er óskað eftir aðstoð frá meðgöngu- og sængurlegudeild til að aðstoða á deild meðan skoðun fer fram. Þetta er skv. sameiginlegri ákvörðun deildarstjóra 21A og 22A.
    • Ákvörðun um innlögn er tekin í samráði við vakthafandi smitsjúkdómalækni og/eða sýkingavarnadeild, meta hvort fari á kjördeild eða A7/E6.

    Þrif eftir skoðun
    • Stofa er þrifin á eftirfarandi hátt:
      1. Ef sjúklingur er í sóttkví:
        • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en stofa er sprittuð er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
        • Ef margnota hlífðarsloppur er notaður er hann settur í taupoka með elikapoka og fer ofan í hreinan taupoka fyrir utan stofuna. Sá poki fer síðan á skol og í þvottahús með öðrum þvotti.
        • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
        • Snertifletir á stofu eru sprittaðir með hreinsispritti.
      2. Ef sjúklingur er með staðfest smit eða grun um smit:
        • Einnota vörum er hent í glæran poka. Áður en herbergi er þrifið er lokað fyrir glæra pokann og hann settur í gulan sóttmengunarpoka sem ekki á að koma inn á stofu.
        • Sóttmengunarpokinn er settur á skol.
        • Merkt er að herbergi sé lokað með því að líma skilti þess efnis á hurðina.
        • COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala.

    Frágangur eftir þrif
    Fyllt er á herbergið og séð til þess að allt á neðangreindum lista sé til staðar:
    • Bekkur
    • Sónar, sónargel og sónarhlífar
    • Sónarhreinsitæki
    • Áhaldaborð
    • Nefjur 2 stærðir, einnota nefjusett
    • Túffur, túffutöng, ky-gel
    • Lapispinni, monsell, tróð
    • Ræktunarpinnar 3 gerðir
    • Hibitane
    • Klórhexidínspritt
    • Gult nálabox
    • Ósterilar grisjur
    • Undirbreiðslur, bleik lök
    • Bindi 3 stærðir
    • Aftöppunarþvagleggur, xylocain gel
    • Fata með vökva
    • Poki fyrir sóttmengaðan úrgang, elika poki, taupoki
    • Eyðublöð: Upplýst samþykki fyrir aðgerð, undirbúningur fyrir skurðaðgerð - gátlisti, blóðbankabeiðni, svarblað svæfingar
    • Plastvasi fyrir sýni
    • Hlífðarfatnaður 2 tilbúnir pakkar
    • Sloppar, gleraugu, langir hanskar, skurðstofugrímur, fínagnagrímur með ventli
    • Lyf: T. Parasetamól, T. Íbúfen, T. Cyklokapron og T. Cytotec
    • Inf RA, vökvasett, krani
    • Áhöld til að taka blóðsýni og setja upp æðalegg

Ritstjórn

Dögg Hauksdóttir - dogghauk
Hrund Magnúsdóttir
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Jónsdóttir - kjonsd
Linda Rós Pálsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hrund Magnúsdóttir
Kristín Jónsdóttir - kjonsd

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/25/2020 hefur verið lesið 659 sinnum