../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2354
Útg.dags.: 10/19/2023
Útgáfa: 3.0
1.06.01 Saga - útskrift úr legu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa verklagi við útskrift sjúklings úr leguhluta Sögu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Sjúklingur er valinn í sjúkraskrá
    2. Útskrift og aðgerðir tengdar henni eru aðgengilegar eftir þremur leiðum:
      1. Í fellivalmynd, velja "Skráning" og "Útskrift"
      2. Smellt á flýtihnappinn í hnappastiku
      3. Hægrismella á línu í yfirliti og velja "Útskrift"
    3. Glugginn Útskrift opnast. Skrá þarf eftirfarandi upplýsingar sem beðið er um:
      1. Dagssetning og tími - leiðrétta þarf dagssetningu og tíma ef skráning er ekki í rauntíma. Ef sjúklingur lést, er dánarstund skráð sem útskriftartími
      2. Ástæða seinkunar útskriftar - ef útskrift hefur seinkað frá settum útskriftardegi skv. innskrift er ástæða seinkunar valin úr fellilista
      3. Hvert/afdrif - viðeigandi staður er valinn úr fellilista.
        • Heimili
        • Annað sjúkrahús - viðkomandi sjúkrahús er valið úr fellilista
        • Hjúkrunar- og/eða dvalarheimili - viðkomandi hjúkrunar- og/eða dvalarheimili er valið úr fellilista
        • Önnur deild á sjúkrahúsi - viðkomandi deild er valin úr fellilista
        • Sjúkrahótel
        • Sjúkrahús erlendis
        • Sjúklingur útskrifaði sig sjálfur - sjúklingur þarf einnig að skrifa undir eyðublað
        • Andlát - aðvörunargluggi opnast
      4. Hvernig sjúklingur fer af sjúkrahúsinu
        • Á eigin vegum
        • Í fylgd aðstandanda
        • Í lögreglufylgd
        • Með sjúkrabíl
        • Með sjúkraflugi
      5. Eftirlit eftir útskrift
        • Göngudeild - stofna þarf sjúklinginn sem ferilsjúkling á göngudeild og panta tíma í afgreiðslu
        • Dagdeild
        • Annað
        • Heilsugæslustöð
        • Heimahjúkrun
        • Verður ekki fylgt eftir af heilbrigðisstarfsmanni

    Þegar allir reitir hafa verið fylltir út er smellt á "Vista"
    Pappírsgögn sjúklings eru sett í möppu og send til læknaritara eða sjúkraskrársafns.

    Hætt við útskrift
    Ef hætta þarf við útskrift sem hefur þegar verið framkvæmd er hægrismellt á línu sjúklings í yfirliti og valið "Hætta við útskrift"

    Nánari leiðbeiningar um útskrift úr legu og frágang á lotum má finna á vefsíðu Origo og handbók legu


Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/21/2019 hefur verið lesið 325 sinnum