../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2354
Útg.dags.: 10/19/2023
Útgáfa: 3.0
1.06.01 Saga - útskrift úr legu
Tilgangur
Tilgangur
Að lýsa verklagi við útskrift sjúklings úr leguhluta Sögu.
Hver framkvæmir og hvenær
Hver framkvæmir og hvenær
Heilbrigðisritari, hjúkrunarritari eða hjúkrunarfræðingur við útskrift sjúklings.
Framkvæmd
Framkvæmd
Sjúklingur er valinn í sjúkraskrá
Útskrift og aðgerðir tengdar henni eru aðgengilegar eftir þremur leiðum:
Í fellivalmynd, velja "Skráning" og "Útskrift"
Smellt á flýtihnappinn
í hnappastiku
Hægrismella á línu í yfirliti og velja "Útskrift"
Glugginn Útskrift opnast. Skrá þarf eftirfarandi upplýsingar sem beðið er um:
Dagssetning og tími - leiðrétta þarf dagssetningu og tíma ef skráning er ekki í rauntíma. Ef sjúklingur lést, er dánarstund skráð sem útskriftartími
Ástæða seinkunar útskriftar - ef útskrift hefur seinkað frá settum útskriftardegi skv. innskrift er ástæða seinkunar valin úr fellilista
Hvert/afdrif - viðeigandi staður er valinn úr fellilista.
Heimili
Annað sjúkrahús - viðkomandi sjúkrahús er valið úr fellilista
Hjúkrunar- og/eða dvalarheimili - viðkomandi hjúkrunar- og/eða dvalarheimili er valið úr fellilista
Önnur deild á sjúkrahúsi - viðkomandi deild er valin úr fellilista
Sjúkrahótel
Sjúkrahús erlendis
Sjúklingur útskrifaði sig sjálfur - sjúklingur þarf einnig að skrifa undir eyðublað
Andlát - aðvörunargluggi opnast
Hvernig sjúklingur fer af sjúkrahúsinu
Á eigin vegum
Í fylgd aðstandanda
Í lögreglufylgd
Með sjúkrabíl
Með sjúkraflugi
Eftirlit eftir útskrift
Göngudeild - stofna þarf sjúklinginn sem ferilsjúkling á göngudeild og panta tíma í afgreiðslu
Dagdeild
Annað
Heilsugæslustöð
Heimahjúkrun
Verður ekki fylgt eftir af heilbrigðisstarfsmanni
Þegar allir reitir hafa verið fylltir út er smellt á "Vista"
Pappírsgögn sjúklings eru sett í möppu og send til læknaritara eða sjúkraskrársafns.
Hætt við útskrift
Ef hætta þarf við útskrift sem hefur þegar verið framkvæmd er hægrismellt á línu sjúklings í yfirliti og valið "Hætta við útskrift"
Nánari leiðbeiningar um útskrift úr legu og frágang á lotum má finna á
vefsíðu Origo
og
handbók legu
Ritstjórn
Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Elísabet Benedikz
Útgefandi
Anna María Þórðardóttir
Upp »